Bjarni segir VMA ekki hafa staðið við tvíhliða samkomulag Anton Egilsson skrifar 19. september 2016 22:05 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Anton Brink Bjarni Benediktsson segir Verkmenntaskólann á Akureyri ekki hafa staðið við tvíhliða samkomulag sem það gerði við Mennta- og menningamálaráðuneytið um dreifingu 24 milljón króna skuldar við ríkissjóð. Þetta sagði Bjarni í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, krafði Bjarna Benediktsson svara um stöðu Verkmenntaskólans. Búið að loka á greiðslur til skólansGreint var frá því á Vísi í dag að krísufundur hafi verið haldinn með starfsmönnum skólans í morgun vegna fjárhagsvanda hans. Í bréfi sem Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, sendi foreldrum nemenda í skólanum í dag segir hún að búið sé að loka á greiðslur til skólans, annarra en til launa og húsaleigu, þar sem skólinn sé í skuld við ríkissjóð. Þá segist hún hafa verið í samskiptum við aðila í mennta- og menningamálaráðuneytinu og verið sé að leita leiða til að skólinn gæti staðið skuldbindingar sínar hvorutveggja gagnvart nemendum og ríkissjóði.Stóðu ekki við sinn hluta samkomulagsinsBjarkey spurði Bjarna hvort samkomulag sem skólinn gerði við menntamálaráðherra um dreifingu á 24 milljóna skuld skólans við ríkissjóð væri ekki raunverulegt. Stóð til að dreifa skuldinni niður á næstu tvö til þrjú ár. Svaraði Bjarni svo að segja mætti að gert hafi verið tvíhliða samkomulag milli skólans og menntamálaráðuneytisins þar sem gengið var út frá ákveðnum forsendum um rekstrarhorfur á árinu 2016. „Af hálfu skólans hefur ekki verið staðið við það sem um var rætt samkvæmt samkomulaginu. Rekstrarstaða skólans er verri en hún átti að vera samkvæmt viðkomandi samkomulagi. Aðalástæðan og eina ástæðan fyrir því að sú staða er komin upp að nýju sem menn reyndu að forða fyrir örfáum mánuðum er sú að skólinn hefur ekki getað staðið við sinn hluta samkomulagsins.”Framlag á hvern nemanda hækkað töluvertÞá bætti Bjarni við að núverandi ríkisstjórn hafi á starfstíma sínum aukið framlag á hvern framhaldsskólanemanda úr 900 þúsund króna í 1,1 milljón króna. Framlag á hvern nemenda komi til með að hækka ennþá meira ef fram heldur sem horfir. „Ef fram heldur sem horfir og samkvæmt þeirri áætlun í ríkisfjármálum sem nú liggur fyrir, samþykkt af Alþingi, munum við á komandi árum gera svo miklum mun betur að framlögin stefna í að vera um 1,6 milljónir á nemanda undir lok áætlunartímabilsins.” Tengdar fréttir Krísufundur hjá starfsmönnum VMA: Gætu þurft að senda nemendur heim í næstu viku Skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri hefur sett algert bann við öll innkaup þar til frekari svör fást frá stjórnvöldum. 19. september 2016 11:02 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson segir Verkmenntaskólann á Akureyri ekki hafa staðið við tvíhliða samkomulag sem það gerði við Mennta- og menningamálaráðuneytið um dreifingu 24 milljón króna skuldar við ríkissjóð. Þetta sagði Bjarni í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, krafði Bjarna Benediktsson svara um stöðu Verkmenntaskólans. Búið að loka á greiðslur til skólansGreint var frá því á Vísi í dag að krísufundur hafi verið haldinn með starfsmönnum skólans í morgun vegna fjárhagsvanda hans. Í bréfi sem Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, sendi foreldrum nemenda í skólanum í dag segir hún að búið sé að loka á greiðslur til skólans, annarra en til launa og húsaleigu, þar sem skólinn sé í skuld við ríkissjóð. Þá segist hún hafa verið í samskiptum við aðila í mennta- og menningamálaráðuneytinu og verið sé að leita leiða til að skólinn gæti staðið skuldbindingar sínar hvorutveggja gagnvart nemendum og ríkissjóði.Stóðu ekki við sinn hluta samkomulagsinsBjarkey spurði Bjarna hvort samkomulag sem skólinn gerði við menntamálaráðherra um dreifingu á 24 milljóna skuld skólans við ríkissjóð væri ekki raunverulegt. Stóð til að dreifa skuldinni niður á næstu tvö til þrjú ár. Svaraði Bjarni svo að segja mætti að gert hafi verið tvíhliða samkomulag milli skólans og menntamálaráðuneytisins þar sem gengið var út frá ákveðnum forsendum um rekstrarhorfur á árinu 2016. „Af hálfu skólans hefur ekki verið staðið við það sem um var rætt samkvæmt samkomulaginu. Rekstrarstaða skólans er verri en hún átti að vera samkvæmt viðkomandi samkomulagi. Aðalástæðan og eina ástæðan fyrir því að sú staða er komin upp að nýju sem menn reyndu að forða fyrir örfáum mánuðum er sú að skólinn hefur ekki getað staðið við sinn hluta samkomulagsins.”Framlag á hvern nemanda hækkað töluvertÞá bætti Bjarni við að núverandi ríkisstjórn hafi á starfstíma sínum aukið framlag á hvern framhaldsskólanemanda úr 900 þúsund króna í 1,1 milljón króna. Framlag á hvern nemenda komi til með að hækka ennþá meira ef fram heldur sem horfir. „Ef fram heldur sem horfir og samkvæmt þeirri áætlun í ríkisfjármálum sem nú liggur fyrir, samþykkt af Alþingi, munum við á komandi árum gera svo miklum mun betur að framlögin stefna í að vera um 1,6 milljónir á nemanda undir lok áætlunartímabilsins.”
Tengdar fréttir Krísufundur hjá starfsmönnum VMA: Gætu þurft að senda nemendur heim í næstu viku Skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri hefur sett algert bann við öll innkaup þar til frekari svör fást frá stjórnvöldum. 19. september 2016 11:02 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Krísufundur hjá starfsmönnum VMA: Gætu þurft að senda nemendur heim í næstu viku Skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri hefur sett algert bann við öll innkaup þar til frekari svör fást frá stjórnvöldum. 19. september 2016 11:02