Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, og Júlían J.K. Jóhannsson úr Glímufélaginu Ármanni eru íþróttafólk Reykjavíkur árið 2016 en valið var kunngjört í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag.
Ólafía Þórunn var á dögunum fyrst íslenskra kylfinga til að vinna sig inn á PGA mótaröðina í golfi. Hún varð einnig Íslandsmeistari kvenna í golfi á árinu og setti mótsmet á Íslandsmótinu með því að leika á ellefu höggum undir pari.
Júlían varð heimsmeistari í réttstöðulyftu í flokki fullorðinna og heims- og Evrópumeistari ungmenna á árinu ásamt því að setja ótal Íslands- og Norðurlandamet. Hann er stigahæsti íslenski kraftlyftingamaðurinn frá upphafi.
Íþróttalið Reykjavíkur 2016 er lið KR í körfuknattleik karla sem varð bæði Íslands- og bikarmeistari á árinu.
Tíu einstaklingar og fimmtán lið frá tíu félögum voru verðlaunuð fyrir frábæran árangur á árinu 2016 í dag. Íþróttafólkið og íþróttafélögin sem að liðunum standa fengu bæði áletraða verðlaunagripi og peningastyrk í verðlaun en heildarupphæð styrkjanna var 4.500.000 krónur. Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur veittu styrkina.
Liðin sem fengu verðlaun fyrir árangurinn á árinu 2016:
Ármann – Bikarmeistarar í liðakeppni í áhaldafimleikum karla
Ármann – Bikarmeistarar í liðakeppni í áhaldafimleikum kvenna
GR – Íslandsmeistarar í sveitakeppni kvenna í golfi
ÍR – Bikarmeistarar í keilu kvenna
ÍR – Íslands- og bikarmeistarar í keilu karla
Júdófélag Reykjavíkur – Bikarmeistarar í sveitakeppni karla
Júdófélag Reykjavíkur – Bikarmeistarar í sveitakeppni kvenna
Keilufélag Reykjavíkur – Íslandsmeistarar í keilu kvenna
KR – Íslands- og bikarmeistarar í körfuknattleik karla
KR – Íslandsmeistarar í liðakeppni kvenna í borðtennis
TBR – Íslandsmeistarar í liðakeppni beggja kynja í badminton
Valur – Bikarmeistarar í handknattleik karla
Valur – Bikarmeistarar í knattspyrnu karla
Víkingur – Íslandsmeistarar í liðakeppni karla í borðtennis
Þórshamar – Íslandsmeistarar í kata karla
Einstaklingarnir sem fengu verðlaun fyrir árangurinn á árinu 2016:
Aníta Hinriksdóttir, ÍR
Anton Sveinn McKee, Ægir
Árni Björn Pálsson, Fákur
Ásdís Hjálmsdóttir, Ármann
Brynjar Þór Björnsson, KR
Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ægir
Helgi Sveinsson, Ármann
Irina Sazonova, Ármann
Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, Ármann
Ólafía Þórunn og Júlían íþróttafólk Reykjavíkur 2016
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið



Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti


Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar
Körfubolti



Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku
Íslenski boltinn

Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn
