Hlýja og notalegheit í einni hönnun 31. október 2016 14:00 Konurnar á bak við Koffort eru Ingibjörg Þóra Gestsdóttir (t.v.) ogKristín Unnur Þórarinsdóttir. Hér klæðast þær kápupeysunum Cargo og Marina frá Koffort. MYND/EYÞÓR Vinkonurnar Inga og Stína eru hugmyndasmiðir, hönnuðir og saumakonurnar á bak við hönnunarfyrirtækið Koffort. Ingibjörg Þóra Gestsdóttir er menntaður fatahönnuður frá Köbenhavns Mode og Designskole og Kristín Unnur Þórarinsdóttir er flugfreyja hjá Icelandair. Aðalhönnun þeirra er lopapeysa sem þær kalla teppapeysu en hún er dálítið frábrugðin venjulegri íslenskri lopapeysu. Hugmyndin kviknaði að sögn Stínu í háloftunum og hún lýsir hönnuninni betur. „Hér sameinast í eina hönnun teppi, peysa og koddi, þannig að þetta er flík sem hefur mikið notagildi. Hugmyndin er að stóla á eigin hlýju og notalegheit; að geta hvílst vel á löngum ferðalögum auk þess að vera smart.“ Þannig er t.d. hentugt að mæta í peysunni í flug. „Þegar þú vilt leggja þig og hafa það náðugt þarf ekki að biðja um teppi,“ segir Inga. „Lykkjur eru losaðar af tölum sem eru á peysunni innanverðri. Við það losnar stórt og hlýtt lopateppi eða poki sem þú geymir á bakinu og þangað ofan í er köldum fótunum stungið.“Teppapeysan er frábær fyrir kvöldkaffið á pallinum, sófann heima og tjaldferðalögin.MYND/RAGNHEIÐUR ARNGRÍMSDÓTTIRFrábær í ferðalagið Hettan á peysunni er tvöföld og hefur tvenns konar tilgang að þeirra sögn. „Annars vegar getur þú rúllað allri teppapeysunni inn í hettuna og breytt henni í kodda sem auðvelt er að ferðast með. Hins vegar veitir hettan skjól, hljóðeinangrun og myrkur þegar þú vilt fá að hrjóta í friði eða fá næði.“ Auðvelt er að hengja teppið upp og breyta aftur í peysu í lok flugs. „Teppapeysan er frábær í ferðalögin og einnig mjög flott lopapeysa til daglegra nota fyrir bæði kynin. Þetta er snilldarhönnun fyrir kvöldkaffið á pallinum, fyrir sófann heima og ekki síst fyrir tjaldferðalögin enda geta íslensku sumarkvöldin orðið svöl.“ Tölurnar á teppapeysunni eru úr kindahorni, handgerðar úr smiðju Rítu Freyju í Borgarnesi. Peysurnar eru framleiddar í þremur stærðum og þremur fallegum litum. „Við erum alltaf að fá nýjar hugmyndir og erum duglegar að koma þeim í framleiðslu. Við erum t.d. að gera fallegar kápupeysur og barnapeysur ásamt alls kyns fylgihlutum. Núna fyrir jólin koma fyrstu herrapeysurnar á markað og erum við mjög spenntar fyrir þeim.“Skemmtileg hönnun býður upp á marga möguleika.MYND/RAGNHEIÐUR ARNGRÍMSDÓTTIRAlíslensk hönnun Þær segja fyrirtæki sitt vera umhverfisvænt og framleiðslan sé „slow fashion“ þar sem hver flík er handunnin þó að efnið sé vélprjónað. Því fari mikil natni og tími í hverja flík. „Ullin sem við notum kemur frá íslenskum bændum og prjónið er í höndum Glófa. Saumaskapurinn hefur nánast alfarið verið í okkar höndum. Við getum því sagt með stolti að um alíslenska hönnun sé að ræða.“ Þessa dagana er verið að uppfæra heimasíðuna koffort.is en á meðan má skoða vöruúrvalið á Facebook undir Koffort – Icelandic Wool Design. „Peysurnar okkar eru líka seldar í yndislegri íslenskri hönnunarverslun á Laugaveginum sem heitir Jökla. Þar selja sautján íslenskir hönnuðir vörur sínar milliliðalaust til neytenda og standa sjálfir vaktina í versluninni. Einnig tökum við þátt í jólamarkaði í Kaupmannahöfn í fyrsta sinn nú í desember og hlökkum mikið til." Þær hafa einnig tekið þátt í Handverkshátíðinni á Hrafnagili undanfarin ár sem er alltaf ævintýralega skemmtilegt að þeirra sögn. „Við vorum svo lánsamar að fá þar verðlaun árið 2012 en þá var teppapeysan okkar valin hönnun ársins, sem er mikill heiður. Við höfum einnig tekið þátt nokkrum sinnum í Handverki og hönnun í Ráðhúsinu en við náðum ekki að vera með þetta árið. Ætlum að láta Kaupmannahöfn duga." Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Vinkonurnar Inga og Stína eru hugmyndasmiðir, hönnuðir og saumakonurnar á bak við hönnunarfyrirtækið Koffort. Ingibjörg Þóra Gestsdóttir er menntaður fatahönnuður frá Köbenhavns Mode og Designskole og Kristín Unnur Þórarinsdóttir er flugfreyja hjá Icelandair. Aðalhönnun þeirra er lopapeysa sem þær kalla teppapeysu en hún er dálítið frábrugðin venjulegri íslenskri lopapeysu. Hugmyndin kviknaði að sögn Stínu í háloftunum og hún lýsir hönnuninni betur. „Hér sameinast í eina hönnun teppi, peysa og koddi, þannig að þetta er flík sem hefur mikið notagildi. Hugmyndin er að stóla á eigin hlýju og notalegheit; að geta hvílst vel á löngum ferðalögum auk þess að vera smart.“ Þannig er t.d. hentugt að mæta í peysunni í flug. „Þegar þú vilt leggja þig og hafa það náðugt þarf ekki að biðja um teppi,“ segir Inga. „Lykkjur eru losaðar af tölum sem eru á peysunni innanverðri. Við það losnar stórt og hlýtt lopateppi eða poki sem þú geymir á bakinu og þangað ofan í er köldum fótunum stungið.“Teppapeysan er frábær fyrir kvöldkaffið á pallinum, sófann heima og tjaldferðalögin.MYND/RAGNHEIÐUR ARNGRÍMSDÓTTIRFrábær í ferðalagið Hettan á peysunni er tvöföld og hefur tvenns konar tilgang að þeirra sögn. „Annars vegar getur þú rúllað allri teppapeysunni inn í hettuna og breytt henni í kodda sem auðvelt er að ferðast með. Hins vegar veitir hettan skjól, hljóðeinangrun og myrkur þegar þú vilt fá að hrjóta í friði eða fá næði.“ Auðvelt er að hengja teppið upp og breyta aftur í peysu í lok flugs. „Teppapeysan er frábær í ferðalögin og einnig mjög flott lopapeysa til daglegra nota fyrir bæði kynin. Þetta er snilldarhönnun fyrir kvöldkaffið á pallinum, fyrir sófann heima og ekki síst fyrir tjaldferðalögin enda geta íslensku sumarkvöldin orðið svöl.“ Tölurnar á teppapeysunni eru úr kindahorni, handgerðar úr smiðju Rítu Freyju í Borgarnesi. Peysurnar eru framleiddar í þremur stærðum og þremur fallegum litum. „Við erum alltaf að fá nýjar hugmyndir og erum duglegar að koma þeim í framleiðslu. Við erum t.d. að gera fallegar kápupeysur og barnapeysur ásamt alls kyns fylgihlutum. Núna fyrir jólin koma fyrstu herrapeysurnar á markað og erum við mjög spenntar fyrir þeim.“Skemmtileg hönnun býður upp á marga möguleika.MYND/RAGNHEIÐUR ARNGRÍMSDÓTTIRAlíslensk hönnun Þær segja fyrirtæki sitt vera umhverfisvænt og framleiðslan sé „slow fashion“ þar sem hver flík er handunnin þó að efnið sé vélprjónað. Því fari mikil natni og tími í hverja flík. „Ullin sem við notum kemur frá íslenskum bændum og prjónið er í höndum Glófa. Saumaskapurinn hefur nánast alfarið verið í okkar höndum. Við getum því sagt með stolti að um alíslenska hönnun sé að ræða.“ Þessa dagana er verið að uppfæra heimasíðuna koffort.is en á meðan má skoða vöruúrvalið á Facebook undir Koffort – Icelandic Wool Design. „Peysurnar okkar eru líka seldar í yndislegri íslenskri hönnunarverslun á Laugaveginum sem heitir Jökla. Þar selja sautján íslenskir hönnuðir vörur sínar milliliðalaust til neytenda og standa sjálfir vaktina í versluninni. Einnig tökum við þátt í jólamarkaði í Kaupmannahöfn í fyrsta sinn nú í desember og hlökkum mikið til." Þær hafa einnig tekið þátt í Handverkshátíðinni á Hrafnagili undanfarin ár sem er alltaf ævintýralega skemmtilegt að þeirra sögn. „Við vorum svo lánsamar að fá þar verðlaun árið 2012 en þá var teppapeysan okkar valin hönnun ársins, sem er mikill heiður. Við höfum einnig tekið þátt nokkrum sinnum í Handverki og hönnun í Ráðhúsinu en við náðum ekki að vera með þetta árið. Ætlum að láta Kaupmannahöfn duga."
Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira