Innlent

Reyndi að fela tugi grammma undir sætinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Við öryggisleit á einum úr bílnum fundust um 25 grömm af kannabis til viðbótar, sem hann hafði falið innanklæða.
Við öryggisleit á einum úr bílnum fundust um 25 grömm af kannabis til viðbótar, sem hann hafði falið innanklæða. Vísir/Stefán
Lögreglan á Suðurnesjum handtók um síðustu helgi ökumann sem reyndist hafa neytt amfetamíns, metamfetamíns og kannabisefna. Þegar lögreglumenn ræddu við hann reyndi maðurinn að koma poka með tugum gramma af kannabis undir sætið.

Fjórir farþegar voru í bílnum og samkvæmt tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum, voru þau öll sjáanlega undir áhrifum fíkniefna. Við öryggisleit á einum úr bílnum fundust um 25 grömm af kannabis til viðbótar, sem hann hafði falið innanklæða.

Ökumaður bílsins játaði að eiga fíkniefnin og hann játaði einnig sölu og dreifingu fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×