Ekkert örreytiskot Edda Arinbjarnar, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Heiða Brynja Heiðarsdóttir, Katrín Guðný Alfreðsdóttir og Kristín I. Pálsdóttir og Þórlaug Sveinsdóttir skrifa 4. ágúst 2016 06:00 Flest okkar eiga erfitt með að gera sér í hugarlund hvernig það er að eiga hvergi heima, helst líkist það því að vera flóttamaður í eigin landi. Við getum samt rétt ímyndað okkur hvað það eru þung spor að þiggja þjónustu Konukots í fyrsta sinn. Konukot er skaðaminnkandi úrræði fyrir heimilislausar konur sem rekið er af Rauða krossinum í Reykjavík í samstarfi við Reykjavíkurborg. Ráðskonur Rótarinnar þáðu nýlega boð í kotið og Svala Jóhannesdóttir verkefnisstýra kynnti starfsemina fyrir okkur. Hún og hennar starfsfólk og sjálfboðaliðar leggja mikla áherslu á að koma fram við konurnar af virðingu, kærleika og samkennd. Á mildan hátt er forðast að setja sig á háan hest gagnvart konum sem eiga við fíknivanda að stríða eða falla ekki að siðaboðum og reglum samfélagsins á annan hátt. Konurnar í Konukoti eiga margar erfiða lífssögu að baki og kusu ekki þetta líf. Margar eiga sára reynslu af ofbeldi í æsku og sumar hafa búið við ofbeldi meira og minna alla ævi. Þó að Konukot sé ekki meðferðarstofnun gilda að mörgu leyti sömu lögmál um starfsemina þar og í fíknimeðferð, því stærsti hluti kvennanna sem sækja þangað glímir við áfengis- og fíknivanda. Á Charles. K. Post meðferðarstöðinni í New York-fylki, og fleiri meðferðarstöðvum, er stuðst við þá reglu að konur meðhöndli konur. Þessu er ekki þannig farið á Íslandi og sjálfsagt er um að kenna skorti á þekkingu á sértækum vanda kvenna. Enn eimir mjög eftir af forræðis- og refsianda í heilbrigðis- og velferðarkerfi sem er lítt til þess fallinn að hjálpa þeim sem jaðarsettastir eru í samfélaginu. Þar eru konur á ysta hjaranum með sínar ofbeldis- og áfallasögur og eru þær enn viðkvæmari fyrir slíkri nálgun en karlar. Við vitum að það er mikið af hugsjónafólki að vinna við meðferð og aðra þjónustu en samt hafa yfirvöld brugðist þessum konum að því leyti að ekki hefur verið mörkuð skýr stefna um áfallameðvitaða og kynjamiðaða meðferð og þjónustu þar sem nýjasta og besta þekking er nýtt. Konur með alvarlegan fíkni- og geðrænan vanda verða fyrir flókinni, margþættri og kerfisbundinni kúgun og því þarf heilbrigðis- og velferðarkerfið að nálgast þær á þeim forsendum. Reglan um að konur meðhöndli konur ætti þar af leiðandi að vera ófrávíkjanleg í allri meðferð og persónulegri þjónustu við konur í þessum hópi. Þetta á við í meðferð við fíknivanda og í athvörfum og gistiskýlum fyrir konur.Fyrirmyndarúrræði Konukot er griðastaður fyrir konurnar sem þangað sækja. Þær eiga rétt á vernd og öryggi meðan þær dvelja þar, þó að það sé aðeins opið í 17 klst. á sólarhring. Eftir að hafa sætt miklu ofbeldi af hendi karlmanna, einkum ef það hefur verið af hendi einhvers sem stendur þeim nærri, eins og föður, afa, bróður, frænda eða kærasta og maka, getur hvaða karlmaður sem er valdið þeim mikilli vanlíðan, ekki síst ef þær eru á einhvern hátt háðar ákvörðunum hans í þeirri stöðu sem hann gegnir. Þetta hefur ekkert með persónuna að gera eða hve fagmannlega hún sinnir sínu starfi. Heimsókn okkar í Konukot var fróðleg og skemmtileg og ljóst að aðstandendur þess hafa byggt upp fyrirmyndarúrræði þar sem reynt er eftir bestu getu að beita áfallameðvitaðri og kynjamiðaðri nálgun þar sem reglan er að konur þjónusti og styðji konur. Við þökkuðum fyrir okkur með því að færa Konukotskonum tvö eintök af bók Stephanie Covington, A Womans Way through the Twelve Steps, ásamt vinnubókum. Takk fyrir okkur og til hamingju með faglegt og nærgætið starf. Konukot lætur kannski lítið yfir sér í veraldlegu tilliti en þar er ekki í kot vísað hvað inntak og atlæti varðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Flest okkar eiga erfitt með að gera sér í hugarlund hvernig það er að eiga hvergi heima, helst líkist það því að vera flóttamaður í eigin landi. Við getum samt rétt ímyndað okkur hvað það eru þung spor að þiggja þjónustu Konukots í fyrsta sinn. Konukot er skaðaminnkandi úrræði fyrir heimilislausar konur sem rekið er af Rauða krossinum í Reykjavík í samstarfi við Reykjavíkurborg. Ráðskonur Rótarinnar þáðu nýlega boð í kotið og Svala Jóhannesdóttir verkefnisstýra kynnti starfsemina fyrir okkur. Hún og hennar starfsfólk og sjálfboðaliðar leggja mikla áherslu á að koma fram við konurnar af virðingu, kærleika og samkennd. Á mildan hátt er forðast að setja sig á háan hest gagnvart konum sem eiga við fíknivanda að stríða eða falla ekki að siðaboðum og reglum samfélagsins á annan hátt. Konurnar í Konukoti eiga margar erfiða lífssögu að baki og kusu ekki þetta líf. Margar eiga sára reynslu af ofbeldi í æsku og sumar hafa búið við ofbeldi meira og minna alla ævi. Þó að Konukot sé ekki meðferðarstofnun gilda að mörgu leyti sömu lögmál um starfsemina þar og í fíknimeðferð, því stærsti hluti kvennanna sem sækja þangað glímir við áfengis- og fíknivanda. Á Charles. K. Post meðferðarstöðinni í New York-fylki, og fleiri meðferðarstöðvum, er stuðst við þá reglu að konur meðhöndli konur. Þessu er ekki þannig farið á Íslandi og sjálfsagt er um að kenna skorti á þekkingu á sértækum vanda kvenna. Enn eimir mjög eftir af forræðis- og refsianda í heilbrigðis- og velferðarkerfi sem er lítt til þess fallinn að hjálpa þeim sem jaðarsettastir eru í samfélaginu. Þar eru konur á ysta hjaranum með sínar ofbeldis- og áfallasögur og eru þær enn viðkvæmari fyrir slíkri nálgun en karlar. Við vitum að það er mikið af hugsjónafólki að vinna við meðferð og aðra þjónustu en samt hafa yfirvöld brugðist þessum konum að því leyti að ekki hefur verið mörkuð skýr stefna um áfallameðvitaða og kynjamiðaða meðferð og þjónustu þar sem nýjasta og besta þekking er nýtt. Konur með alvarlegan fíkni- og geðrænan vanda verða fyrir flókinni, margþættri og kerfisbundinni kúgun og því þarf heilbrigðis- og velferðarkerfið að nálgast þær á þeim forsendum. Reglan um að konur meðhöndli konur ætti þar af leiðandi að vera ófrávíkjanleg í allri meðferð og persónulegri þjónustu við konur í þessum hópi. Þetta á við í meðferð við fíknivanda og í athvörfum og gistiskýlum fyrir konur.Fyrirmyndarúrræði Konukot er griðastaður fyrir konurnar sem þangað sækja. Þær eiga rétt á vernd og öryggi meðan þær dvelja þar, þó að það sé aðeins opið í 17 klst. á sólarhring. Eftir að hafa sætt miklu ofbeldi af hendi karlmanna, einkum ef það hefur verið af hendi einhvers sem stendur þeim nærri, eins og föður, afa, bróður, frænda eða kærasta og maka, getur hvaða karlmaður sem er valdið þeim mikilli vanlíðan, ekki síst ef þær eru á einhvern hátt háðar ákvörðunum hans í þeirri stöðu sem hann gegnir. Þetta hefur ekkert með persónuna að gera eða hve fagmannlega hún sinnir sínu starfi. Heimsókn okkar í Konukot var fróðleg og skemmtileg og ljóst að aðstandendur þess hafa byggt upp fyrirmyndarúrræði þar sem reynt er eftir bestu getu að beita áfallameðvitaðri og kynjamiðaðri nálgun þar sem reglan er að konur þjónusti og styðji konur. Við þökkuðum fyrir okkur með því að færa Konukotskonum tvö eintök af bók Stephanie Covington, A Womans Way through the Twelve Steps, ásamt vinnubókum. Takk fyrir okkur og til hamingju með faglegt og nærgætið starf. Konukot lætur kannski lítið yfir sér í veraldlegu tilliti en þar er ekki í kot vísað hvað inntak og atlæti varðar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar