Fimmtán ár síðan Linda opnaði Smáralind Sæunn Gísladóttir skrifar 10. október 2016 07:00 Linda Margrét Gunnarsdóttir opnaði Smáralindina fyrir fimmtán árum. Vísir/Ernir Fimmtán ár eru í dag frá því að Smáralindin var opnuð þann 10.10.2001 klukkan 10.10. Linda Margrét Gunnarsdóttir, níu ára, opnaði Smáralindina ásamt Smára Páli Svavarssyni, ellefu ára. Þau voru bæði úr nærliggjandi hverfum, Smári var úr Smárahverfi en Linda úr Lindahverfinu. Linda segist muna vel eftir deginum. „Þetta var mjög skemmtilegt,“ segir hún. Hún segir þó frægðina sem fylgdi því að opna Smáralindina hafa enst stutt. „Nei, ég þekkist ekki á því,“ segir Linda og hlær. Í dag er Linda 24 ára og nemi á öðru ári í Landbúnaðarháskólanum. Hún er að læra búvísindi og stefnir að því að búa í sveit að náminu loknu en hefur ekki valið sér sveit. „Ég er með marga staði í huga því Ísland er svo fallegt.“ Sturla Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, segir heilmikið hafa gerst í umhverfi Smáralindar á þessu tímabili. „Aðsókn í Smáralind hefur vaxið ár frá ári. Það hafa verið ýmsar eftirminnilegar uppákomur hér, eins og þegar Lindex var opnuð.“ En eins og frægt er orðið tæmdist þriggja vikna lager á þremur dögum. „Við munum fagna þessum fimmtán ára tímamótum með glæsilegum hætti þegar við opnum inn á breytingarnar við Hagkaup í byrjun næsta mánaðar. Þá verður formleg hátíð Smáralindar,“ segir Sturla sem hefur verið framkvæmdastjóri frá árinu 2010. „Það er heilmikið fram undan, það er mikið um að vera hér, miklar endurbætur á Smáralind og svo opna nýjar verslunarkeðjur eins og H&M útibú hérna á næsta ári,“ segir Sturla. Hann segir hrunárin hafa verið eftirminnileg, en nú horfi forsvarsmenn Smáralindar fram á veginn. „Það voru erfiðleikar í kringum hrunið, það voru miklir erfiðleikar fyrir smásölumarkaðinn á Íslandi. En Smáralind sigldi í gegnum þetta. Við höfum, í framhaldi af þessum samdrætti sem varð í sölu á fatnaði og skóm og þess háttar, verið að horfa til sóknar frekar en eitthvað annað.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Lífið Fleiri fréttir Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Sjá meira
Fimmtán ár eru í dag frá því að Smáralindin var opnuð þann 10.10.2001 klukkan 10.10. Linda Margrét Gunnarsdóttir, níu ára, opnaði Smáralindina ásamt Smára Páli Svavarssyni, ellefu ára. Þau voru bæði úr nærliggjandi hverfum, Smári var úr Smárahverfi en Linda úr Lindahverfinu. Linda segist muna vel eftir deginum. „Þetta var mjög skemmtilegt,“ segir hún. Hún segir þó frægðina sem fylgdi því að opna Smáralindina hafa enst stutt. „Nei, ég þekkist ekki á því,“ segir Linda og hlær. Í dag er Linda 24 ára og nemi á öðru ári í Landbúnaðarháskólanum. Hún er að læra búvísindi og stefnir að því að búa í sveit að náminu loknu en hefur ekki valið sér sveit. „Ég er með marga staði í huga því Ísland er svo fallegt.“ Sturla Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, segir heilmikið hafa gerst í umhverfi Smáralindar á þessu tímabili. „Aðsókn í Smáralind hefur vaxið ár frá ári. Það hafa verið ýmsar eftirminnilegar uppákomur hér, eins og þegar Lindex var opnuð.“ En eins og frægt er orðið tæmdist þriggja vikna lager á þremur dögum. „Við munum fagna þessum fimmtán ára tímamótum með glæsilegum hætti þegar við opnum inn á breytingarnar við Hagkaup í byrjun næsta mánaðar. Þá verður formleg hátíð Smáralindar,“ segir Sturla sem hefur verið framkvæmdastjóri frá árinu 2010. „Það er heilmikið fram undan, það er mikið um að vera hér, miklar endurbætur á Smáralind og svo opna nýjar verslunarkeðjur eins og H&M útibú hérna á næsta ári,“ segir Sturla. Hann segir hrunárin hafa verið eftirminnileg, en nú horfi forsvarsmenn Smáralindar fram á veginn. „Það voru erfiðleikar í kringum hrunið, það voru miklir erfiðleikar fyrir smásölumarkaðinn á Íslandi. En Smáralind sigldi í gegnum þetta. Við höfum, í framhaldi af þessum samdrætti sem varð í sölu á fatnaði og skóm og þess háttar, verið að horfa til sóknar frekar en eitthvað annað.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Lífið Fleiri fréttir Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Sjá meira