Verkamenn á fullum launum borða hádegismat hjá hjálparsamtökum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 31. mars 2016 19:00 Nokkuð hefur borið á því undanfarið að verkamenn í fullri vinnu fari á Kaffistofu Samhjálpar í hádeginu til að freista þess að fá þar ókeypis máltíð. Bjarni Alfreðsson, verkefnastjóri Kaffistofunnar, hefur síðustu vikur þurft að vísa burt hópum frá þremur mismunandi fyrirtækjum. Á kaffistofu Samhjálpar getur heimilislaust fólk fengið heitan mat. Bjarni segir að á uppgangsárunum hafi verkamenn sem störfuðu í nágrenni við Kaffistofuna, til að mynda við Hörpu, komið margir saman á merktum fyrirtækjabílum og snætt hádegismat hjá hjálparsamtökunum. Hann hélt að sá tími væri liðinn en undanfarið hefur borið á því að erlendir verkamenn í fullri vinnu komi þangað í hádeginu. „Þetta byrjaði núna með vorinu. Bara fljótlega eftir áramót komu hérna einhverjir tveir menn merktir fyrirtækjum tvo daga í röð. Ég fattaði þetta ekki alveg fyrsta daginn en svo fór ég náttúrlega bara að fylgjast með og setti smá í gang eins og maður gerir, og þá fundum við tvo aðra hópa sem voru að koma, menn í fullri vinnu,“ segir Bjarni. Hann kveðst ekki vita hvort það sé vinnuveitandi eða einhver annar sem vísi mönnunum á að sækja hádegismat til hjálparsamtaka. Þeir sem komi séu allir útlendir iðnaðarmenn. Í síðasta mánuði segist Bjarni hafa þurft að vísa burt verkamönnum frá þremur mismunandi fyrirtækjum. „Ég kannski geri það ekki í fyrsta áfanga. Ég kanna náttúrlega hvort þessir menn séu að styrkja Samhjálp eða eitthvað, maður leitar eftir því. En það voru bara menn að koma beint, menn á fullum launum einhverstaðar. Ég er búin að vísa þremur út, eða mönnum frá þremur kompaníum. Það er svona víða pottur brotinn. Þetta er ekki til að hressa upp á sálartetrið hjá okkur sko,“ segir Bjarni Alfreðsson. Tengdar fréttir Rifist um stólana á Kaffistofu Samhjálpar Starfsfólk Kaffistofu Samhjálpar segir ásókn þangað hafa margfaldast á undanförnum mánuðum og að starfsemin sé nú komin að þolmörkum. Verkefnastjóri þar gagnrýnir úrræðaleysi stjórnvalda en um áttatíu prósent þeirra sem leita á kaffistofuna eru útlendingar. 30. mars 2016 19:15 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Nokkuð hefur borið á því undanfarið að verkamenn í fullri vinnu fari á Kaffistofu Samhjálpar í hádeginu til að freista þess að fá þar ókeypis máltíð. Bjarni Alfreðsson, verkefnastjóri Kaffistofunnar, hefur síðustu vikur þurft að vísa burt hópum frá þremur mismunandi fyrirtækjum. Á kaffistofu Samhjálpar getur heimilislaust fólk fengið heitan mat. Bjarni segir að á uppgangsárunum hafi verkamenn sem störfuðu í nágrenni við Kaffistofuna, til að mynda við Hörpu, komið margir saman á merktum fyrirtækjabílum og snætt hádegismat hjá hjálparsamtökunum. Hann hélt að sá tími væri liðinn en undanfarið hefur borið á því að erlendir verkamenn í fullri vinnu komi þangað í hádeginu. „Þetta byrjaði núna með vorinu. Bara fljótlega eftir áramót komu hérna einhverjir tveir menn merktir fyrirtækjum tvo daga í röð. Ég fattaði þetta ekki alveg fyrsta daginn en svo fór ég náttúrlega bara að fylgjast með og setti smá í gang eins og maður gerir, og þá fundum við tvo aðra hópa sem voru að koma, menn í fullri vinnu,“ segir Bjarni. Hann kveðst ekki vita hvort það sé vinnuveitandi eða einhver annar sem vísi mönnunum á að sækja hádegismat til hjálparsamtaka. Þeir sem komi séu allir útlendir iðnaðarmenn. Í síðasta mánuði segist Bjarni hafa þurft að vísa burt verkamönnum frá þremur mismunandi fyrirtækjum. „Ég kannski geri það ekki í fyrsta áfanga. Ég kanna náttúrlega hvort þessir menn séu að styrkja Samhjálp eða eitthvað, maður leitar eftir því. En það voru bara menn að koma beint, menn á fullum launum einhverstaðar. Ég er búin að vísa þremur út, eða mönnum frá þremur kompaníum. Það er svona víða pottur brotinn. Þetta er ekki til að hressa upp á sálartetrið hjá okkur sko,“ segir Bjarni Alfreðsson.
Tengdar fréttir Rifist um stólana á Kaffistofu Samhjálpar Starfsfólk Kaffistofu Samhjálpar segir ásókn þangað hafa margfaldast á undanförnum mánuðum og að starfsemin sé nú komin að þolmörkum. Verkefnastjóri þar gagnrýnir úrræðaleysi stjórnvalda en um áttatíu prósent þeirra sem leita á kaffistofuna eru útlendingar. 30. mars 2016 19:15 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Rifist um stólana á Kaffistofu Samhjálpar Starfsfólk Kaffistofu Samhjálpar segir ásókn þangað hafa margfaldast á undanförnum mánuðum og að starfsemin sé nú komin að þolmörkum. Verkefnastjóri þar gagnrýnir úrræðaleysi stjórnvalda en um áttatíu prósent þeirra sem leita á kaffistofuna eru útlendingar. 30. mars 2016 19:15