Hlýja og notalegheit í einni hönnun 31. október 2016 14:00 Konurnar á bak við Koffort eru Ingibjörg Þóra Gestsdóttir (t.v.) ogKristín Unnur Þórarinsdóttir. Hér klæðast þær kápupeysunum Cargo og Marina frá Koffort. MYND/EYÞÓR Vinkonurnar Inga og Stína eru hugmyndasmiðir, hönnuðir og saumakonurnar á bak við hönnunarfyrirtækið Koffort. Ingibjörg Þóra Gestsdóttir er menntaður fatahönnuður frá Köbenhavns Mode og Designskole og Kristín Unnur Þórarinsdóttir er flugfreyja hjá Icelandair. Aðalhönnun þeirra er lopapeysa sem þær kalla teppapeysu en hún er dálítið frábrugðin venjulegri íslenskri lopapeysu. Hugmyndin kviknaði að sögn Stínu í háloftunum og hún lýsir hönnuninni betur. „Hér sameinast í eina hönnun teppi, peysa og koddi, þannig að þetta er flík sem hefur mikið notagildi. Hugmyndin er að stóla á eigin hlýju og notalegheit; að geta hvílst vel á löngum ferðalögum auk þess að vera smart.“ Þannig er t.d. hentugt að mæta í peysunni í flug. „Þegar þú vilt leggja þig og hafa það náðugt þarf ekki að biðja um teppi,“ segir Inga. „Lykkjur eru losaðar af tölum sem eru á peysunni innanverðri. Við það losnar stórt og hlýtt lopateppi eða poki sem þú geymir á bakinu og þangað ofan í er köldum fótunum stungið.“Teppapeysan er frábær fyrir kvöldkaffið á pallinum, sófann heima og tjaldferðalögin.MYND/RAGNHEIÐUR ARNGRÍMSDÓTTIRFrábær í ferðalagið Hettan á peysunni er tvöföld og hefur tvenns konar tilgang að þeirra sögn. „Annars vegar getur þú rúllað allri teppapeysunni inn í hettuna og breytt henni í kodda sem auðvelt er að ferðast með. Hins vegar veitir hettan skjól, hljóðeinangrun og myrkur þegar þú vilt fá að hrjóta í friði eða fá næði.“ Auðvelt er að hengja teppið upp og breyta aftur í peysu í lok flugs. „Teppapeysan er frábær í ferðalögin og einnig mjög flott lopapeysa til daglegra nota fyrir bæði kynin. Þetta er snilldarhönnun fyrir kvöldkaffið á pallinum, fyrir sófann heima og ekki síst fyrir tjaldferðalögin enda geta íslensku sumarkvöldin orðið svöl.“ Tölurnar á teppapeysunni eru úr kindahorni, handgerðar úr smiðju Rítu Freyju í Borgarnesi. Peysurnar eru framleiddar í þremur stærðum og þremur fallegum litum. „Við erum alltaf að fá nýjar hugmyndir og erum duglegar að koma þeim í framleiðslu. Við erum t.d. að gera fallegar kápupeysur og barnapeysur ásamt alls kyns fylgihlutum. Núna fyrir jólin koma fyrstu herrapeysurnar á markað og erum við mjög spenntar fyrir þeim.“Skemmtileg hönnun býður upp á marga möguleika.MYND/RAGNHEIÐUR ARNGRÍMSDÓTTIRAlíslensk hönnun Þær segja fyrirtæki sitt vera umhverfisvænt og framleiðslan sé „slow fashion“ þar sem hver flík er handunnin þó að efnið sé vélprjónað. Því fari mikil natni og tími í hverja flík. „Ullin sem við notum kemur frá íslenskum bændum og prjónið er í höndum Glófa. Saumaskapurinn hefur nánast alfarið verið í okkar höndum. Við getum því sagt með stolti að um alíslenska hönnun sé að ræða.“ Þessa dagana er verið að uppfæra heimasíðuna koffort.is en á meðan má skoða vöruúrvalið á Facebook undir Koffort – Icelandic Wool Design. „Peysurnar okkar eru líka seldar í yndislegri íslenskri hönnunarverslun á Laugaveginum sem heitir Jökla. Þar selja sautján íslenskir hönnuðir vörur sínar milliliðalaust til neytenda og standa sjálfir vaktina í versluninni. Einnig tökum við þátt í jólamarkaði í Kaupmannahöfn í fyrsta sinn nú í desember og hlökkum mikið til." Þær hafa einnig tekið þátt í Handverkshátíðinni á Hrafnagili undanfarin ár sem er alltaf ævintýralega skemmtilegt að þeirra sögn. „Við vorum svo lánsamar að fá þar verðlaun árið 2012 en þá var teppapeysan okkar valin hönnun ársins, sem er mikill heiður. Við höfum einnig tekið þátt nokkrum sinnum í Handverki og hönnun í Ráðhúsinu en við náðum ekki að vera með þetta árið. Ætlum að láta Kaupmannahöfn duga." Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Sjá meira
Vinkonurnar Inga og Stína eru hugmyndasmiðir, hönnuðir og saumakonurnar á bak við hönnunarfyrirtækið Koffort. Ingibjörg Þóra Gestsdóttir er menntaður fatahönnuður frá Köbenhavns Mode og Designskole og Kristín Unnur Þórarinsdóttir er flugfreyja hjá Icelandair. Aðalhönnun þeirra er lopapeysa sem þær kalla teppapeysu en hún er dálítið frábrugðin venjulegri íslenskri lopapeysu. Hugmyndin kviknaði að sögn Stínu í háloftunum og hún lýsir hönnuninni betur. „Hér sameinast í eina hönnun teppi, peysa og koddi, þannig að þetta er flík sem hefur mikið notagildi. Hugmyndin er að stóla á eigin hlýju og notalegheit; að geta hvílst vel á löngum ferðalögum auk þess að vera smart.“ Þannig er t.d. hentugt að mæta í peysunni í flug. „Þegar þú vilt leggja þig og hafa það náðugt þarf ekki að biðja um teppi,“ segir Inga. „Lykkjur eru losaðar af tölum sem eru á peysunni innanverðri. Við það losnar stórt og hlýtt lopateppi eða poki sem þú geymir á bakinu og þangað ofan í er köldum fótunum stungið.“Teppapeysan er frábær fyrir kvöldkaffið á pallinum, sófann heima og tjaldferðalögin.MYND/RAGNHEIÐUR ARNGRÍMSDÓTTIRFrábær í ferðalagið Hettan á peysunni er tvöföld og hefur tvenns konar tilgang að þeirra sögn. „Annars vegar getur þú rúllað allri teppapeysunni inn í hettuna og breytt henni í kodda sem auðvelt er að ferðast með. Hins vegar veitir hettan skjól, hljóðeinangrun og myrkur þegar þú vilt fá að hrjóta í friði eða fá næði.“ Auðvelt er að hengja teppið upp og breyta aftur í peysu í lok flugs. „Teppapeysan er frábær í ferðalögin og einnig mjög flott lopapeysa til daglegra nota fyrir bæði kynin. Þetta er snilldarhönnun fyrir kvöldkaffið á pallinum, fyrir sófann heima og ekki síst fyrir tjaldferðalögin enda geta íslensku sumarkvöldin orðið svöl.“ Tölurnar á teppapeysunni eru úr kindahorni, handgerðar úr smiðju Rítu Freyju í Borgarnesi. Peysurnar eru framleiddar í þremur stærðum og þremur fallegum litum. „Við erum alltaf að fá nýjar hugmyndir og erum duglegar að koma þeim í framleiðslu. Við erum t.d. að gera fallegar kápupeysur og barnapeysur ásamt alls kyns fylgihlutum. Núna fyrir jólin koma fyrstu herrapeysurnar á markað og erum við mjög spenntar fyrir þeim.“Skemmtileg hönnun býður upp á marga möguleika.MYND/RAGNHEIÐUR ARNGRÍMSDÓTTIRAlíslensk hönnun Þær segja fyrirtæki sitt vera umhverfisvænt og framleiðslan sé „slow fashion“ þar sem hver flík er handunnin þó að efnið sé vélprjónað. Því fari mikil natni og tími í hverja flík. „Ullin sem við notum kemur frá íslenskum bændum og prjónið er í höndum Glófa. Saumaskapurinn hefur nánast alfarið verið í okkar höndum. Við getum því sagt með stolti að um alíslenska hönnun sé að ræða.“ Þessa dagana er verið að uppfæra heimasíðuna koffort.is en á meðan má skoða vöruúrvalið á Facebook undir Koffort – Icelandic Wool Design. „Peysurnar okkar eru líka seldar í yndislegri íslenskri hönnunarverslun á Laugaveginum sem heitir Jökla. Þar selja sautján íslenskir hönnuðir vörur sínar milliliðalaust til neytenda og standa sjálfir vaktina í versluninni. Einnig tökum við þátt í jólamarkaði í Kaupmannahöfn í fyrsta sinn nú í desember og hlökkum mikið til." Þær hafa einnig tekið þátt í Handverkshátíðinni á Hrafnagili undanfarin ár sem er alltaf ævintýralega skemmtilegt að þeirra sögn. „Við vorum svo lánsamar að fá þar verðlaun árið 2012 en þá var teppapeysan okkar valin hönnun ársins, sem er mikill heiður. Við höfum einnig tekið þátt nokkrum sinnum í Handverki og hönnun í Ráðhúsinu en við náðum ekki að vera með þetta árið. Ætlum að láta Kaupmannahöfn duga."
Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Sjá meira