Verkamenn á fullum launum borða hádegismat hjá hjálparsamtökum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 31. mars 2016 19:00 Nokkuð hefur borið á því undanfarið að verkamenn í fullri vinnu fari á Kaffistofu Samhjálpar í hádeginu til að freista þess að fá þar ókeypis máltíð. Bjarni Alfreðsson, verkefnastjóri Kaffistofunnar, hefur síðustu vikur þurft að vísa burt hópum frá þremur mismunandi fyrirtækjum. Á kaffistofu Samhjálpar getur heimilislaust fólk fengið heitan mat. Bjarni segir að á uppgangsárunum hafi verkamenn sem störfuðu í nágrenni við Kaffistofuna, til að mynda við Hörpu, komið margir saman á merktum fyrirtækjabílum og snætt hádegismat hjá hjálparsamtökunum. Hann hélt að sá tími væri liðinn en undanfarið hefur borið á því að erlendir verkamenn í fullri vinnu komi þangað í hádeginu. „Þetta byrjaði núna með vorinu. Bara fljótlega eftir áramót komu hérna einhverjir tveir menn merktir fyrirtækjum tvo daga í röð. Ég fattaði þetta ekki alveg fyrsta daginn en svo fór ég náttúrlega bara að fylgjast með og setti smá í gang eins og maður gerir, og þá fundum við tvo aðra hópa sem voru að koma, menn í fullri vinnu,“ segir Bjarni. Hann kveðst ekki vita hvort það sé vinnuveitandi eða einhver annar sem vísi mönnunum á að sækja hádegismat til hjálparsamtaka. Þeir sem komi séu allir útlendir iðnaðarmenn. Í síðasta mánuði segist Bjarni hafa þurft að vísa burt verkamönnum frá þremur mismunandi fyrirtækjum. „Ég kannski geri það ekki í fyrsta áfanga. Ég kanna náttúrlega hvort þessir menn séu að styrkja Samhjálp eða eitthvað, maður leitar eftir því. En það voru bara menn að koma beint, menn á fullum launum einhverstaðar. Ég er búin að vísa þremur út, eða mönnum frá þremur kompaníum. Það er svona víða pottur brotinn. Þetta er ekki til að hressa upp á sálartetrið hjá okkur sko,“ segir Bjarni Alfreðsson. Tengdar fréttir Rifist um stólana á Kaffistofu Samhjálpar Starfsfólk Kaffistofu Samhjálpar segir ásókn þangað hafa margfaldast á undanförnum mánuðum og að starfsemin sé nú komin að þolmörkum. Verkefnastjóri þar gagnrýnir úrræðaleysi stjórnvalda en um áttatíu prósent þeirra sem leita á kaffistofuna eru útlendingar. 30. mars 2016 19:15 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Nokkuð hefur borið á því undanfarið að verkamenn í fullri vinnu fari á Kaffistofu Samhjálpar í hádeginu til að freista þess að fá þar ókeypis máltíð. Bjarni Alfreðsson, verkefnastjóri Kaffistofunnar, hefur síðustu vikur þurft að vísa burt hópum frá þremur mismunandi fyrirtækjum. Á kaffistofu Samhjálpar getur heimilislaust fólk fengið heitan mat. Bjarni segir að á uppgangsárunum hafi verkamenn sem störfuðu í nágrenni við Kaffistofuna, til að mynda við Hörpu, komið margir saman á merktum fyrirtækjabílum og snætt hádegismat hjá hjálparsamtökunum. Hann hélt að sá tími væri liðinn en undanfarið hefur borið á því að erlendir verkamenn í fullri vinnu komi þangað í hádeginu. „Þetta byrjaði núna með vorinu. Bara fljótlega eftir áramót komu hérna einhverjir tveir menn merktir fyrirtækjum tvo daga í röð. Ég fattaði þetta ekki alveg fyrsta daginn en svo fór ég náttúrlega bara að fylgjast með og setti smá í gang eins og maður gerir, og þá fundum við tvo aðra hópa sem voru að koma, menn í fullri vinnu,“ segir Bjarni. Hann kveðst ekki vita hvort það sé vinnuveitandi eða einhver annar sem vísi mönnunum á að sækja hádegismat til hjálparsamtaka. Þeir sem komi séu allir útlendir iðnaðarmenn. Í síðasta mánuði segist Bjarni hafa þurft að vísa burt verkamönnum frá þremur mismunandi fyrirtækjum. „Ég kannski geri það ekki í fyrsta áfanga. Ég kanna náttúrlega hvort þessir menn séu að styrkja Samhjálp eða eitthvað, maður leitar eftir því. En það voru bara menn að koma beint, menn á fullum launum einhverstaðar. Ég er búin að vísa þremur út, eða mönnum frá þremur kompaníum. Það er svona víða pottur brotinn. Þetta er ekki til að hressa upp á sálartetrið hjá okkur sko,“ segir Bjarni Alfreðsson.
Tengdar fréttir Rifist um stólana á Kaffistofu Samhjálpar Starfsfólk Kaffistofu Samhjálpar segir ásókn þangað hafa margfaldast á undanförnum mánuðum og að starfsemin sé nú komin að þolmörkum. Verkefnastjóri þar gagnrýnir úrræðaleysi stjórnvalda en um áttatíu prósent þeirra sem leita á kaffistofuna eru útlendingar. 30. mars 2016 19:15 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Rifist um stólana á Kaffistofu Samhjálpar Starfsfólk Kaffistofu Samhjálpar segir ásókn þangað hafa margfaldast á undanförnum mánuðum og að starfsemin sé nú komin að þolmörkum. Verkefnastjóri þar gagnrýnir úrræðaleysi stjórnvalda en um áttatíu prósent þeirra sem leita á kaffistofuna eru útlendingar. 30. mars 2016 19:15