Pottaskefill prýðir upptendrað Óslóartréð Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 27. nóvember 2016 09:23 Tendrað verður á Oslóartrénu kl 16 í dag Vísir/Vilhelm Nú styttist svo sannarlega í jólin og nóvember fer senn að kveðja. Fyrsti í aðventu er í dag og því munu margir tendra á fyrsta aðventukertinu til marks um komu hátíðanna. Klukkan 16 á Austurvelli verður aðventunni og hátíð ljóssins fagnað með pompi og prakt þegar Völundur Ingi Steen Bjarnason, 7 ára norsk-íslenskur drengur, mun kveikja á jólaljósum hins fræga Óslóartrés. Tendrun jólaljósanna á Óslóartrénu minnir einnig á áratuga vinasamband milli borganna tveggja. Tréð verður prýtt jólaóra Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Jólaóróinn var hannaður af Signýju Kolbeinsdóttur og er hann eftirmynd Pottaskefils sem allir þekkja svo vel. Í tilefni þessa verður flutt ljóð um sveininn sem samið var af Snæbirni Ragnarssyni eða Bibba í Skálmöld eins og hann er betur þekktur. Júlíana Óskarsdóttir, sigurvegari Stóru upplestrarkeppni grunnskólanna mun flytja ljóðið af sinni einskæru snilld.Pottaskefill bíður spenntur eftir að fá að hanga á OslóartrénuVísir/Styrktarfélag lamaðra og fatlaðraSaga óróans er fallegt og merk. Fyrsti óróinn kom út fyrir tíu árum síðan og var hann í líki jólasveinsins Kertasníkis. Reykjavíkurborg hefur stutt verkefnið frá upphafi með því að skreyta Óslóartréð með óróa ársins. Allur ágóði af sölu óróans mun fara til Æfingastöðvarinnar en börn og ungmenni með frávik í þroska og hreyfingum fá þar þjónustu frá sjúkra- og iðjuþjálfa við að bæta færni sína bæði í leik og starfi. Þetta auðveldar þeim að þroskast og dafna. Á Æfingastöðina sækja einnig fullorðnir einstaklingar sem eru með Parkinsonsjúkdóminn eða hafa verið hreyfihamlaðir frá barnæsku Hér er því um fallegt málefni að ræða sem er í anda jólanna, hátíð ljóss og friðar.Dagskrá dagsins Dagskráin hefst kl 14 í Ráðhúsi Reykjavíkur en þar verður frumsýnd norska jólakvikmyndin, Sólon og Lúðvík: Jól í Furufirði. Óslóarborg færir borginni myndina að gjöf og hefur hún verið talsett á íslensku. Myndin verður sýnd á sunnudögum kl 14 á aðventunni. Klukkan 16 mun Erik Lunde, borgarfulltrúi Óslóarborgar, afhenda tréð formlega á Austurvelli og veitir S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, gjöfinni viðtöku og flytur þakkarávarp. Salka Sól og Valdimar munu syngja aðventuna inn í hug og hjörtu landsmanna ásamt einvalaliði tónlistarfólks. Lúðrasveit Reykjavíkur mun einnig stíga og stokk og búist er við að jólasveinar knáir hafi stungið af úr fjöllunum og muni bregða á leik, börnum og fullorðnum til skemmtunar. Gerður G. Bjarklind, röddin sem allir landsmenn þekkja og dá, mun kynna dagskrána en þetta er í 17. skipti sem hún gerir það. Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Semja um vopnahlé Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Nú styttist svo sannarlega í jólin og nóvember fer senn að kveðja. Fyrsti í aðventu er í dag og því munu margir tendra á fyrsta aðventukertinu til marks um komu hátíðanna. Klukkan 16 á Austurvelli verður aðventunni og hátíð ljóssins fagnað með pompi og prakt þegar Völundur Ingi Steen Bjarnason, 7 ára norsk-íslenskur drengur, mun kveikja á jólaljósum hins fræga Óslóartrés. Tendrun jólaljósanna á Óslóartrénu minnir einnig á áratuga vinasamband milli borganna tveggja. Tréð verður prýtt jólaóra Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Jólaóróinn var hannaður af Signýju Kolbeinsdóttur og er hann eftirmynd Pottaskefils sem allir þekkja svo vel. Í tilefni þessa verður flutt ljóð um sveininn sem samið var af Snæbirni Ragnarssyni eða Bibba í Skálmöld eins og hann er betur þekktur. Júlíana Óskarsdóttir, sigurvegari Stóru upplestrarkeppni grunnskólanna mun flytja ljóðið af sinni einskæru snilld.Pottaskefill bíður spenntur eftir að fá að hanga á OslóartrénuVísir/Styrktarfélag lamaðra og fatlaðraSaga óróans er fallegt og merk. Fyrsti óróinn kom út fyrir tíu árum síðan og var hann í líki jólasveinsins Kertasníkis. Reykjavíkurborg hefur stutt verkefnið frá upphafi með því að skreyta Óslóartréð með óróa ársins. Allur ágóði af sölu óróans mun fara til Æfingastöðvarinnar en börn og ungmenni með frávik í þroska og hreyfingum fá þar þjónustu frá sjúkra- og iðjuþjálfa við að bæta færni sína bæði í leik og starfi. Þetta auðveldar þeim að þroskast og dafna. Á Æfingastöðina sækja einnig fullorðnir einstaklingar sem eru með Parkinsonsjúkdóminn eða hafa verið hreyfihamlaðir frá barnæsku Hér er því um fallegt málefni að ræða sem er í anda jólanna, hátíð ljóss og friðar.Dagskrá dagsins Dagskráin hefst kl 14 í Ráðhúsi Reykjavíkur en þar verður frumsýnd norska jólakvikmyndin, Sólon og Lúðvík: Jól í Furufirði. Óslóarborg færir borginni myndina að gjöf og hefur hún verið talsett á íslensku. Myndin verður sýnd á sunnudögum kl 14 á aðventunni. Klukkan 16 mun Erik Lunde, borgarfulltrúi Óslóarborgar, afhenda tréð formlega á Austurvelli og veitir S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, gjöfinni viðtöku og flytur þakkarávarp. Salka Sól og Valdimar munu syngja aðventuna inn í hug og hjörtu landsmanna ásamt einvalaliði tónlistarfólks. Lúðrasveit Reykjavíkur mun einnig stíga og stokk og búist er við að jólasveinar knáir hafi stungið af úr fjöllunum og muni bregða á leik, börnum og fullorðnum til skemmtunar. Gerður G. Bjarklind, röddin sem allir landsmenn þekkja og dá, mun kynna dagskrána en þetta er í 17. skipti sem hún gerir það.
Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Semja um vopnahlé Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira