Erlent

Fangelsi vegna eftirlíkinga

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Sektin vegna eftirlíkinga á húsgögnum frægra hönnuða nam mörgum hundruðum milljóna króna.
Sektin vegna eftirlíkinga á húsgögnum frægra hönnuða nam mörgum hundruðum milljóna króna.
Lennart Nyberg, stofnandi fyrirtækisins Designers Revolt, hefur verið dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi fyrir brot gegn höfundarréttarlögum og vörumerkjasvindl. Fyrirtæki hans seldi á netinu eftirlíkingar af húsgögnum eftir þekkta hönnuði eins og til dæmis Egg Arne Jacobsens og PH-lampa Poul Henningsens.

Nyberg var ásamt þremur öðrum dæmdur til að greiða nær 27 milljónir sænskra króna, eða um 350 milljónir íslenskra króna, í sekt til átta hönnunarfyrirtækja. Auk þess á fyrirtækið að greiða sænska ríkinu um 195 milljónir íslenskra króna og Nyberg sjálfur um 91 milljón króna.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×