Indriði segir hægt að setja sérstakan skatt á ofurbónusana Sæunn Gísladóttir skrifar 31. ágúst 2016 06:00 Brynjar Níelsson segist ekki sjá neina leið fyrir löggjöfina til að koma í veg fyrir svona greiðslur. Hægt væri að bregðast við ofurbónusgreiðslum til stjórnenda Kaupþings og gamla Landsbankans með því að setja á sérstakan bónusskatt. Þannig mætti draga úr áhuga og ávinningi af slíkum samningum að mati Indriða Þorlákssonar, fyrrverandi ríkisskattstjóra. Brynjar Níelsson, fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, segist hins vegar ekki sjá neina leið fyrir löggjöfina til að koma í veg fyrir slíkar bónusgreiðslur. Á aðalfundi Kaupþings í gær var samþykkt tillaga um kaupauka til starfsmanna sem nemur 1,5 milljörðum króna, þetta kom í kjölfar þess að eignarhaldsfélagið LBI ehf., sem heldur utan um eignir gamla Landsbankans, samþykkti áætlun um greiðslur kaupauka til stjórnar og lykilstarfsmanna.Indriði Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, telur hægt að bæta við skattþrepi vegna bónusgreiðslna. Fréttablaðið/StefánDV greindi frá því að fjórir stjórnendur LBI gætu fengið hundruð milljóna króna hver um sig. Áætlanirnar hafa sætt mikilli gagnrýni almennings en Kaupþing og LBI falla ekki undir lög sem takmarka slíka kaupauka. Á Alþingi á mánudag sagðist Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vera opinn fyrir umræðu um með hvaða hætti almennt ætti að búa um bónusgreiðslur eins og í þessu tilviki. Bjarni sagðist tilbúinn til viðræðu um hvort hægt væri að setja skýrari umgjörð um þessi mál. Indriði Þorláksson segir að út frá þeim sem reglum sem gildi nú séu engin sérákvæði um svona greiðslur í skattalögunum. „Svona ofurgreiðslur eru ekki nýjar af nálinni og í eftirleik hrunsins voru viðraðar og sums staðar virkjaðar skattareglur sem taka á þessu að einhverju leyti, það er að segja að skattleggja svona aukagreiðslur með ákveðnum hætti. Tæknilega er hægt að skilgreina sérstakar launagreiðslur sem eru umfram reglulega launasamninga og hugsanlega leggja á þær sérstakan skatt, svona einskiptisgreiðslur. Ef svona greiðslur fara yfir ákveðin mörk, til dæmis umfram 25 prósent af árslaunum viðkomandi, er hægt að setja einhver ákvæði,“ segir Indriði. Indriði segir einnig hægt að setja viðbótarskattþrep almennt á svona ofurtekjur. „Við erum núna með hæsta þrepið sem miðast við ef ég man rétt átta milljónir í árslaun, það væri hægt að hafa hærra skattþrep sem tæki á greiðslum yfir tuttugu milljónum eða bara þá tölu sem fólk vill,“ segir Indriði. Að sögn Indriða gætu slík ákvæði líka tekið til greiðslna sem fara til erlendra aðila, en í sumum tilfellum er um að ræða erlenda aðila sem fá greiðslu en eru ekki með fulla skattskyldu hér á landi. Með þessum mismunandi aðgerðum er því hægt að skila samfélaginu einhverjum hluta af þessum greiðslum og draga úr áhuganum og ávinningnum af þessum samningum.Brynjar Níelsson þingmaðurMargir þingmenn hafa gagnrýnt fyrirkomulagið og sagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í gær að hann myndi vilja leggja 90 til 98 prósent skatt á bónusgreiðslurnar. Brynjar Níelsson segir málið ekki hafa verið skoðað í efnahags- og viðskiptanefnd, engin áform séu um það nú en það kæmi honum ekki á óvart að það yrði gert. Hann segist skilja ólgu almennings í kringum greiðslurnar, hins vegar telur hann ekki neina leið fyrir löggjafann til að koma í veg fyrir svona greiðslur hér á landi. „Eigendur sem eiga þetta eru að ákveða að gefa íslenskum mönnum sem hafa unnið fyrir þá stórfé. Ég tel það ómögulegt fljótt á litið fyrir löggjafann að bregðast við því sérstaklega. Ef þeir væru í rekstrarumhverfi sem við settum lög um, sem skipta almannahagsmuni máli þá takmörkuðum við bónusgreiðslur, en það á ekki við um þessi félög,“ segir Brynjar. „Við getum ekki farið í geðþóttaákvarðanir af því að menn eru að gera eitthvað sem við teljum óæskilegt.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Hægt væri að bregðast við ofurbónusgreiðslum til stjórnenda Kaupþings og gamla Landsbankans með því að setja á sérstakan bónusskatt. Þannig mætti draga úr áhuga og ávinningi af slíkum samningum að mati Indriða Þorlákssonar, fyrrverandi ríkisskattstjóra. Brynjar Níelsson, fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, segist hins vegar ekki sjá neina leið fyrir löggjöfina til að koma í veg fyrir slíkar bónusgreiðslur. Á aðalfundi Kaupþings í gær var samþykkt tillaga um kaupauka til starfsmanna sem nemur 1,5 milljörðum króna, þetta kom í kjölfar þess að eignarhaldsfélagið LBI ehf., sem heldur utan um eignir gamla Landsbankans, samþykkti áætlun um greiðslur kaupauka til stjórnar og lykilstarfsmanna.Indriði Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, telur hægt að bæta við skattþrepi vegna bónusgreiðslna. Fréttablaðið/StefánDV greindi frá því að fjórir stjórnendur LBI gætu fengið hundruð milljóna króna hver um sig. Áætlanirnar hafa sætt mikilli gagnrýni almennings en Kaupþing og LBI falla ekki undir lög sem takmarka slíka kaupauka. Á Alþingi á mánudag sagðist Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vera opinn fyrir umræðu um með hvaða hætti almennt ætti að búa um bónusgreiðslur eins og í þessu tilviki. Bjarni sagðist tilbúinn til viðræðu um hvort hægt væri að setja skýrari umgjörð um þessi mál. Indriði Þorláksson segir að út frá þeim sem reglum sem gildi nú séu engin sérákvæði um svona greiðslur í skattalögunum. „Svona ofurgreiðslur eru ekki nýjar af nálinni og í eftirleik hrunsins voru viðraðar og sums staðar virkjaðar skattareglur sem taka á þessu að einhverju leyti, það er að segja að skattleggja svona aukagreiðslur með ákveðnum hætti. Tæknilega er hægt að skilgreina sérstakar launagreiðslur sem eru umfram reglulega launasamninga og hugsanlega leggja á þær sérstakan skatt, svona einskiptisgreiðslur. Ef svona greiðslur fara yfir ákveðin mörk, til dæmis umfram 25 prósent af árslaunum viðkomandi, er hægt að setja einhver ákvæði,“ segir Indriði. Indriði segir einnig hægt að setja viðbótarskattþrep almennt á svona ofurtekjur. „Við erum núna með hæsta þrepið sem miðast við ef ég man rétt átta milljónir í árslaun, það væri hægt að hafa hærra skattþrep sem tæki á greiðslum yfir tuttugu milljónum eða bara þá tölu sem fólk vill,“ segir Indriði. Að sögn Indriða gætu slík ákvæði líka tekið til greiðslna sem fara til erlendra aðila, en í sumum tilfellum er um að ræða erlenda aðila sem fá greiðslu en eru ekki með fulla skattskyldu hér á landi. Með þessum mismunandi aðgerðum er því hægt að skila samfélaginu einhverjum hluta af þessum greiðslum og draga úr áhuganum og ávinningnum af þessum samningum.Brynjar Níelsson þingmaðurMargir þingmenn hafa gagnrýnt fyrirkomulagið og sagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í gær að hann myndi vilja leggja 90 til 98 prósent skatt á bónusgreiðslurnar. Brynjar Níelsson segir málið ekki hafa verið skoðað í efnahags- og viðskiptanefnd, engin áform séu um það nú en það kæmi honum ekki á óvart að það yrði gert. Hann segist skilja ólgu almennings í kringum greiðslurnar, hins vegar telur hann ekki neina leið fyrir löggjafann til að koma í veg fyrir svona greiðslur hér á landi. „Eigendur sem eiga þetta eru að ákveða að gefa íslenskum mönnum sem hafa unnið fyrir þá stórfé. Ég tel það ómögulegt fljótt á litið fyrir löggjafann að bregðast við því sérstaklega. Ef þeir væru í rekstrarumhverfi sem við settum lög um, sem skipta almannahagsmuni máli þá takmörkuðum við bónusgreiðslur, en það á ekki við um þessi félög,“ segir Brynjar. „Við getum ekki farið í geðþóttaákvarðanir af því að menn eru að gera eitthvað sem við teljum óæskilegt.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent