Segir dóm Hæstaréttar einkennast af þekkingarleysi og hroðvirknislegum vinnubrögðum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. september 2016 14:08 Sonur mannsins sem lenti í slysinu gagnrýnir vinnubrögð Hæstaréttar. Hæstiréttur sýknaði í gær Vátryggingafélag Íslands af bótakröfu manns sem slasaðist í vinnuslysi í húsnæði Johans Rönning í Klettagörðum árið 2008. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt VÍS til að greiða manninum tæpar 29 milljónir króna. Maðurinn hlaut alvarlega áverka í slysinu, meðal annars mikla höfuðáverka, og er í dag hundrað prósent öryrki. Maðurinn, sem var verkstjóri hjá fyrirtækinu, hafði verið að bera glerplötur á vörubretti í lagerrými vöruhússins. Glerplötunum var staflað á brettin og var lyftari notaður til þess að hífa plöturnar á neðri hæð hússins. Öryggishlið, sem stóð við gólfbrún, var fjarlægt svo lyftarinn kæmist fyrir. Þegar síðasta glerplatan var lögð á brettið tók maðurinn skref aftur á bak og féll þannig um fjóra metra niður á jarðhæð hússins.Skylda hans sem yfirmanns að tryggja öryggi Sem fyrr segir dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur manninum bætur í október í fyrra, sjö árum eftir slysið. Hæstiréttur sneri dómnum þó við og taldi að maðurinn, sem yfirmaður þeirra starfsmanna sem unnu umrætt verk með honum, hafi honum borið skylda til að tryggja öryggi sitt og þeirra með því að gera viðeigandi varúðarráðstafanir. Þá segir jafnframt að af gögnum málsins og skoðun á vettvangi verði ekki ráðið að nauðsynlegt hafi verið að hafa öryggishlið opið þegar glerplötunum var staflað á brettið. „Þvert á móti verður að telja að ekkert hafi verið því til fyrirstöðu að hafa það lokað þegar þetta var gert og opna það síðan fyrir lyftara til niðurhífingar,“ segir í niðurstöðu dómsins.Þekkingarleysi einkenni niðurstöðuna Sonur mannsins, Sigurður Jóhann Stefánsson, birti færslu á Facebook í gær þar sem hann lýsti óánægju sinni yfir niðurstöðu dómsins. Í samtali við Vísi segir Sigurður niðurstöðuna fyrst og fremst einkennast af þekkingarleysi og hroðvirknislegum vinnubrögðum. „Það sem stendur helst upp úr er í fyrsta lagi það að VÍS neitar að greiða honum bætur á þeim forsendum að hann sé verkstjóri á staðnum, sem vekur upp spurningar um hvort allir verkstjórar landsins, eða þeir sem eru yfirmenn, séu tryggingalausir við störf sín og hvort þeir hreinlega þurfi að sitja á stólnum og gera ekki neitt,“ segir Sigurður. Sigurður segir það jafnframt sæta furðu að Hæstiréttur byggi niðurstöðu sína á fimmtán mínútna vettvangsferð í vöruhúsnæði Johans Rönning. „VÍS ákveður, með alla sína peninga og sérfræðinga, að senda ekki dómkvaddan matsmann á staðinn. Einhverra hluta vegna tekur Hæstiréttur það upp hjá sjálfum sér að fara í vettvangsferð, sem er harla óvenjulegt í einkamálum. Þeir voru fimmtán mínútur á staðnum og komast þannig að þessari niðurstöðu. Með fullri virðingu fyrir þeim þá stórlega efast ég um að þeir hafi einhverja þekkingu eða kunnáttu til að geta metið hvernig eigi að vinna störf eins og þessi,“ segir hann. „Þetta er hroðvirknislega unnið og ég er gáttaður á Hæstarétti Íslands að láta eitthvað svona frá sér.“Gjörbreyttur maður í dag Hann tekur það fram að bæturnar séu langt frá því að vera aðalatriðið í þessu máli. Það snúist fyrst og fremst um réttlæti. „Peningarnir eru alls ekki stærsti faktorinn í þessu heldur áfallið yfir þessum dómi. Foreldrar mínir hafa alltaf verið skynsamir með peninga en ég veit ekki hver staðan væri hefðu þau ekki verið það. Þetta hefði hins vegar létt mikið undir þeim og fært þeim smá gleði í lífið.“ Aðspurður segir Sigurður föður sinn ekki sama mann og hann var fyrir slysið. „Hann er gjörbreyttur maður. Hann fékk mikinn heilaskaða og bæði er hann lélegur líkamlega, en getur gengið - og það er í raun kraftaverk að hann hafi ekki lamast og svo er öll rökhugsun og karakterinn gjörbreytt.“ Þá segir Sigurður að hann muni leita allra leiða til þess að fá niðurstöðunni hnekkt, jafnvel þó hann þurfi að leita út fyrir landsteinana. Tengdar fréttir 30 milljónir í bætur sjö árum eftir slys sem leiddi til 100 prósent örorku Maðurinn var að bera glerplötur þegar hann féll aftur fyrir sig en fallið var fjórir metrar. 14. október 2015 11:12 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Hæstiréttur sýknaði í gær Vátryggingafélag Íslands af bótakröfu manns sem slasaðist í vinnuslysi í húsnæði Johans Rönning í Klettagörðum árið 2008. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt VÍS til að greiða manninum tæpar 29 milljónir króna. Maðurinn hlaut alvarlega áverka í slysinu, meðal annars mikla höfuðáverka, og er í dag hundrað prósent öryrki. Maðurinn, sem var verkstjóri hjá fyrirtækinu, hafði verið að bera glerplötur á vörubretti í lagerrými vöruhússins. Glerplötunum var staflað á brettin og var lyftari notaður til þess að hífa plöturnar á neðri hæð hússins. Öryggishlið, sem stóð við gólfbrún, var fjarlægt svo lyftarinn kæmist fyrir. Þegar síðasta glerplatan var lögð á brettið tók maðurinn skref aftur á bak og féll þannig um fjóra metra niður á jarðhæð hússins.Skylda hans sem yfirmanns að tryggja öryggi Sem fyrr segir dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur manninum bætur í október í fyrra, sjö árum eftir slysið. Hæstiréttur sneri dómnum þó við og taldi að maðurinn, sem yfirmaður þeirra starfsmanna sem unnu umrætt verk með honum, hafi honum borið skylda til að tryggja öryggi sitt og þeirra með því að gera viðeigandi varúðarráðstafanir. Þá segir jafnframt að af gögnum málsins og skoðun á vettvangi verði ekki ráðið að nauðsynlegt hafi verið að hafa öryggishlið opið þegar glerplötunum var staflað á brettið. „Þvert á móti verður að telja að ekkert hafi verið því til fyrirstöðu að hafa það lokað þegar þetta var gert og opna það síðan fyrir lyftara til niðurhífingar,“ segir í niðurstöðu dómsins.Þekkingarleysi einkenni niðurstöðuna Sonur mannsins, Sigurður Jóhann Stefánsson, birti færslu á Facebook í gær þar sem hann lýsti óánægju sinni yfir niðurstöðu dómsins. Í samtali við Vísi segir Sigurður niðurstöðuna fyrst og fremst einkennast af þekkingarleysi og hroðvirknislegum vinnubrögðum. „Það sem stendur helst upp úr er í fyrsta lagi það að VÍS neitar að greiða honum bætur á þeim forsendum að hann sé verkstjóri á staðnum, sem vekur upp spurningar um hvort allir verkstjórar landsins, eða þeir sem eru yfirmenn, séu tryggingalausir við störf sín og hvort þeir hreinlega þurfi að sitja á stólnum og gera ekki neitt,“ segir Sigurður. Sigurður segir það jafnframt sæta furðu að Hæstiréttur byggi niðurstöðu sína á fimmtán mínútna vettvangsferð í vöruhúsnæði Johans Rönning. „VÍS ákveður, með alla sína peninga og sérfræðinga, að senda ekki dómkvaddan matsmann á staðinn. Einhverra hluta vegna tekur Hæstiréttur það upp hjá sjálfum sér að fara í vettvangsferð, sem er harla óvenjulegt í einkamálum. Þeir voru fimmtán mínútur á staðnum og komast þannig að þessari niðurstöðu. Með fullri virðingu fyrir þeim þá stórlega efast ég um að þeir hafi einhverja þekkingu eða kunnáttu til að geta metið hvernig eigi að vinna störf eins og þessi,“ segir hann. „Þetta er hroðvirknislega unnið og ég er gáttaður á Hæstarétti Íslands að láta eitthvað svona frá sér.“Gjörbreyttur maður í dag Hann tekur það fram að bæturnar séu langt frá því að vera aðalatriðið í þessu máli. Það snúist fyrst og fremst um réttlæti. „Peningarnir eru alls ekki stærsti faktorinn í þessu heldur áfallið yfir þessum dómi. Foreldrar mínir hafa alltaf verið skynsamir með peninga en ég veit ekki hver staðan væri hefðu þau ekki verið það. Þetta hefði hins vegar létt mikið undir þeim og fært þeim smá gleði í lífið.“ Aðspurður segir Sigurður föður sinn ekki sama mann og hann var fyrir slysið. „Hann er gjörbreyttur maður. Hann fékk mikinn heilaskaða og bæði er hann lélegur líkamlega, en getur gengið - og það er í raun kraftaverk að hann hafi ekki lamast og svo er öll rökhugsun og karakterinn gjörbreytt.“ Þá segir Sigurður að hann muni leita allra leiða til þess að fá niðurstöðunni hnekkt, jafnvel þó hann þurfi að leita út fyrir landsteinana.
Tengdar fréttir 30 milljónir í bætur sjö árum eftir slys sem leiddi til 100 prósent örorku Maðurinn var að bera glerplötur þegar hann féll aftur fyrir sig en fallið var fjórir metrar. 14. október 2015 11:12 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
30 milljónir í bætur sjö árum eftir slys sem leiddi til 100 prósent örorku Maðurinn var að bera glerplötur þegar hann féll aftur fyrir sig en fallið var fjórir metrar. 14. október 2015 11:12