Skatttekjur af ferðamönnum ætlaðar 445 milljarðar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. október 2016 07:00 Fjölmargir þeirra ferðamanna sem koma til Íslands skoða Þingvelli. vísir/pjetur Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) áætla að ríkissjóður fái 445 milljarða króna í skatta og gjöld af erlendum ferðamönnum á næsta kjörtímabili. Áætlunin byggir á spá um að ferðamönnum fjölgi um þrettán til tuttugu prósent á ári á næstu fjórum árum. Þetta var kynnt á fundi sem SAF efndi til með fulltrúum stjórnmálaflokka í Mosfellsbæ í vikunni. Miðað við þessa spá verða heildargjaldeyristekjur af komu ferðamanna um það bil 2.700 milljarðar króna á kjörtímabilinu. Setti Grímur Sæmundsen, formaður SAF, upphæðina í samhengi við það að á þessu ári sé verg landsframleiðsla Íslands áætluð 2.400 milljarðar.Grímur Sæmundsen, formaður SAF.vísir/gva„Við höfum verið að kynna þetta stórkostlega tækifæri sem við sem þjóð stöndum frammi fyrir. Við höfum verið að benda á það í því samhengi að til þess að þetta geti orðið að veruleika þurfi að fjárfesta með sértækum hætti fyrir þarfir ferðaþjónustunnar fyrir um átta milljarða króna á ári á sama tímabili,“ segir Grímur. Hann segir að til þess að ríkissjóður fái umrædda 445 milljarða þurfi ríkið að fjárfesta fyrir 32 milljarða á sama tíma, eða um sjö prósent. SAF fundar nú víðs vegar um land með frambjóðendum og segir Grímur umræðurnar á fyrsta fundinum hafa verið uppbyggilegar. Þar voru mættir fulltrúar þeirra flokka sem myndu ná mönnum á þing samkvæmt skoðanakönnunum. „Það var mjög jákvæð umræða og mér fannst frambjóðendur sýna málefnum greinarinnar áhuga og kannski meiri skilning en við höfum talið okkur upplifa af hálfu stjórnmálanna almennt til þessa,“ segir Grímur. Hann segir frambjóðendur þó ekki hafa verið að lofa neinu í þessum málum enda snúist málið ekki um það heldur „að menn geri sér grein fyrir þessum tækifærum sem við stöndum frammi fyrir hvað varðar frekari vöxt og uppbyggingu ferðaþjónustunnar“. SAF telur úrlausnarefnin hafa komið fram í Vegvísi að ferðaþjónustu sem kom út í fyrra. Þau verkefni sem þurfi að ráðast í snúi að bættri upplýsingagjöf, öryggi ferðamanna, áhættustýringu, náttúruvernd, uppbyggingu áfangastaða auk annars. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) áætla að ríkissjóður fái 445 milljarða króna í skatta og gjöld af erlendum ferðamönnum á næsta kjörtímabili. Áætlunin byggir á spá um að ferðamönnum fjölgi um þrettán til tuttugu prósent á ári á næstu fjórum árum. Þetta var kynnt á fundi sem SAF efndi til með fulltrúum stjórnmálaflokka í Mosfellsbæ í vikunni. Miðað við þessa spá verða heildargjaldeyristekjur af komu ferðamanna um það bil 2.700 milljarðar króna á kjörtímabilinu. Setti Grímur Sæmundsen, formaður SAF, upphæðina í samhengi við það að á þessu ári sé verg landsframleiðsla Íslands áætluð 2.400 milljarðar.Grímur Sæmundsen, formaður SAF.vísir/gva„Við höfum verið að kynna þetta stórkostlega tækifæri sem við sem þjóð stöndum frammi fyrir. Við höfum verið að benda á það í því samhengi að til þess að þetta geti orðið að veruleika þurfi að fjárfesta með sértækum hætti fyrir þarfir ferðaþjónustunnar fyrir um átta milljarða króna á ári á sama tímabili,“ segir Grímur. Hann segir að til þess að ríkissjóður fái umrædda 445 milljarða þurfi ríkið að fjárfesta fyrir 32 milljarða á sama tíma, eða um sjö prósent. SAF fundar nú víðs vegar um land með frambjóðendum og segir Grímur umræðurnar á fyrsta fundinum hafa verið uppbyggilegar. Þar voru mættir fulltrúar þeirra flokka sem myndu ná mönnum á þing samkvæmt skoðanakönnunum. „Það var mjög jákvæð umræða og mér fannst frambjóðendur sýna málefnum greinarinnar áhuga og kannski meiri skilning en við höfum talið okkur upplifa af hálfu stjórnmálanna almennt til þessa,“ segir Grímur. Hann segir frambjóðendur þó ekki hafa verið að lofa neinu í þessum málum enda snúist málið ekki um það heldur „að menn geri sér grein fyrir þessum tækifærum sem við stöndum frammi fyrir hvað varðar frekari vöxt og uppbyggingu ferðaþjónustunnar“. SAF telur úrlausnarefnin hafa komið fram í Vegvísi að ferðaþjónustu sem kom út í fyrra. Þau verkefni sem þurfi að ráðast í snúi að bættri upplýsingagjöf, öryggi ferðamanna, áhættustýringu, náttúruvernd, uppbyggingu áfangastaða auk annars. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira