Sharapova: Ég axla fulla ábyrgð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. mars 2016 22:44 Sharapova á fundinum í kvöld. vísir/getty Sá fáheyrði atburður gerðist í kvöld að íþróttamaður axlaði ábyrgð eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Tenniskonan Maria Sharapova hélt blaðamannafund í kvöld þar sem hún staðfesti að hún hefði fallið á lyfjaprófi á opna ástralska mótinu í janúar. Efnið meldonium fannst í Sharapovu en hún hefur notað það í tíu ár af heilsufarsástæðum. Það virðist þó hafa farið fram hjá henni að efnið var sett á bannlista um áramótin.Sjá einnig: Sharapova féll á lyfjaprófi „Ég féll á lyfjaprófi og axla fulla ábyrgð á því,“ sagði Sharapova á blaðamannafundi sínum í kvöld. „Síðustu tíu ár hef ég fengið lyfið mildronate frá fjölskyldulækninum. Er mér var tilkynnt að ég hefði fallið á lyfjaprófi þá komst ég að því að þetta lyf er einnig kallað meldonium. Ég vissi það ekki.“ Sharapova er ein stærsta íþróttastjarna heims og hefur verið ein af tekjuhæstu kveníþróttamönnunum eftir að hún vann Wimbledon-mótið aðeins 17 ára gömul. „Það er mikilvægt að allir skilji að þetta lyf hefur ekki verið á bannlista og ég hef verið að taka það löglega. Ég vissi ekki af því að það hefði verið sett á bannlista. Ég fékk tölvupóst um breytingar í lyfjalögunum þann 22. desember en ég opnaði ekki hlekkinn sem fylgdi. Það voru stór mistök hjá mér. Ég hef brugðist aðdáendum mínum og íþróttinni sem ég elska svo mikið. „Ég veit að mörg ykkar héldu að ég væri að tilkynna að ég væri hætt en það myndi ég aldrei gera í miðbæ Los Angeles á hóteli með svona ljótu teppi.“ Tennis Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Fleiri fréttir Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Nánast ómögulegt að sigra“ Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Ricky Hatton fyrirfór sér Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Mjög skrýtinn misskilningur HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum „Ég elska að vera í Njarðvík“ Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Sjá meira
Sá fáheyrði atburður gerðist í kvöld að íþróttamaður axlaði ábyrgð eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Tenniskonan Maria Sharapova hélt blaðamannafund í kvöld þar sem hún staðfesti að hún hefði fallið á lyfjaprófi á opna ástralska mótinu í janúar. Efnið meldonium fannst í Sharapovu en hún hefur notað það í tíu ár af heilsufarsástæðum. Það virðist þó hafa farið fram hjá henni að efnið var sett á bannlista um áramótin.Sjá einnig: Sharapova féll á lyfjaprófi „Ég féll á lyfjaprófi og axla fulla ábyrgð á því,“ sagði Sharapova á blaðamannafundi sínum í kvöld. „Síðustu tíu ár hef ég fengið lyfið mildronate frá fjölskyldulækninum. Er mér var tilkynnt að ég hefði fallið á lyfjaprófi þá komst ég að því að þetta lyf er einnig kallað meldonium. Ég vissi það ekki.“ Sharapova er ein stærsta íþróttastjarna heims og hefur verið ein af tekjuhæstu kveníþróttamönnunum eftir að hún vann Wimbledon-mótið aðeins 17 ára gömul. „Það er mikilvægt að allir skilji að þetta lyf hefur ekki verið á bannlista og ég hef verið að taka það löglega. Ég vissi ekki af því að það hefði verið sett á bannlista. Ég fékk tölvupóst um breytingar í lyfjalögunum þann 22. desember en ég opnaði ekki hlekkinn sem fylgdi. Það voru stór mistök hjá mér. Ég hef brugðist aðdáendum mínum og íþróttinni sem ég elska svo mikið. „Ég veit að mörg ykkar héldu að ég væri að tilkynna að ég væri hætt en það myndi ég aldrei gera í miðbæ Los Angeles á hóteli með svona ljótu teppi.“
Tennis Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Fleiri fréttir Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Nánast ómögulegt að sigra“ Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Ricky Hatton fyrirfór sér Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Mjög skrýtinn misskilningur HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum „Ég elska að vera í Njarðvík“ Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Sjá meira