Málverkum stolið úr nýju galleríi við Skúlagötu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. mars 2016 21:07 Hið nýja gallerí er staðsett þar sem Dominos var áður með verslun í Skúlagötu. Mynd/Samsett „Það hafa einhverjir látið hendur standa frammi úr ermum og verið duglegir um páskana,“ segir listamaðurinn Marteinn Bjarnar Þórðarsson. Sex málverkum var stolið úr nýju sýningarrými hans um páskana. Hann er ótryggður fyrir tjóninu en ætlar sér að stilla upp nýrri sýningu við fyrsta tækifæri. Marteinn og sex aðrir listamenn hafa verið með vinnustofu á efstu hæð Skúlagötu 26. Tóku þau nýlega við húsnæðinu þar sem Domino's var áður með verslun en pizzastaðurinn hefur flutt sig um set yfir götuna. Var ætlunin að setja upp gallerý þar, Gallery Atelier, og var Marteinn búinn að stilla málverkum sínum upp til sýnis í glugga rýmisins. „Ég var sá eini sem var búinn að stilla upp málverkum þarna inni. Ég setti upp útstillingu í gluggann og henni var hreinlega stolið eins og hún leggur sig,“ segir Marteinn í samtali við Vísi. Alls er um sex málverk að ræða, sem sjá má í myndasafninu hér fyrir neðan, og svo virðist sem að hinir bíræfnu þjófar hafi látið greipar sópa á aðfaranótt mánudags. Marteinn segir að tjónið sé fyrst og fremst tilfinningalegt fremur en fjárhagslegt.Mynd/Marteinn Bjarnar Þórðarsson„Ég var búinn að stilla upp myndum í ákveðnu þema sem er forsögulegt sjávarfang. Þetta eru mjög auðþekkjanlegar myndir og frekar leiðinlegt tjón vegna þess að nú er þetta þema bara horfið,“ segir Marteinn. Svo virðist sem að þjófarnir hafi spennt upp dyrnar á rennihurð til þess að koma inn. Marteinn segist hafa nú þegar rætt við lögreglu sem hafi tekið skýrslu og sé kominn í málið. Hann var ótryggður en ætlar sér að setja upp nýja sýningu fljótlega. „Ég er alveg óhræddur við það en ætli maður tryggi myndirnar fyrst. Ég er með annað þema sem ég ætla að stilla upp í glugganum. Það þarf reyndar fyrst að ganga úr skugga um það að ekki hægt að brjótast inn um þessa rennihurð,“ segir Marteinn sem biður þá sem upplýsingar geti haft um myndirnar og afdrif þeirra að hafa samband við lögreglu.Hin stolnu málverk má sjá í myndasafninu hér fyrir neðan.Mynd/Marteinn Bjarnar ÞórðarssonEin af þeim myndum sem um ræðir.Mynd/Marteinn Bjarnar ÞórðarssonMynd/Marteinn Bjarnar ÞórðarssonMynd/Marteinn Bjarnar ÞórðarssonMynd/Marteinn Bjarnar ÞórðarssonMynd/Marteinn Bjarnar Þórðarsson Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
„Það hafa einhverjir látið hendur standa frammi úr ermum og verið duglegir um páskana,“ segir listamaðurinn Marteinn Bjarnar Þórðarsson. Sex málverkum var stolið úr nýju sýningarrými hans um páskana. Hann er ótryggður fyrir tjóninu en ætlar sér að stilla upp nýrri sýningu við fyrsta tækifæri. Marteinn og sex aðrir listamenn hafa verið með vinnustofu á efstu hæð Skúlagötu 26. Tóku þau nýlega við húsnæðinu þar sem Domino's var áður með verslun en pizzastaðurinn hefur flutt sig um set yfir götuna. Var ætlunin að setja upp gallerý þar, Gallery Atelier, og var Marteinn búinn að stilla málverkum sínum upp til sýnis í glugga rýmisins. „Ég var sá eini sem var búinn að stilla upp málverkum þarna inni. Ég setti upp útstillingu í gluggann og henni var hreinlega stolið eins og hún leggur sig,“ segir Marteinn í samtali við Vísi. Alls er um sex málverk að ræða, sem sjá má í myndasafninu hér fyrir neðan, og svo virðist sem að hinir bíræfnu þjófar hafi látið greipar sópa á aðfaranótt mánudags. Marteinn segir að tjónið sé fyrst og fremst tilfinningalegt fremur en fjárhagslegt.Mynd/Marteinn Bjarnar Þórðarsson„Ég var búinn að stilla upp myndum í ákveðnu þema sem er forsögulegt sjávarfang. Þetta eru mjög auðþekkjanlegar myndir og frekar leiðinlegt tjón vegna þess að nú er þetta þema bara horfið,“ segir Marteinn. Svo virðist sem að þjófarnir hafi spennt upp dyrnar á rennihurð til þess að koma inn. Marteinn segist hafa nú þegar rætt við lögreglu sem hafi tekið skýrslu og sé kominn í málið. Hann var ótryggður en ætlar sér að setja upp nýja sýningu fljótlega. „Ég er alveg óhræddur við það en ætli maður tryggi myndirnar fyrst. Ég er með annað þema sem ég ætla að stilla upp í glugganum. Það þarf reyndar fyrst að ganga úr skugga um það að ekki hægt að brjótast inn um þessa rennihurð,“ segir Marteinn sem biður þá sem upplýsingar geti haft um myndirnar og afdrif þeirra að hafa samband við lögreglu.Hin stolnu málverk má sjá í myndasafninu hér fyrir neðan.Mynd/Marteinn Bjarnar ÞórðarssonEin af þeim myndum sem um ræðir.Mynd/Marteinn Bjarnar ÞórðarssonMynd/Marteinn Bjarnar ÞórðarssonMynd/Marteinn Bjarnar ÞórðarssonMynd/Marteinn Bjarnar ÞórðarssonMynd/Marteinn Bjarnar Þórðarsson
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira