Málverkum stolið úr nýju galleríi við Skúlagötu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. mars 2016 21:07 Hið nýja gallerí er staðsett þar sem Dominos var áður með verslun í Skúlagötu. Mynd/Samsett „Það hafa einhverjir látið hendur standa frammi úr ermum og verið duglegir um páskana,“ segir listamaðurinn Marteinn Bjarnar Þórðarsson. Sex málverkum var stolið úr nýju sýningarrými hans um páskana. Hann er ótryggður fyrir tjóninu en ætlar sér að stilla upp nýrri sýningu við fyrsta tækifæri. Marteinn og sex aðrir listamenn hafa verið með vinnustofu á efstu hæð Skúlagötu 26. Tóku þau nýlega við húsnæðinu þar sem Domino's var áður með verslun en pizzastaðurinn hefur flutt sig um set yfir götuna. Var ætlunin að setja upp gallerý þar, Gallery Atelier, og var Marteinn búinn að stilla málverkum sínum upp til sýnis í glugga rýmisins. „Ég var sá eini sem var búinn að stilla upp málverkum þarna inni. Ég setti upp útstillingu í gluggann og henni var hreinlega stolið eins og hún leggur sig,“ segir Marteinn í samtali við Vísi. Alls er um sex málverk að ræða, sem sjá má í myndasafninu hér fyrir neðan, og svo virðist sem að hinir bíræfnu þjófar hafi látið greipar sópa á aðfaranótt mánudags. Marteinn segir að tjónið sé fyrst og fremst tilfinningalegt fremur en fjárhagslegt.Mynd/Marteinn Bjarnar Þórðarsson„Ég var búinn að stilla upp myndum í ákveðnu þema sem er forsögulegt sjávarfang. Þetta eru mjög auðþekkjanlegar myndir og frekar leiðinlegt tjón vegna þess að nú er þetta þema bara horfið,“ segir Marteinn. Svo virðist sem að þjófarnir hafi spennt upp dyrnar á rennihurð til þess að koma inn. Marteinn segist hafa nú þegar rætt við lögreglu sem hafi tekið skýrslu og sé kominn í málið. Hann var ótryggður en ætlar sér að setja upp nýja sýningu fljótlega. „Ég er alveg óhræddur við það en ætli maður tryggi myndirnar fyrst. Ég er með annað þema sem ég ætla að stilla upp í glugganum. Það þarf reyndar fyrst að ganga úr skugga um það að ekki hægt að brjótast inn um þessa rennihurð,“ segir Marteinn sem biður þá sem upplýsingar geti haft um myndirnar og afdrif þeirra að hafa samband við lögreglu.Hin stolnu málverk má sjá í myndasafninu hér fyrir neðan.Mynd/Marteinn Bjarnar ÞórðarssonEin af þeim myndum sem um ræðir.Mynd/Marteinn Bjarnar ÞórðarssonMynd/Marteinn Bjarnar ÞórðarssonMynd/Marteinn Bjarnar ÞórðarssonMynd/Marteinn Bjarnar ÞórðarssonMynd/Marteinn Bjarnar Þórðarsson Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Það hafa einhverjir látið hendur standa frammi úr ermum og verið duglegir um páskana,“ segir listamaðurinn Marteinn Bjarnar Þórðarsson. Sex málverkum var stolið úr nýju sýningarrými hans um páskana. Hann er ótryggður fyrir tjóninu en ætlar sér að stilla upp nýrri sýningu við fyrsta tækifæri. Marteinn og sex aðrir listamenn hafa verið með vinnustofu á efstu hæð Skúlagötu 26. Tóku þau nýlega við húsnæðinu þar sem Domino's var áður með verslun en pizzastaðurinn hefur flutt sig um set yfir götuna. Var ætlunin að setja upp gallerý þar, Gallery Atelier, og var Marteinn búinn að stilla málverkum sínum upp til sýnis í glugga rýmisins. „Ég var sá eini sem var búinn að stilla upp málverkum þarna inni. Ég setti upp útstillingu í gluggann og henni var hreinlega stolið eins og hún leggur sig,“ segir Marteinn í samtali við Vísi. Alls er um sex málverk að ræða, sem sjá má í myndasafninu hér fyrir neðan, og svo virðist sem að hinir bíræfnu þjófar hafi látið greipar sópa á aðfaranótt mánudags. Marteinn segir að tjónið sé fyrst og fremst tilfinningalegt fremur en fjárhagslegt.Mynd/Marteinn Bjarnar Þórðarsson„Ég var búinn að stilla upp myndum í ákveðnu þema sem er forsögulegt sjávarfang. Þetta eru mjög auðþekkjanlegar myndir og frekar leiðinlegt tjón vegna þess að nú er þetta þema bara horfið,“ segir Marteinn. Svo virðist sem að þjófarnir hafi spennt upp dyrnar á rennihurð til þess að koma inn. Marteinn segist hafa nú þegar rætt við lögreglu sem hafi tekið skýrslu og sé kominn í málið. Hann var ótryggður en ætlar sér að setja upp nýja sýningu fljótlega. „Ég er alveg óhræddur við það en ætli maður tryggi myndirnar fyrst. Ég er með annað þema sem ég ætla að stilla upp í glugganum. Það þarf reyndar fyrst að ganga úr skugga um það að ekki hægt að brjótast inn um þessa rennihurð,“ segir Marteinn sem biður þá sem upplýsingar geti haft um myndirnar og afdrif þeirra að hafa samband við lögreglu.Hin stolnu málverk má sjá í myndasafninu hér fyrir neðan.Mynd/Marteinn Bjarnar ÞórðarssonEin af þeim myndum sem um ræðir.Mynd/Marteinn Bjarnar ÞórðarssonMynd/Marteinn Bjarnar ÞórðarssonMynd/Marteinn Bjarnar ÞórðarssonMynd/Marteinn Bjarnar ÞórðarssonMynd/Marteinn Bjarnar Þórðarsson
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira