Þingmenn gagnrýna bónusgreiðslur: „Ég neita að búa í slíku samfélagi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. ágúst 2016 18:58 Bónusgreiðslurnar eru umdeildar. Þingmenn gagnrýndu áfram fyrirætlanir um bónusgreiðslur til starfsmanna Kaupþings, gamla Landsbankans og Glitnis á þingi í dag. Hvöttu þeir stjórnvöld til þess að skoða alvarlega tillögur um að skattleggja þessar greiðslur sérstaklega. „Ofurgreiðslur í kaupaukum eru ögrun við almennt velsæmi. Þær ýta undir úlfúð og vinnudeilur, grafa undan jafnvægi og sátt í samfélaginu og þeim hefur verið mótmælt af aðilum vinnumarkaðarins, almenningi, þingmönnum og fleirum,“ sagði Ólíuna Kjerúlf Þorvarðardóttir á þingi í dag. Hafa áform stjórna gömlu bankanna um greiðslur bónusa vakið neikvæð viðbrögð víða og lagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins meðal annars til að lagður yrði allt að 90-98 prósent skattur á slíkar greiðslur.Sjá einnig: Indriði segir hægt að setja sérstakan skatt á ofurbónusanaBjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hefur líkt bónusgreiðslunum við sjálftöku en hefur ekki boðað neinar aðgerðir af hálfu ríkisvaldsins vegna bónusgreiðslnanna. Hvatti Ólína stjórnvöld til þess að grípa í taumana. „Það er hlutverk löggjafans að setja lagaramma um almenn ásættanleg skilyrði til að tryggja frið og sátt í samfélaginu.“ Undir orð Ólínu tók Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Sagði hún að bónusgreiðslurnar væru til skammar og samræmdust ekki gildum siðaðs samfélags. Spurði hún hvort að samfélagið ætlaði sér ekki að læra nett af fleygum orðum Styrmis Gunnarssonar í rannsóknarskýrslu Alþingis. „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“ „Ég neita að búa í slíku samfélagi,“ bætti Elín við. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna hefur óskað eftir því að boðað verði til fundar í efnahags- og viðskiptanefnd. Vill hún að kallaðir verði fyrir fundinn fulltrúar ríkisskattstjóra og fjármálaráðuneytisins og farið verði yfir möguleika á því hvernig skattleggja megi kaupa og aðrar ofurlaunagreiðslur. Tengdar fréttir Glitnir greiðir starfsmönnum sínum einnig bónusa Eignarhaldsfélag allra föllnu bankanna greiða starfsmönnum sínum bónusa en á hluthafafundi Glitnis í mars á þessu ári var tillaga um bónusgreiðslur til starfsmanna samþykkt. 31. ágúst 2016 08:52 Þingmenn fordæma bónusgreiðslur Kaupþings Þingmenn lykilflokka Alþingis segja fyrirhugaðar bónusgreiðslur Kaupþings vera siðlausar og engan veginn í takt við kjör almennings. Vilja endurskoða skattalöggjöf. 26. ágúst 2016 14:43 Vilja leggja himinháa skatta á bónusgreiðslurnar: „Þetta verður að stöðva með öllum ráðum“ Bónusgreiðslur til starfsmanna Kaupþings og gamla Landsbankans voru ræddar á Alþingi í dag. 30. ágúst 2016 14:32 Indriði segir hægt að setja sérstakan skatt á ofurbónusana Samþykktar hafa verið milljarða greiðslur til stjórnenda Kaupþings og gamla Landsbankans. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir engin sérákvæði um slíkar greiðslur í lögum en hægt væri að leggja sérstakan skatt á þær. 31. ágúst 2016 06:00 Bónusgreiðslurnar samþykktar á fundi stjórnar Kaupþings Fulltrúi stjórnar eignasafns Seðlabankans greiddi atkvæði gegn tillögunni. 30. ágúst 2016 20:31 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
Þingmenn gagnrýndu áfram fyrirætlanir um bónusgreiðslur til starfsmanna Kaupþings, gamla Landsbankans og Glitnis á þingi í dag. Hvöttu þeir stjórnvöld til þess að skoða alvarlega tillögur um að skattleggja þessar greiðslur sérstaklega. „Ofurgreiðslur í kaupaukum eru ögrun við almennt velsæmi. Þær ýta undir úlfúð og vinnudeilur, grafa undan jafnvægi og sátt í samfélaginu og þeim hefur verið mótmælt af aðilum vinnumarkaðarins, almenningi, þingmönnum og fleirum,“ sagði Ólíuna Kjerúlf Þorvarðardóttir á þingi í dag. Hafa áform stjórna gömlu bankanna um greiðslur bónusa vakið neikvæð viðbrögð víða og lagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins meðal annars til að lagður yrði allt að 90-98 prósent skattur á slíkar greiðslur.Sjá einnig: Indriði segir hægt að setja sérstakan skatt á ofurbónusanaBjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hefur líkt bónusgreiðslunum við sjálftöku en hefur ekki boðað neinar aðgerðir af hálfu ríkisvaldsins vegna bónusgreiðslnanna. Hvatti Ólína stjórnvöld til þess að grípa í taumana. „Það er hlutverk löggjafans að setja lagaramma um almenn ásættanleg skilyrði til að tryggja frið og sátt í samfélaginu.“ Undir orð Ólínu tók Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Sagði hún að bónusgreiðslurnar væru til skammar og samræmdust ekki gildum siðaðs samfélags. Spurði hún hvort að samfélagið ætlaði sér ekki að læra nett af fleygum orðum Styrmis Gunnarssonar í rannsóknarskýrslu Alþingis. „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“ „Ég neita að búa í slíku samfélagi,“ bætti Elín við. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna hefur óskað eftir því að boðað verði til fundar í efnahags- og viðskiptanefnd. Vill hún að kallaðir verði fyrir fundinn fulltrúar ríkisskattstjóra og fjármálaráðuneytisins og farið verði yfir möguleika á því hvernig skattleggja megi kaupa og aðrar ofurlaunagreiðslur.
Tengdar fréttir Glitnir greiðir starfsmönnum sínum einnig bónusa Eignarhaldsfélag allra föllnu bankanna greiða starfsmönnum sínum bónusa en á hluthafafundi Glitnis í mars á þessu ári var tillaga um bónusgreiðslur til starfsmanna samþykkt. 31. ágúst 2016 08:52 Þingmenn fordæma bónusgreiðslur Kaupþings Þingmenn lykilflokka Alþingis segja fyrirhugaðar bónusgreiðslur Kaupþings vera siðlausar og engan veginn í takt við kjör almennings. Vilja endurskoða skattalöggjöf. 26. ágúst 2016 14:43 Vilja leggja himinháa skatta á bónusgreiðslurnar: „Þetta verður að stöðva með öllum ráðum“ Bónusgreiðslur til starfsmanna Kaupþings og gamla Landsbankans voru ræddar á Alþingi í dag. 30. ágúst 2016 14:32 Indriði segir hægt að setja sérstakan skatt á ofurbónusana Samþykktar hafa verið milljarða greiðslur til stjórnenda Kaupþings og gamla Landsbankans. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir engin sérákvæði um slíkar greiðslur í lögum en hægt væri að leggja sérstakan skatt á þær. 31. ágúst 2016 06:00 Bónusgreiðslurnar samþykktar á fundi stjórnar Kaupþings Fulltrúi stjórnar eignasafns Seðlabankans greiddi atkvæði gegn tillögunni. 30. ágúst 2016 20:31 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
Glitnir greiðir starfsmönnum sínum einnig bónusa Eignarhaldsfélag allra föllnu bankanna greiða starfsmönnum sínum bónusa en á hluthafafundi Glitnis í mars á þessu ári var tillaga um bónusgreiðslur til starfsmanna samþykkt. 31. ágúst 2016 08:52
Þingmenn fordæma bónusgreiðslur Kaupþings Þingmenn lykilflokka Alþingis segja fyrirhugaðar bónusgreiðslur Kaupþings vera siðlausar og engan veginn í takt við kjör almennings. Vilja endurskoða skattalöggjöf. 26. ágúst 2016 14:43
Vilja leggja himinháa skatta á bónusgreiðslurnar: „Þetta verður að stöðva með öllum ráðum“ Bónusgreiðslur til starfsmanna Kaupþings og gamla Landsbankans voru ræddar á Alþingi í dag. 30. ágúst 2016 14:32
Indriði segir hægt að setja sérstakan skatt á ofurbónusana Samþykktar hafa verið milljarða greiðslur til stjórnenda Kaupþings og gamla Landsbankans. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir engin sérákvæði um slíkar greiðslur í lögum en hægt væri að leggja sérstakan skatt á þær. 31. ágúst 2016 06:00
Bónusgreiðslurnar samþykktar á fundi stjórnar Kaupþings Fulltrúi stjórnar eignasafns Seðlabankans greiddi atkvæði gegn tillögunni. 30. ágúst 2016 20:31