Engin kvöð að eyða sunnudagskvöldum í útsendingar með vinkonum sínum Sara McMahon skrifar 30. september 2016 09:30 Sigrún Sig, Ósk Gunnarsdóttir og Þórunn Antonía Magnúsdóttir fara af stað með útvarpsþáttinn Þrjár í fötu í október. Mynd/Ernir Útvarpsþátturinn Þrjár í fötu hefur göngu sína á FM957 þann 9. október. Þátturinn er merkilegur fyrir þær sakir að honum stýra þrjár stúlkur en slíkur útvarpsþáttur hefur ekki verið á dagskrá FM957 áður. Þáttastjórnendur eru þær Ósk Gunnarsdóttir, Þórunn Antonía Magnúsdóttir og Sigrún Sig. „Útvarpsbransinn er karlmannsbransi, það er bara þannig. Ég var búin að hugsa það í meira en ár hvað það vantaði þátt á borð við þennan í íslenskt útvarp áður en ég lét loks til skarar skríða. Ég veit ekki til þess að það sé til íslenskur útvarpsþáttur sem er stýrður af þremur konum," útskýrir Ósk. Hún hefur starfað við útvarps- og sjónvarpsgerð í mörg ár og er því reynsluboltinn í hópnum á þessu sviði. Hún segir að hún hafi ekki viljað gera þennan þátt með neinum nema Sigrúnu og Þórunni enda myndi þær gott og öflugt teymi. „Það virðast enn vera svolitlir fordómar fyrir konum í útvarpi. Sumir halda því fram að það sé óþægilegt að hlusta á kvenmannsraddir í útvarpi; að hátíðni stuði fólk og að við megum ekki hljóma of músalegar," bætir Þórunn við. Þetta er í fyrsta sinn sem Sigrún vinnur við útvarp. Hún starfar sem förðunarfræðingur en hefur komið að sjónvarpsþáttagerð með kærasta sínum, grínistanum Steinda Jr. „Mér bauðst einu sinni að fara í útvarp, fyrir mörgum árum síðan, en ég afþakkaði pent. Mín reynsla á þessu sviði tengist helst sjónvarpsþáttagerð. En nú er minn tími kominn," segir hún og hlær. Þátturinn verður á dagskrá öll sunnudagskvöld milli 19 og 21og segja stúlkurnar lítið mál að ætla að taka frá öll sunnudagskvöld í útsendingar. „Það er engin kvöð þegar maður er með vinkonum sínum í beinni," bendir Ósk á. Þó þættinum sé stýrt af konum eru þeir ekki aðeins ætlaðir konum; málstökin verða fjölbreytt og áhugaverð, spiluð verður góð tónlist og mikið verður gert út á grínið. „Sigrún er náttúrulega alveg vandræðalega fyndin og skemmtileg. Ég kynntist því við gerð Steindans okkar," segir Þórunn og Ósk bætir við: „Þetta verður blanda af öllu. Við ætlum ekki að sitja þarna og tala bara um snyrtivörur og túrtappa, við munum fjalla um málefni líðandi stundar og eigum örugglega eftir að takast á um þau. Það verður mikið um grín, svo fáum við til okkar gesti og ætlum að vera duglegar að nýta samfélagsmiðla til að fá ábendingar frá hlustendum. Við viljum endilega vera í sem bestu sambandi við þá og að þeir fái tækifæri til að koma með sitt innlegg í þættina." Þórunn hefur áður starfað innan veggja 365 og var meðal annars dómari í þáttunum Ísland Got Talent og stjórnandi Íslenska listans. Hún segir áhugavert að vera snúin aftur til starfa fyrir fyrirtækið og hlakkar til verkefnisins. „Þó starfslokin hafi kannski ekki verið sem best þá er enginn biturleiki í gangi. Þetta er þannig bransi, hræringarnar eru miklar og fólk kemur og fer," segir hún. "Og það var náttúrulega ég sem tók vinnuna hennar," skýtur Ósk inn í. "Já, fyrir utan það. Þannig þú sérð það er enginn biturleiki í gangi," segir Þórunn og skellir upp úr. Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum Sjá meira
Útvarpsþátturinn Þrjár í fötu hefur göngu sína á FM957 þann 9. október. Þátturinn er merkilegur fyrir þær sakir að honum stýra þrjár stúlkur en slíkur útvarpsþáttur hefur ekki verið á dagskrá FM957 áður. Þáttastjórnendur eru þær Ósk Gunnarsdóttir, Þórunn Antonía Magnúsdóttir og Sigrún Sig. „Útvarpsbransinn er karlmannsbransi, það er bara þannig. Ég var búin að hugsa það í meira en ár hvað það vantaði þátt á borð við þennan í íslenskt útvarp áður en ég lét loks til skarar skríða. Ég veit ekki til þess að það sé til íslenskur útvarpsþáttur sem er stýrður af þremur konum," útskýrir Ósk. Hún hefur starfað við útvarps- og sjónvarpsgerð í mörg ár og er því reynsluboltinn í hópnum á þessu sviði. Hún segir að hún hafi ekki viljað gera þennan þátt með neinum nema Sigrúnu og Þórunni enda myndi þær gott og öflugt teymi. „Það virðast enn vera svolitlir fordómar fyrir konum í útvarpi. Sumir halda því fram að það sé óþægilegt að hlusta á kvenmannsraddir í útvarpi; að hátíðni stuði fólk og að við megum ekki hljóma of músalegar," bætir Þórunn við. Þetta er í fyrsta sinn sem Sigrún vinnur við útvarp. Hún starfar sem förðunarfræðingur en hefur komið að sjónvarpsþáttagerð með kærasta sínum, grínistanum Steinda Jr. „Mér bauðst einu sinni að fara í útvarp, fyrir mörgum árum síðan, en ég afþakkaði pent. Mín reynsla á þessu sviði tengist helst sjónvarpsþáttagerð. En nú er minn tími kominn," segir hún og hlær. Þátturinn verður á dagskrá öll sunnudagskvöld milli 19 og 21og segja stúlkurnar lítið mál að ætla að taka frá öll sunnudagskvöld í útsendingar. „Það er engin kvöð þegar maður er með vinkonum sínum í beinni," bendir Ósk á. Þó þættinum sé stýrt af konum eru þeir ekki aðeins ætlaðir konum; málstökin verða fjölbreytt og áhugaverð, spiluð verður góð tónlist og mikið verður gert út á grínið. „Sigrún er náttúrulega alveg vandræðalega fyndin og skemmtileg. Ég kynntist því við gerð Steindans okkar," segir Þórunn og Ósk bætir við: „Þetta verður blanda af öllu. Við ætlum ekki að sitja þarna og tala bara um snyrtivörur og túrtappa, við munum fjalla um málefni líðandi stundar og eigum örugglega eftir að takast á um þau. Það verður mikið um grín, svo fáum við til okkar gesti og ætlum að vera duglegar að nýta samfélagsmiðla til að fá ábendingar frá hlustendum. Við viljum endilega vera í sem bestu sambandi við þá og að þeir fái tækifæri til að koma með sitt innlegg í þættina." Þórunn hefur áður starfað innan veggja 365 og var meðal annars dómari í þáttunum Ísland Got Talent og stjórnandi Íslenska listans. Hún segir áhugavert að vera snúin aftur til starfa fyrir fyrirtækið og hlakkar til verkefnisins. „Þó starfslokin hafi kannski ekki verið sem best þá er enginn biturleiki í gangi. Þetta er þannig bransi, hræringarnar eru miklar og fólk kemur og fer," segir hún. "Og það var náttúrulega ég sem tók vinnuna hennar," skýtur Ósk inn í. "Já, fyrir utan það. Þannig þú sérð það er enginn biturleiki í gangi," segir Þórunn og skellir upp úr.
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum Sjá meira