Engin kvöð að eyða sunnudagskvöldum í útsendingar með vinkonum sínum Sara McMahon skrifar 30. september 2016 09:30 Sigrún Sig, Ósk Gunnarsdóttir og Þórunn Antonía Magnúsdóttir fara af stað með útvarpsþáttinn Þrjár í fötu í október. Mynd/Ernir Útvarpsþátturinn Þrjár í fötu hefur göngu sína á FM957 þann 9. október. Þátturinn er merkilegur fyrir þær sakir að honum stýra þrjár stúlkur en slíkur útvarpsþáttur hefur ekki verið á dagskrá FM957 áður. Þáttastjórnendur eru þær Ósk Gunnarsdóttir, Þórunn Antonía Magnúsdóttir og Sigrún Sig. „Útvarpsbransinn er karlmannsbransi, það er bara þannig. Ég var búin að hugsa það í meira en ár hvað það vantaði þátt á borð við þennan í íslenskt útvarp áður en ég lét loks til skarar skríða. Ég veit ekki til þess að það sé til íslenskur útvarpsþáttur sem er stýrður af þremur konum," útskýrir Ósk. Hún hefur starfað við útvarps- og sjónvarpsgerð í mörg ár og er því reynsluboltinn í hópnum á þessu sviði. Hún segir að hún hafi ekki viljað gera þennan þátt með neinum nema Sigrúnu og Þórunni enda myndi þær gott og öflugt teymi. „Það virðast enn vera svolitlir fordómar fyrir konum í útvarpi. Sumir halda því fram að það sé óþægilegt að hlusta á kvenmannsraddir í útvarpi; að hátíðni stuði fólk og að við megum ekki hljóma of músalegar," bætir Þórunn við. Þetta er í fyrsta sinn sem Sigrún vinnur við útvarp. Hún starfar sem förðunarfræðingur en hefur komið að sjónvarpsþáttagerð með kærasta sínum, grínistanum Steinda Jr. „Mér bauðst einu sinni að fara í útvarp, fyrir mörgum árum síðan, en ég afþakkaði pent. Mín reynsla á þessu sviði tengist helst sjónvarpsþáttagerð. En nú er minn tími kominn," segir hún og hlær. Þátturinn verður á dagskrá öll sunnudagskvöld milli 19 og 21og segja stúlkurnar lítið mál að ætla að taka frá öll sunnudagskvöld í útsendingar. „Það er engin kvöð þegar maður er með vinkonum sínum í beinni," bendir Ósk á. Þó þættinum sé stýrt af konum eru þeir ekki aðeins ætlaðir konum; málstökin verða fjölbreytt og áhugaverð, spiluð verður góð tónlist og mikið verður gert út á grínið. „Sigrún er náttúrulega alveg vandræðalega fyndin og skemmtileg. Ég kynntist því við gerð Steindans okkar," segir Þórunn og Ósk bætir við: „Þetta verður blanda af öllu. Við ætlum ekki að sitja þarna og tala bara um snyrtivörur og túrtappa, við munum fjalla um málefni líðandi stundar og eigum örugglega eftir að takast á um þau. Það verður mikið um grín, svo fáum við til okkar gesti og ætlum að vera duglegar að nýta samfélagsmiðla til að fá ábendingar frá hlustendum. Við viljum endilega vera í sem bestu sambandi við þá og að þeir fái tækifæri til að koma með sitt innlegg í þættina." Þórunn hefur áður starfað innan veggja 365 og var meðal annars dómari í þáttunum Ísland Got Talent og stjórnandi Íslenska listans. Hún segir áhugavert að vera snúin aftur til starfa fyrir fyrirtækið og hlakkar til verkefnisins. „Þó starfslokin hafi kannski ekki verið sem best þá er enginn biturleiki í gangi. Þetta er þannig bransi, hræringarnar eru miklar og fólk kemur og fer," segir hún. "Og það var náttúrulega ég sem tók vinnuna hennar," skýtur Ósk inn í. "Já, fyrir utan það. Þannig þú sérð það er enginn biturleiki í gangi," segir Þórunn og skellir upp úr. Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Fleiri fréttir Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Sjá meira
Útvarpsþátturinn Þrjár í fötu hefur göngu sína á FM957 þann 9. október. Þátturinn er merkilegur fyrir þær sakir að honum stýra þrjár stúlkur en slíkur útvarpsþáttur hefur ekki verið á dagskrá FM957 áður. Þáttastjórnendur eru þær Ósk Gunnarsdóttir, Þórunn Antonía Magnúsdóttir og Sigrún Sig. „Útvarpsbransinn er karlmannsbransi, það er bara þannig. Ég var búin að hugsa það í meira en ár hvað það vantaði þátt á borð við þennan í íslenskt útvarp áður en ég lét loks til skarar skríða. Ég veit ekki til þess að það sé til íslenskur útvarpsþáttur sem er stýrður af þremur konum," útskýrir Ósk. Hún hefur starfað við útvarps- og sjónvarpsgerð í mörg ár og er því reynsluboltinn í hópnum á þessu sviði. Hún segir að hún hafi ekki viljað gera þennan þátt með neinum nema Sigrúnu og Þórunni enda myndi þær gott og öflugt teymi. „Það virðast enn vera svolitlir fordómar fyrir konum í útvarpi. Sumir halda því fram að það sé óþægilegt að hlusta á kvenmannsraddir í útvarpi; að hátíðni stuði fólk og að við megum ekki hljóma of músalegar," bætir Þórunn við. Þetta er í fyrsta sinn sem Sigrún vinnur við útvarp. Hún starfar sem förðunarfræðingur en hefur komið að sjónvarpsþáttagerð með kærasta sínum, grínistanum Steinda Jr. „Mér bauðst einu sinni að fara í útvarp, fyrir mörgum árum síðan, en ég afþakkaði pent. Mín reynsla á þessu sviði tengist helst sjónvarpsþáttagerð. En nú er minn tími kominn," segir hún og hlær. Þátturinn verður á dagskrá öll sunnudagskvöld milli 19 og 21og segja stúlkurnar lítið mál að ætla að taka frá öll sunnudagskvöld í útsendingar. „Það er engin kvöð þegar maður er með vinkonum sínum í beinni," bendir Ósk á. Þó þættinum sé stýrt af konum eru þeir ekki aðeins ætlaðir konum; málstökin verða fjölbreytt og áhugaverð, spiluð verður góð tónlist og mikið verður gert út á grínið. „Sigrún er náttúrulega alveg vandræðalega fyndin og skemmtileg. Ég kynntist því við gerð Steindans okkar," segir Þórunn og Ósk bætir við: „Þetta verður blanda af öllu. Við ætlum ekki að sitja þarna og tala bara um snyrtivörur og túrtappa, við munum fjalla um málefni líðandi stundar og eigum örugglega eftir að takast á um þau. Það verður mikið um grín, svo fáum við til okkar gesti og ætlum að vera duglegar að nýta samfélagsmiðla til að fá ábendingar frá hlustendum. Við viljum endilega vera í sem bestu sambandi við þá og að þeir fái tækifæri til að koma með sitt innlegg í þættina." Þórunn hefur áður starfað innan veggja 365 og var meðal annars dómari í þáttunum Ísland Got Talent og stjórnandi Íslenska listans. Hún segir áhugavert að vera snúin aftur til starfa fyrir fyrirtækið og hlakkar til verkefnisins. „Þó starfslokin hafi kannski ekki verið sem best þá er enginn biturleiki í gangi. Þetta er þannig bransi, hræringarnar eru miklar og fólk kemur og fer," segir hún. "Og það var náttúrulega ég sem tók vinnuna hennar," skýtur Ósk inn í. "Já, fyrir utan það. Þannig þú sérð það er enginn biturleiki í gangi," segir Þórunn og skellir upp úr.
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Fleiri fréttir Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Sjá meira