Reginn eignast skólabyggingar í Hafnarfirði Sveinn Arnasson skrifar 26. nóvember 2016 07:15 Áslandsskóli var byggður í einkaframkvæmd um síðustu aldamót. Vísir/Anton Kaup Regins og VÍS á fasteignafélaginu FM-húsum ehf. kom Hafnarfjarðarbæ í opna skjöldu. Með kaupunum eignast Reginn þrjár skólabyggingar í Hafnarfirði, auk skrifstofuhúsnæðis og Sjálandsskóla í Garðabæ. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar ætlar að skoða málið. FM-hús ehf. er fasteignafélag sem á eignir upp á tæpa fjóra milljarða króna. Stærstu eignir fyrirtækisins eru Áslandsskóli í Hafnarfirði, leikskólarnir Hörðuvellir og Tjarnarás í Hafnarfirði, auk Sjálandsskóla í Garðabæ. Samningar Hafnarfjarðarbæjar við FM-hús um leigu á fasteignunum vegna skólastarfs renna út 2027 og þarf þá að semja að nýju um leigukjör. Einkaframtak af þessu tagi var mikið notað hjá Hafnarfjarðarbæ um aldamótin síðustu. Fjöldi bygginga var byggður í einkarekstri. Nýsir átti einnig nokkrar byggingar sem Hafnarfjarðarbær keypti fyrir nokkrum misserum til baka.Haraldur Líndal Haraldsson verðandi bæjarstjóri. Hafnarfjörður. „Þessi sala á eignum FM-húsa kom okkur hjá Hafnarfjarðarbæ á óvart og vissum við ekki um söluna á þessum eignum fyrr en búið var að selja fyrirtækið,“ segir Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. „Í framhaldinu munum við skoða öll málsskjöl og fara ítarlega ofan í málið. Að öðrum kosti get ég ekki tjáð mig um þessa sölu núna.“ Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, segir samningana sem Hafnarfjarðarbær eigi við FM-hús vera mjög hagstæða fyrir bæjarfélagið. Nú muni fara í hönd endurskipulagning á fyrirtækinu og eignir hreinsaðar úr því þannig að aðeins standi eftir skólahúsin fjögur, þrjú í Hafnarfirði og eitt í Garðabæ. „Reginn hefur sérhæft sig í samstarfi við opinbera aðila um rekstur fasteigna. Það hefur gengið mjög vel til að mynda með Egilshöll í Reykjavík þar sem við erum í góðu sambandi við borgina,“ segir Helgi. Helgi segir það ekki útilokað að selja Hafnarfjarðarbæ þessar eignir í fyllingu tímans. „Það kemur allt til greina í þessum efnum,“ segir Helgi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Kaup Regins og VÍS á fasteignafélaginu FM-húsum ehf. kom Hafnarfjarðarbæ í opna skjöldu. Með kaupunum eignast Reginn þrjár skólabyggingar í Hafnarfirði, auk skrifstofuhúsnæðis og Sjálandsskóla í Garðabæ. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar ætlar að skoða málið. FM-hús ehf. er fasteignafélag sem á eignir upp á tæpa fjóra milljarða króna. Stærstu eignir fyrirtækisins eru Áslandsskóli í Hafnarfirði, leikskólarnir Hörðuvellir og Tjarnarás í Hafnarfirði, auk Sjálandsskóla í Garðabæ. Samningar Hafnarfjarðarbæjar við FM-hús um leigu á fasteignunum vegna skólastarfs renna út 2027 og þarf þá að semja að nýju um leigukjör. Einkaframtak af þessu tagi var mikið notað hjá Hafnarfjarðarbæ um aldamótin síðustu. Fjöldi bygginga var byggður í einkarekstri. Nýsir átti einnig nokkrar byggingar sem Hafnarfjarðarbær keypti fyrir nokkrum misserum til baka.Haraldur Líndal Haraldsson verðandi bæjarstjóri. Hafnarfjörður. „Þessi sala á eignum FM-húsa kom okkur hjá Hafnarfjarðarbæ á óvart og vissum við ekki um söluna á þessum eignum fyrr en búið var að selja fyrirtækið,“ segir Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. „Í framhaldinu munum við skoða öll málsskjöl og fara ítarlega ofan í málið. Að öðrum kosti get ég ekki tjáð mig um þessa sölu núna.“ Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, segir samningana sem Hafnarfjarðarbær eigi við FM-hús vera mjög hagstæða fyrir bæjarfélagið. Nú muni fara í hönd endurskipulagning á fyrirtækinu og eignir hreinsaðar úr því þannig að aðeins standi eftir skólahúsin fjögur, þrjú í Hafnarfirði og eitt í Garðabæ. „Reginn hefur sérhæft sig í samstarfi við opinbera aðila um rekstur fasteigna. Það hefur gengið mjög vel til að mynda með Egilshöll í Reykjavík þar sem við erum í góðu sambandi við borgina,“ segir Helgi. Helgi segir það ekki útilokað að selja Hafnarfjarðarbæ þessar eignir í fyllingu tímans. „Það kemur allt til greina í þessum efnum,“ segir Helgi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira