Jöfn kjör 2068? - Vilja róttækari aðgerðir Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 22. október 2016 11:00 Ingibjörg, Guðrún og Silja eru sammála um að það gangi hægt að koma á kjarajafnrétti. Vísir/GVA Kvennafrídagurinn 24. október 1975 varð sögulegur atburður í íslensku þjóðlífi og vakti líka heimsathygli. Karlar sátu eftir á vinnustöðum og margir með börnin með sér. Fyrir daginn hafði verið fjallað um það í blöðum hvort taka ætti laun af konum ef þær legðu niður vinnu þennan dag og sumir vinnuveitendur hótuðu því.Þetta er arðránGuðrún Margrét Guðmundsdóttir mannfræðingur Guðrún Margrét segir kominn tíma á meira pönk og óhlýðni í baráttunni. „Ef að við gefum okkur að peningar þýði völd og frelsi til athafna, þá bera konur skarðan hlut frá borði á Íslandi, með aðeins 70 prósent af meðaltekjum karla. Þannig er staðan. Ef svo allar mögulegar breytur eru hreinsaðar í burtu stendur a.m.k. 10 prósenta óútskýrður launamunur eftir. Hann byggir á engu öðru en fornu hugarfari um að konur séu minna virði en karlar, þetta er arðrán og ekkert annað. Ég segi eins og ein klár vinkona mín að konur ættu að fá tvöföld laun í desember til að jafna út skekkjuna. Við erum í mörg ár búin að vera að rjúka úr vinnu þarna í kringum 14.30 til að taka þátt í „Kvennafríinu“. Aðgerðin sem var ofurtöff fyrir mörgum árum er nú pínu sorgleg. Hvað eigum við lengi að nota sömu aðferðir án árangurs?“ segir Guðrún og vill gera eitthvað róttækara. „Þó að ég elski mínar konur í kvennahreyfingunni þá hefði ég viljað að við skrópuðum í vinnunni í heilan dag. Eins og 1975. Samfélagið myndi raunverulega finna fyrir því, það væri hægt að greina tapið í hagtölum því þennan dag er engin framleiðsla frá helmingi landsmanna,“ segir hún og vill kalla aðgerðir kvenna eitthvað annað en Kvennafrí. „Það að kalla þetta frí er hálfpartinn móðgun. Þetta á að vera verkfall og aðgerðir eiga að hafa brodd,“ segir hún ákveðin. „Karllægni tilverunnar er normið, eða „default“ hugsunar. Það kom hingað karlmaður fyrir nokkru, Svíi sem hafði séð ljósið. Hann var atvinnurekandi og útskýrði hvernig hann hafði mismunað konum. Það var ekki meðvitað, strákarnir voru meira með honum, honum fannst þeir skemmtilegri og mat vinnu þeirra meira. En svo þegar hann rankaði við sér þá fór hann að átta sig á því hvernig hann hafði hlunnfarið konur, einungis á forsendum kyns,“ segir Guðrún og segir þörf á því að leggja ábyrgð á fólk sem tekur ákvarðanir um laun, biðja það að hætta að gefa sér að það sé sanngjarnt og vera í staðinn sjálfsgagnrýnið. „Við erum alin upp í karllægri menningu og sýn okkar á tilveruna því rammskökk. Það er ósköp eðlilegt en við verðum að átta okkur á því,“ segir hún enda geri hún sjálf oft mistök. „Ég sem femínisti geri líka mistök. Læt glepjast, stend mig að því að finnast hávaxinn karl með dimma rödd traustvekjandi, þó hann sé það ekki fyrir fimm aura. Þessi baggi og menningarlega uppeldi fylgir okkur, við verðum að taka mið af því og reyna að afrugla okkur, þetta er orðið svo þreytt,“ leggur Guðrún Margrét áherslu á. Gleðitíðindin segir hún vera þau að ungar stelpur séu ekki svona, eða í miklu minni mæli en konur á hennar aldri. „Þær kaupa þetta ekki. Að karlar séu eitthvað merkilegri. Það er það besta,“ segir Guðrún Margrét. Ekki komin langtIngibjörg Eyþórsdóttir tónlistarfræðingur og íslenskufræðingur Ingibjörg var sautján ára gömul á kvennafrídeginum 1975. „Bærinn var troðinn af konum á öllum aldri og það ríkti mikil gleði og samstaða þvert á aldurshópa. Það er sú tilfinning sem situr eftir,“ segir Ingibjörg. „Það var mikill hugur í konum, ekki síst þeim ungu eftir þennan dag, að nú færi eitthvað að gerast og jafnréttið gæti ekki verið langt undan. En þetta var víst ekki alveg svona einfalt.“ Þegar Ingibjörg er spurð að því hvað hún telji að hafi áunnist í kvennabaráttu með fundinum svarar hún: „Þegar frídagurinn var haldinn í fyrsta sinn voru konur enn að berjast fyrir því að það þætti eðlilegt að þær væru á vinnumarkaði og vistun á leikskóla. Giftar konur fengu varla inni fyrir börn sín á leikskóla og verkaskipting á heimilum var þannig að uppeldi og húsverk hvíldu á konum. Fundurinn kveikti von um að konur gætu breytt hlutunum og haft sjálfar áhrif á gang mála, bara ef þær stæðu saman. Nú er eðlilegt að konur séu á vinnumarkaði, en samt erum við ekki komin mikið lengra í dag. Konur eru ódýrt vinnuafl. Það er mikið búið að ræða launamálin, setja þau á oddinn margoft og það virðist ganga ótrúlega illa að ná settum markmiðum. Konur eru of valdalitlar í samfélaginu og þurfa sífellt að berjast fyrir sömu hlutum, sem er vitanlega lýjandi. Við erum því ekki komin nógu langt þótt konur hafi jöfn réttindi samkvæmt lagabókstafnum. Það þarf að halda vökunni, það er auðvelt að týna áunnum réttindum og margoft hefur komið bakslag í stöðuna, viðhorf og lagabókstafur er tvennt ólíkt. Þá er glerþakið enn til staðar í mörgum starfsgreinum og réttur kvenna til að skilgreina sig sjálfar er ekki virtur, sem er kannski það sem er mest pirrandi, enda er samfélagið rótgróið karlasamfélag og leikreglurnar skrifaðar af þeim.“ Ingibjörg er hrifin af krafti ungra kvenna í jafnréttisbaráttu og segir það færa sér trú á að breytinga gæti verið að vænta, þrátt fyrir allt. „Ungu konurnar eru að minnsta kosti ekki tilbúnar til þess að láta valta yfir sig, sem er það sem skiptir máli til að halda vökunni. Staða kvenna í samfélaginu hefur gengið mikið í bylgjum síðan 1975. Stundum er kraftur í baráttunni og meðvitund í samfélaginu en svo koma tímar þar sem maður skilur ekki hvað er að gerast. Mér hefur fundist barátta ungra kvenna mjög öflug og þær nota frísklegar og skemmtilegar aðferðir til að vekja samfélagið til umhugsunar. Druslugangan er t.d. frábær aðferð til þess að beina skömminni í kynferðisafbrotum til gerenda og sömuleiðis frelsun geirvörtunnar, þar sem konur vildu endurheimta brjóstin á sér úr klóm klámvæðingarinnar og netofsókna, í báðum þessum tilvikum eru konur að berjast fyrir yfirráðarétti yfir eigin líkama og gegn því að verið sé að skilgreina konur fyrir þær.“ Rekin heim úr skólanum berbrjóstaSilja Snædal menntaskólanemi Silja stundar nám í Menntaskólanum í Hamrahlíð og tekur ríkan þátt í femínísku starfi. „Ég fékk mjög femínískt uppeldi. Er alin upp af móður minni, Drífu Snædal, og hún kom inn hjá mér þessari réttlætistilfinningu. Ég hef alltaf verið ósátt við ójafna stöðu kynjanna í samfélaginu. Þegar ég var komin í Menntaskólann í Hamrahlíð bauð ég mig fram í stjórn femínistafélagsins. Sat þar í tvö ár. Svo þegar byltingin Free the Nipple hófst þá tók ég þátt í henni af miklum krafti. Meðal annars með því að mæta berbrjósta í skólann. Ég var rekin út og fannst það að sjálfsögðu mjög óréttlátt og gerði mikið mál úr því. Ég skrifaði grein og hélt erindi um það mál.“ Henni finnst ójafnrétti stöðugt finna sér nýjan farveg. Nú brjótist það til dæmis út með ofbeldi og kúgun gegn konum á netinu. „Einu sinni birtist það helst í staðalmyndum kynjanna sem voru í hlutverkum. Konur áttu að vera heima við. Karlmenn á vinnumarkaðnum. Svo þegar þær koma á vinnumarkaðinn verður mótstaða, þær fá ekki jafnhá laun og fá ekki enn, sem er kveikjan að kvennafrídeginum. En ójafnréttið virðist finna sér nýja farvegi. Nú erum við að glíma við klámvæðingu, stafrænt ofbeldi og hrelliklám. Það er mjög mikilvægt að þótt það virðist sem við ofurefli sé að etja að láta ekki deigan síga. Við þurfum alltaf að láta heyra í okkur og vera vakandi og berjast við hvert tækifæri. Því það er þess virði,“ segir Silja. Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Sjá meira
Kvennafrídagurinn 24. október 1975 varð sögulegur atburður í íslensku þjóðlífi og vakti líka heimsathygli. Karlar sátu eftir á vinnustöðum og margir með börnin með sér. Fyrir daginn hafði verið fjallað um það í blöðum hvort taka ætti laun af konum ef þær legðu niður vinnu þennan dag og sumir vinnuveitendur hótuðu því.Þetta er arðránGuðrún Margrét Guðmundsdóttir mannfræðingur Guðrún Margrét segir kominn tíma á meira pönk og óhlýðni í baráttunni. „Ef að við gefum okkur að peningar þýði völd og frelsi til athafna, þá bera konur skarðan hlut frá borði á Íslandi, með aðeins 70 prósent af meðaltekjum karla. Þannig er staðan. Ef svo allar mögulegar breytur eru hreinsaðar í burtu stendur a.m.k. 10 prósenta óútskýrður launamunur eftir. Hann byggir á engu öðru en fornu hugarfari um að konur séu minna virði en karlar, þetta er arðrán og ekkert annað. Ég segi eins og ein klár vinkona mín að konur ættu að fá tvöföld laun í desember til að jafna út skekkjuna. Við erum í mörg ár búin að vera að rjúka úr vinnu þarna í kringum 14.30 til að taka þátt í „Kvennafríinu“. Aðgerðin sem var ofurtöff fyrir mörgum árum er nú pínu sorgleg. Hvað eigum við lengi að nota sömu aðferðir án árangurs?“ segir Guðrún og vill gera eitthvað róttækara. „Þó að ég elski mínar konur í kvennahreyfingunni þá hefði ég viljað að við skrópuðum í vinnunni í heilan dag. Eins og 1975. Samfélagið myndi raunverulega finna fyrir því, það væri hægt að greina tapið í hagtölum því þennan dag er engin framleiðsla frá helmingi landsmanna,“ segir hún og vill kalla aðgerðir kvenna eitthvað annað en Kvennafrí. „Það að kalla þetta frí er hálfpartinn móðgun. Þetta á að vera verkfall og aðgerðir eiga að hafa brodd,“ segir hún ákveðin. „Karllægni tilverunnar er normið, eða „default“ hugsunar. Það kom hingað karlmaður fyrir nokkru, Svíi sem hafði séð ljósið. Hann var atvinnurekandi og útskýrði hvernig hann hafði mismunað konum. Það var ekki meðvitað, strákarnir voru meira með honum, honum fannst þeir skemmtilegri og mat vinnu þeirra meira. En svo þegar hann rankaði við sér þá fór hann að átta sig á því hvernig hann hafði hlunnfarið konur, einungis á forsendum kyns,“ segir Guðrún og segir þörf á því að leggja ábyrgð á fólk sem tekur ákvarðanir um laun, biðja það að hætta að gefa sér að það sé sanngjarnt og vera í staðinn sjálfsgagnrýnið. „Við erum alin upp í karllægri menningu og sýn okkar á tilveruna því rammskökk. Það er ósköp eðlilegt en við verðum að átta okkur á því,“ segir hún enda geri hún sjálf oft mistök. „Ég sem femínisti geri líka mistök. Læt glepjast, stend mig að því að finnast hávaxinn karl með dimma rödd traustvekjandi, þó hann sé það ekki fyrir fimm aura. Þessi baggi og menningarlega uppeldi fylgir okkur, við verðum að taka mið af því og reyna að afrugla okkur, þetta er orðið svo þreytt,“ leggur Guðrún Margrét áherslu á. Gleðitíðindin segir hún vera þau að ungar stelpur séu ekki svona, eða í miklu minni mæli en konur á hennar aldri. „Þær kaupa þetta ekki. Að karlar séu eitthvað merkilegri. Það er það besta,“ segir Guðrún Margrét. Ekki komin langtIngibjörg Eyþórsdóttir tónlistarfræðingur og íslenskufræðingur Ingibjörg var sautján ára gömul á kvennafrídeginum 1975. „Bærinn var troðinn af konum á öllum aldri og það ríkti mikil gleði og samstaða þvert á aldurshópa. Það er sú tilfinning sem situr eftir,“ segir Ingibjörg. „Það var mikill hugur í konum, ekki síst þeim ungu eftir þennan dag, að nú færi eitthvað að gerast og jafnréttið gæti ekki verið langt undan. En þetta var víst ekki alveg svona einfalt.“ Þegar Ingibjörg er spurð að því hvað hún telji að hafi áunnist í kvennabaráttu með fundinum svarar hún: „Þegar frídagurinn var haldinn í fyrsta sinn voru konur enn að berjast fyrir því að það þætti eðlilegt að þær væru á vinnumarkaði og vistun á leikskóla. Giftar konur fengu varla inni fyrir börn sín á leikskóla og verkaskipting á heimilum var þannig að uppeldi og húsverk hvíldu á konum. Fundurinn kveikti von um að konur gætu breytt hlutunum og haft sjálfar áhrif á gang mála, bara ef þær stæðu saman. Nú er eðlilegt að konur séu á vinnumarkaði, en samt erum við ekki komin mikið lengra í dag. Konur eru ódýrt vinnuafl. Það er mikið búið að ræða launamálin, setja þau á oddinn margoft og það virðist ganga ótrúlega illa að ná settum markmiðum. Konur eru of valdalitlar í samfélaginu og þurfa sífellt að berjast fyrir sömu hlutum, sem er vitanlega lýjandi. Við erum því ekki komin nógu langt þótt konur hafi jöfn réttindi samkvæmt lagabókstafnum. Það þarf að halda vökunni, það er auðvelt að týna áunnum réttindum og margoft hefur komið bakslag í stöðuna, viðhorf og lagabókstafur er tvennt ólíkt. Þá er glerþakið enn til staðar í mörgum starfsgreinum og réttur kvenna til að skilgreina sig sjálfar er ekki virtur, sem er kannski það sem er mest pirrandi, enda er samfélagið rótgróið karlasamfélag og leikreglurnar skrifaðar af þeim.“ Ingibjörg er hrifin af krafti ungra kvenna í jafnréttisbaráttu og segir það færa sér trú á að breytinga gæti verið að vænta, þrátt fyrir allt. „Ungu konurnar eru að minnsta kosti ekki tilbúnar til þess að láta valta yfir sig, sem er það sem skiptir máli til að halda vökunni. Staða kvenna í samfélaginu hefur gengið mikið í bylgjum síðan 1975. Stundum er kraftur í baráttunni og meðvitund í samfélaginu en svo koma tímar þar sem maður skilur ekki hvað er að gerast. Mér hefur fundist barátta ungra kvenna mjög öflug og þær nota frísklegar og skemmtilegar aðferðir til að vekja samfélagið til umhugsunar. Druslugangan er t.d. frábær aðferð til þess að beina skömminni í kynferðisafbrotum til gerenda og sömuleiðis frelsun geirvörtunnar, þar sem konur vildu endurheimta brjóstin á sér úr klóm klámvæðingarinnar og netofsókna, í báðum þessum tilvikum eru konur að berjast fyrir yfirráðarétti yfir eigin líkama og gegn því að verið sé að skilgreina konur fyrir þær.“ Rekin heim úr skólanum berbrjóstaSilja Snædal menntaskólanemi Silja stundar nám í Menntaskólanum í Hamrahlíð og tekur ríkan þátt í femínísku starfi. „Ég fékk mjög femínískt uppeldi. Er alin upp af móður minni, Drífu Snædal, og hún kom inn hjá mér þessari réttlætistilfinningu. Ég hef alltaf verið ósátt við ójafna stöðu kynjanna í samfélaginu. Þegar ég var komin í Menntaskólann í Hamrahlíð bauð ég mig fram í stjórn femínistafélagsins. Sat þar í tvö ár. Svo þegar byltingin Free the Nipple hófst þá tók ég þátt í henni af miklum krafti. Meðal annars með því að mæta berbrjósta í skólann. Ég var rekin út og fannst það að sjálfsögðu mjög óréttlátt og gerði mikið mál úr því. Ég skrifaði grein og hélt erindi um það mál.“ Henni finnst ójafnrétti stöðugt finna sér nýjan farveg. Nú brjótist það til dæmis út með ofbeldi og kúgun gegn konum á netinu. „Einu sinni birtist það helst í staðalmyndum kynjanna sem voru í hlutverkum. Konur áttu að vera heima við. Karlmenn á vinnumarkaðnum. Svo þegar þær koma á vinnumarkaðinn verður mótstaða, þær fá ekki jafnhá laun og fá ekki enn, sem er kveikjan að kvennafrídeginum. En ójafnréttið virðist finna sér nýja farvegi. Nú erum við að glíma við klámvæðingu, stafrænt ofbeldi og hrelliklám. Það er mjög mikilvægt að þótt það virðist sem við ofurefli sé að etja að láta ekki deigan síga. Við þurfum alltaf að láta heyra í okkur og vera vakandi og berjast við hvert tækifæri. Því það er þess virði,“ segir Silja.
Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Sjá meira