Rifist um stólana á Kaffistofu Samhjálpar Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 30. mars 2016 19:15 Starfsfólk Kaffistofu Samhjálpar segir ásókn þangað hafa margfaldast á undanförnum mánuðum og að starfsemin sé nú komin að þolmörkum. Verkefnastjóri þar gagnrýnir úrræðaleysi stjórnvalda en um áttatíu prósent þeirra sem leita á Kaffistofuna eru útlendingar. Kaffistofan býður upp á morgunhressingu og heitan mat í hádeginu en aldrei hafa fleiri leitað þangað. Ljóst er að brýn þörf er á húsnæði fyrir heimilislausa eftir að Dagsetrið lokaði í ágúst en Vörður Leví Traustason, framkvæmdastjóri Samhjálpar, sagði í viðtali í Morgunblaðinu í dag að ástandið væri mjög slæmt. Bjarni Alfreðsson verkefnastjóri Kaffistofunnar tekur í sama streng. „Það eru fleiri sem bíða þegar við opnum og það er setið á hverju einasta borði allan daginn. Þegar það kemur að heita matnum þá er bara röð hérna út úr dyrum og rifist um stólana eins og í hádeginu í gær. Bara á mánudaginn komu 212 manns í heita matinn. Það er fyrir utan einhverja hundrað sem komu í kaffi og hitt. Þannig þetta hafa verið vel á fjórða hundrað manns á mánudaginn,“ segir Bjarni en pláss er fyrir um áttatíu sitjandi í húsnæðinu. Þá segir hann fólk koma í verra ástandi en fyrr sem geri starfsfólki erfitt fyrir. „Atvikin hafa verið þannig að það var maður skorinn hér á háls í eitt skipti. Sem betur fer var það ekki alvarlegt, það var settur hnífur á hálsinn á honum, en það bjargaðist. Þá vöknuðum við upp við vondan draum. Ég veit ekki hversu oft sjúkrabíll og lögregla hafa verið kölluð hér á undanförnum vikum, oft á dag stundum.“ Bjarni segir það sameiginlega ábyrgð ríkis og borgar að heimilislausir hafi húsaskjól yfir daginn. Finna verði lausn á húsnæðisvandanum. „Þessir einstaklingar þetta eru ekki bara Reykvíkingar. Þetta kemur úr öllum bæjarfélögum, og öllum heiminum orðið. Þess vegna finnst mér ekki að Reykjavíkurborg eigi að vera ein ábyrg fyrir þessu. Eins og þetta er núna þá held ég að Íslendingarnir séu um tuttugu prósent. Það séu áttatíu prósent erlendir sem koma hingað,“ segor Bjarni. Starfsfólk Kaffistofunnar sjái ekki fram á aðra lausn en að stytta opnunartímann og byrja að vísa fólki frá. „Við byrjum náttúrlega á að stytta opnunartímann og flokka úr, sem er óskaplega leiðinlegt að þurfa að gera í eldhúsi sem er gefið út fyrir að líkna og hjálpa,“ segir Bjarni. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Starfsfólk Kaffistofu Samhjálpar segir ásókn þangað hafa margfaldast á undanförnum mánuðum og að starfsemin sé nú komin að þolmörkum. Verkefnastjóri þar gagnrýnir úrræðaleysi stjórnvalda en um áttatíu prósent þeirra sem leita á Kaffistofuna eru útlendingar. Kaffistofan býður upp á morgunhressingu og heitan mat í hádeginu en aldrei hafa fleiri leitað þangað. Ljóst er að brýn þörf er á húsnæði fyrir heimilislausa eftir að Dagsetrið lokaði í ágúst en Vörður Leví Traustason, framkvæmdastjóri Samhjálpar, sagði í viðtali í Morgunblaðinu í dag að ástandið væri mjög slæmt. Bjarni Alfreðsson verkefnastjóri Kaffistofunnar tekur í sama streng. „Það eru fleiri sem bíða þegar við opnum og það er setið á hverju einasta borði allan daginn. Þegar það kemur að heita matnum þá er bara röð hérna út úr dyrum og rifist um stólana eins og í hádeginu í gær. Bara á mánudaginn komu 212 manns í heita matinn. Það er fyrir utan einhverja hundrað sem komu í kaffi og hitt. Þannig þetta hafa verið vel á fjórða hundrað manns á mánudaginn,“ segir Bjarni en pláss er fyrir um áttatíu sitjandi í húsnæðinu. Þá segir hann fólk koma í verra ástandi en fyrr sem geri starfsfólki erfitt fyrir. „Atvikin hafa verið þannig að það var maður skorinn hér á háls í eitt skipti. Sem betur fer var það ekki alvarlegt, það var settur hnífur á hálsinn á honum, en það bjargaðist. Þá vöknuðum við upp við vondan draum. Ég veit ekki hversu oft sjúkrabíll og lögregla hafa verið kölluð hér á undanförnum vikum, oft á dag stundum.“ Bjarni segir það sameiginlega ábyrgð ríkis og borgar að heimilislausir hafi húsaskjól yfir daginn. Finna verði lausn á húsnæðisvandanum. „Þessir einstaklingar þetta eru ekki bara Reykvíkingar. Þetta kemur úr öllum bæjarfélögum, og öllum heiminum orðið. Þess vegna finnst mér ekki að Reykjavíkurborg eigi að vera ein ábyrg fyrir þessu. Eins og þetta er núna þá held ég að Íslendingarnir séu um tuttugu prósent. Það séu áttatíu prósent erlendir sem koma hingað,“ segor Bjarni. Starfsfólk Kaffistofunnar sjái ekki fram á aðra lausn en að stytta opnunartímann og byrja að vísa fólki frá. „Við byrjum náttúrlega á að stytta opnunartímann og flokka úr, sem er óskaplega leiðinlegt að þurfa að gera í eldhúsi sem er gefið út fyrir að líkna og hjálpa,“ segir Bjarni.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira