Kvikmynd Baltasars Kormáks Eiðurinn sem frumsýnd fyrir mánuði síðan er orðinn tekjuhæst allra kvikmynda sem sýndar hafa verið árið 2016.
Eiðurinn er búinn að slá við kvikmyndirnar Deadpool og Suicide Squad. Enn er töluverð aðsókn á Eiðinn og gætu tekjurnar aukist til muna.
Þegar þessi frétt er skrifuð hafa Íslendingar keypt sér miða á Eiðinn fyrir 57 milljónir króna.
Baltasar Kormákur fer með aðalhlutverk myndarinnar ásamt Heru Hilmarsdóttur og Gísla Erni Garðarssyni.
Baltasar Kormákur framleiðir myndina ásamt Magnúsi Viðari Sigurðssyni og RVK Studios. Myndin fjallar um lækninn Finn sem lendir í vandræðum eftir að dóttir hans hefur samband með hættulegum glæpamanni.
Eiðurinn tekjuhæsta mynd ársins
Stefán Árni Pálsson skrifar
