Hjálpa þunglyndum og kvíðnum unglingum í gegnum líkamsrækt Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 28. apríl 2016 09:45 Strákarnir ætla að aðstoða ungt fólk sem glímir við félagslegan vanda. Vísir/Ernir „Allar rannsóknir benda til þess að aukin líkamsrækt geti stuðlað að andlegri vellíðan. En þrátt fyrir að talað sé um jákvæð tengsl hreyfingar og andlegrar líðan getur verið erfitt fyrir unga manneskju sem glímir við kvíða eða andlega vanlíðan að byrja að stunda hreyfingu. Það getur jafnvel verið erfitt að stíga inn í líkamsræktarstöð.“ Þetta segir Stefán Ólafur Stefánsson, uppeldis- og menntunarfræðingur sem ákveðið hefur að fara af stað með líkamsræktarnámskeið fyrir unglinga sem glíma við andleg veikindi, svosem kvíða, félagsfælni eða þunglyndi. „Pælingin er að skapa umhverfi til þess að mæta þessum krökkum. Við ætlum að nýta okkar reynslu og mæta þeim þar sem þau eru, skoða sérstaklega hvað það er sem er að stoppa þau og hafa tímana á persónulegum grunni.“ Stefán Ólafur telur framtakið mikilvæga viðbót við þá flóru meðferðarúrræða sem í boði eru fyrir þegar kemur að því að meðhöndla andlega veika unglinga. Það getur verið erfitt að stíga fyrsta skrefið í líkamsrækt þó að maður viti að áhrifin verði góð.NordicPhotos/Getty„Ég held það sé klárlega vöntun á þessu úrræði, það er ýmislegt í gangi en þetta er ný nálgun.“Minna tabú að viðurkenna andleg vanheilindi Stefán Ólafur réðst í verkefnið ásamt félaga sínum Sigurði Kristjáni Nikulássyni en þeir félagar eru þrælreyndir og vel menntaðir. Stefán Ólafur er uppeldis- og menntunarfræðingur að mennt sem hefur starfað á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) síðastliðin þrjú ár og Sigurður Kristján er menntaður íþróttafræðingur og einkaþjálfari sem starfar á bráðageðdeild Landspítalans. Geðsjúkdómar og andleg vanheilindi hafa verið mikið í umræðunni síðastliðin ár. Síðasta haust tóku hinir ýmsu sem glímt hafa við þunglyndi eða kvíða að segja opinberlega frá reynslu sinni undir myllumerkinu #égerekkitabú. Sögurnar skiptu hundruðum. „Það eru alltaf fleiri og fleiri að stíga fram,“ segir Stefán sem getur þó ekki sagt til um það hvort sér finnist aukning hafa orðið á þeim sem sækja þjónustu BUGLs. „Sérstaklega ungt fólk. Þetta er minna tabú og svona.“ Stefán og Sigurður eru menntaðir og reyndir eftir að hafa unnið með ungu fólki um langt skeið.Vísir/ErnirHann viðurkennir að auðvelt geti reynst að ná til unglinga sem kljást við félagsfælni og kvíða. „Það getur verið erfitt fyrir okkur að ná til krakkana. En við ætlum að skapa umhverfið þannig að þetta skref verði auðveldara. Það er erfiðara að mæta í ræktina heldur en í lokaðan sal þar sem eru fáir og tillit tekið til þarfa hvers og eins og þar sem skoðað er hvað það er sem er að valda okkur kvíða. Við viljum gera þetta í sameiningu, vinna þetta með krökkunum.“ Námskeiðið hefst á þriðjudaginn næsta, 3. maí, og strákarnir kalla það: „Ekki gefast upp.“ Hér má nálgast nánari upplýsingar. Enn er opið fyrir skráningar. Stefán Ólafur og Sigurður glíma sjálfir ekki við kvíða og þrátt fyrir að þeir séu að fara inn í nýtt verkefni lætur hann ekki á sér kræla. „Nei, nei. Við erum spenntir, það er alltaf spennandi að byrja eitthvað nýtt. Við hlökkum bara mikið til og ætlum að leggja mikið upp úr því að þetta sé skemmtilegt. Það er ekki hægt að fara og stunda líkamsrækt ef þér finnst hún ekki skemmtileg.“ Strákarnir leggja mikið upp úr því að vinna að betri líðan ungs fólks hér á landi og hafa lagt áherslu á það í sínum störfum hingað til. Unga fólkið er náttúrulega framtíðin, ekki satt? „Já, það er rétt,“ segir Stefán og hlær. „Unga fólkið er framtíðin.“ Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
„Allar rannsóknir benda til þess að aukin líkamsrækt geti stuðlað að andlegri vellíðan. En þrátt fyrir að talað sé um jákvæð tengsl hreyfingar og andlegrar líðan getur verið erfitt fyrir unga manneskju sem glímir við kvíða eða andlega vanlíðan að byrja að stunda hreyfingu. Það getur jafnvel verið erfitt að stíga inn í líkamsræktarstöð.“ Þetta segir Stefán Ólafur Stefánsson, uppeldis- og menntunarfræðingur sem ákveðið hefur að fara af stað með líkamsræktarnámskeið fyrir unglinga sem glíma við andleg veikindi, svosem kvíða, félagsfælni eða þunglyndi. „Pælingin er að skapa umhverfi til þess að mæta þessum krökkum. Við ætlum að nýta okkar reynslu og mæta þeim þar sem þau eru, skoða sérstaklega hvað það er sem er að stoppa þau og hafa tímana á persónulegum grunni.“ Stefán Ólafur telur framtakið mikilvæga viðbót við þá flóru meðferðarúrræða sem í boði eru fyrir þegar kemur að því að meðhöndla andlega veika unglinga. Það getur verið erfitt að stíga fyrsta skrefið í líkamsrækt þó að maður viti að áhrifin verði góð.NordicPhotos/Getty„Ég held það sé klárlega vöntun á þessu úrræði, það er ýmislegt í gangi en þetta er ný nálgun.“Minna tabú að viðurkenna andleg vanheilindi Stefán Ólafur réðst í verkefnið ásamt félaga sínum Sigurði Kristjáni Nikulássyni en þeir félagar eru þrælreyndir og vel menntaðir. Stefán Ólafur er uppeldis- og menntunarfræðingur að mennt sem hefur starfað á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) síðastliðin þrjú ár og Sigurður Kristján er menntaður íþróttafræðingur og einkaþjálfari sem starfar á bráðageðdeild Landspítalans. Geðsjúkdómar og andleg vanheilindi hafa verið mikið í umræðunni síðastliðin ár. Síðasta haust tóku hinir ýmsu sem glímt hafa við þunglyndi eða kvíða að segja opinberlega frá reynslu sinni undir myllumerkinu #égerekkitabú. Sögurnar skiptu hundruðum. „Það eru alltaf fleiri og fleiri að stíga fram,“ segir Stefán sem getur þó ekki sagt til um það hvort sér finnist aukning hafa orðið á þeim sem sækja þjónustu BUGLs. „Sérstaklega ungt fólk. Þetta er minna tabú og svona.“ Stefán og Sigurður eru menntaðir og reyndir eftir að hafa unnið með ungu fólki um langt skeið.Vísir/ErnirHann viðurkennir að auðvelt geti reynst að ná til unglinga sem kljást við félagsfælni og kvíða. „Það getur verið erfitt fyrir okkur að ná til krakkana. En við ætlum að skapa umhverfið þannig að þetta skref verði auðveldara. Það er erfiðara að mæta í ræktina heldur en í lokaðan sal þar sem eru fáir og tillit tekið til þarfa hvers og eins og þar sem skoðað er hvað það er sem er að valda okkur kvíða. Við viljum gera þetta í sameiningu, vinna þetta með krökkunum.“ Námskeiðið hefst á þriðjudaginn næsta, 3. maí, og strákarnir kalla það: „Ekki gefast upp.“ Hér má nálgast nánari upplýsingar. Enn er opið fyrir skráningar. Stefán Ólafur og Sigurður glíma sjálfir ekki við kvíða og þrátt fyrir að þeir séu að fara inn í nýtt verkefni lætur hann ekki á sér kræla. „Nei, nei. Við erum spenntir, það er alltaf spennandi að byrja eitthvað nýtt. Við hlökkum bara mikið til og ætlum að leggja mikið upp úr því að þetta sé skemmtilegt. Það er ekki hægt að fara og stunda líkamsrækt ef þér finnst hún ekki skemmtileg.“ Strákarnir leggja mikið upp úr því að vinna að betri líðan ungs fólks hér á landi og hafa lagt áherslu á það í sínum störfum hingað til. Unga fólkið er náttúrulega framtíðin, ekki satt? „Já, það er rétt,“ segir Stefán og hlær. „Unga fólkið er framtíðin.“
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira