Þingmenn gagnrýna bónusgreiðslur: „Ég neita að búa í slíku samfélagi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. ágúst 2016 18:58 Bónusgreiðslurnar eru umdeildar. Þingmenn gagnrýndu áfram fyrirætlanir um bónusgreiðslur til starfsmanna Kaupþings, gamla Landsbankans og Glitnis á þingi í dag. Hvöttu þeir stjórnvöld til þess að skoða alvarlega tillögur um að skattleggja þessar greiðslur sérstaklega. „Ofurgreiðslur í kaupaukum eru ögrun við almennt velsæmi. Þær ýta undir úlfúð og vinnudeilur, grafa undan jafnvægi og sátt í samfélaginu og þeim hefur verið mótmælt af aðilum vinnumarkaðarins, almenningi, þingmönnum og fleirum,“ sagði Ólíuna Kjerúlf Þorvarðardóttir á þingi í dag. Hafa áform stjórna gömlu bankanna um greiðslur bónusa vakið neikvæð viðbrögð víða og lagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins meðal annars til að lagður yrði allt að 90-98 prósent skattur á slíkar greiðslur.Sjá einnig: Indriði segir hægt að setja sérstakan skatt á ofurbónusanaBjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hefur líkt bónusgreiðslunum við sjálftöku en hefur ekki boðað neinar aðgerðir af hálfu ríkisvaldsins vegna bónusgreiðslnanna. Hvatti Ólína stjórnvöld til þess að grípa í taumana. „Það er hlutverk löggjafans að setja lagaramma um almenn ásættanleg skilyrði til að tryggja frið og sátt í samfélaginu.“ Undir orð Ólínu tók Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Sagði hún að bónusgreiðslurnar væru til skammar og samræmdust ekki gildum siðaðs samfélags. Spurði hún hvort að samfélagið ætlaði sér ekki að læra nett af fleygum orðum Styrmis Gunnarssonar í rannsóknarskýrslu Alþingis. „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“ „Ég neita að búa í slíku samfélagi,“ bætti Elín við. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna hefur óskað eftir því að boðað verði til fundar í efnahags- og viðskiptanefnd. Vill hún að kallaðir verði fyrir fundinn fulltrúar ríkisskattstjóra og fjármálaráðuneytisins og farið verði yfir möguleika á því hvernig skattleggja megi kaupa og aðrar ofurlaunagreiðslur. Tengdar fréttir Glitnir greiðir starfsmönnum sínum einnig bónusa Eignarhaldsfélag allra föllnu bankanna greiða starfsmönnum sínum bónusa en á hluthafafundi Glitnis í mars á þessu ári var tillaga um bónusgreiðslur til starfsmanna samþykkt. 31. ágúst 2016 08:52 Þingmenn fordæma bónusgreiðslur Kaupþings Þingmenn lykilflokka Alþingis segja fyrirhugaðar bónusgreiðslur Kaupþings vera siðlausar og engan veginn í takt við kjör almennings. Vilja endurskoða skattalöggjöf. 26. ágúst 2016 14:43 Vilja leggja himinháa skatta á bónusgreiðslurnar: „Þetta verður að stöðva með öllum ráðum“ Bónusgreiðslur til starfsmanna Kaupþings og gamla Landsbankans voru ræddar á Alþingi í dag. 30. ágúst 2016 14:32 Indriði segir hægt að setja sérstakan skatt á ofurbónusana Samþykktar hafa verið milljarða greiðslur til stjórnenda Kaupþings og gamla Landsbankans. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir engin sérákvæði um slíkar greiðslur í lögum en hægt væri að leggja sérstakan skatt á þær. 31. ágúst 2016 06:00 Bónusgreiðslurnar samþykktar á fundi stjórnar Kaupþings Fulltrúi stjórnar eignasafns Seðlabankans greiddi atkvæði gegn tillögunni. 30. ágúst 2016 20:31 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Sjá meira
Þingmenn gagnrýndu áfram fyrirætlanir um bónusgreiðslur til starfsmanna Kaupþings, gamla Landsbankans og Glitnis á þingi í dag. Hvöttu þeir stjórnvöld til þess að skoða alvarlega tillögur um að skattleggja þessar greiðslur sérstaklega. „Ofurgreiðslur í kaupaukum eru ögrun við almennt velsæmi. Þær ýta undir úlfúð og vinnudeilur, grafa undan jafnvægi og sátt í samfélaginu og þeim hefur verið mótmælt af aðilum vinnumarkaðarins, almenningi, þingmönnum og fleirum,“ sagði Ólíuna Kjerúlf Þorvarðardóttir á þingi í dag. Hafa áform stjórna gömlu bankanna um greiðslur bónusa vakið neikvæð viðbrögð víða og lagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins meðal annars til að lagður yrði allt að 90-98 prósent skattur á slíkar greiðslur.Sjá einnig: Indriði segir hægt að setja sérstakan skatt á ofurbónusanaBjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hefur líkt bónusgreiðslunum við sjálftöku en hefur ekki boðað neinar aðgerðir af hálfu ríkisvaldsins vegna bónusgreiðslnanna. Hvatti Ólína stjórnvöld til þess að grípa í taumana. „Það er hlutverk löggjafans að setja lagaramma um almenn ásættanleg skilyrði til að tryggja frið og sátt í samfélaginu.“ Undir orð Ólínu tók Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Sagði hún að bónusgreiðslurnar væru til skammar og samræmdust ekki gildum siðaðs samfélags. Spurði hún hvort að samfélagið ætlaði sér ekki að læra nett af fleygum orðum Styrmis Gunnarssonar í rannsóknarskýrslu Alþingis. „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“ „Ég neita að búa í slíku samfélagi,“ bætti Elín við. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna hefur óskað eftir því að boðað verði til fundar í efnahags- og viðskiptanefnd. Vill hún að kallaðir verði fyrir fundinn fulltrúar ríkisskattstjóra og fjármálaráðuneytisins og farið verði yfir möguleika á því hvernig skattleggja megi kaupa og aðrar ofurlaunagreiðslur.
Tengdar fréttir Glitnir greiðir starfsmönnum sínum einnig bónusa Eignarhaldsfélag allra föllnu bankanna greiða starfsmönnum sínum bónusa en á hluthafafundi Glitnis í mars á þessu ári var tillaga um bónusgreiðslur til starfsmanna samþykkt. 31. ágúst 2016 08:52 Þingmenn fordæma bónusgreiðslur Kaupþings Þingmenn lykilflokka Alþingis segja fyrirhugaðar bónusgreiðslur Kaupþings vera siðlausar og engan veginn í takt við kjör almennings. Vilja endurskoða skattalöggjöf. 26. ágúst 2016 14:43 Vilja leggja himinháa skatta á bónusgreiðslurnar: „Þetta verður að stöðva með öllum ráðum“ Bónusgreiðslur til starfsmanna Kaupþings og gamla Landsbankans voru ræddar á Alþingi í dag. 30. ágúst 2016 14:32 Indriði segir hægt að setja sérstakan skatt á ofurbónusana Samþykktar hafa verið milljarða greiðslur til stjórnenda Kaupþings og gamla Landsbankans. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir engin sérákvæði um slíkar greiðslur í lögum en hægt væri að leggja sérstakan skatt á þær. 31. ágúst 2016 06:00 Bónusgreiðslurnar samþykktar á fundi stjórnar Kaupþings Fulltrúi stjórnar eignasafns Seðlabankans greiddi atkvæði gegn tillögunni. 30. ágúst 2016 20:31 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Sjá meira
Glitnir greiðir starfsmönnum sínum einnig bónusa Eignarhaldsfélag allra föllnu bankanna greiða starfsmönnum sínum bónusa en á hluthafafundi Glitnis í mars á þessu ári var tillaga um bónusgreiðslur til starfsmanna samþykkt. 31. ágúst 2016 08:52
Þingmenn fordæma bónusgreiðslur Kaupþings Þingmenn lykilflokka Alþingis segja fyrirhugaðar bónusgreiðslur Kaupþings vera siðlausar og engan veginn í takt við kjör almennings. Vilja endurskoða skattalöggjöf. 26. ágúst 2016 14:43
Vilja leggja himinháa skatta á bónusgreiðslurnar: „Þetta verður að stöðva með öllum ráðum“ Bónusgreiðslur til starfsmanna Kaupþings og gamla Landsbankans voru ræddar á Alþingi í dag. 30. ágúst 2016 14:32
Indriði segir hægt að setja sérstakan skatt á ofurbónusana Samþykktar hafa verið milljarða greiðslur til stjórnenda Kaupþings og gamla Landsbankans. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir engin sérákvæði um slíkar greiðslur í lögum en hægt væri að leggja sérstakan skatt á þær. 31. ágúst 2016 06:00
Bónusgreiðslurnar samþykktar á fundi stjórnar Kaupþings Fulltrúi stjórnar eignasafns Seðlabankans greiddi atkvæði gegn tillögunni. 30. ágúst 2016 20:31
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“