Kvikmyndin National Lampoon's Christmas Vacation er ein vinsælasta jólamynd allra tíma og í uppáhaldi hjá mörgum.
Chevy Chase leikur aðalhlutverkið í myndinni en hún kom út árið 1989. Hjá mörgum er það sérstök jólahefð að horfa á þessa kvikmynd sem fjallar um hversu erfitt það getur verið að halda jólin.
Á vefsíðunni Womem.com má finna netpróf þar sem einfaldlega er spurt; Hversu vel þekkir þú National Lampoon's Christmas Vacation?
Hér má taka prófið en Lífið skorar á lesendur að skrifa hvernig gekk í prófinu í athugasemdarkerfinu hér að neðan.