41 árs hlaupari mun setja nýtt bandarískt met á ÓL í Ríó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2016 19:45 Bernard Lagat fagnar ÓL-sæti sínum með börnum sínum. Vísir/Getty Bernard Lagat sló í gegn um helgina á úrtökumóti Bandaríkjanna fyrir frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna í Ríó sem hefjast í næsta mánuði. ' Bernard Lagat er orðinn 41 árs gamall en gefur ekkert eftir. Það sást vel í 5000 metra hlaupinu um helgina þar sem frábær endasprettur tryggði honum sæti á Ólympíuleikunum. Á síðustu 400 metrum hlaupsins fór Bernard Lagat fram úr 24 ára manni, þrítugum manni, öðrum þrítugum manni, 25 ára manni og loks 26 ára gömlum manni. Með þessu tryggði hann sér sigur í hlaupinu og fær því tækifæri til að taka þátt í sínum fimmtu Ólympíuleikum. „Ég trú því ekki að ég sé gamall. Ef þú trúir því að þú sért orðinn gamall þá ferðu að hlaupa eins og gamall maður," sagði Bernard Lagat eftir hlaupið. Þetta var síðasti möguleiki Bernard Lagat því honum tókst ekki að klára tíu þúsund metra hlaupið átta dögum fyrr. Útlitið var heldur ekki alltof gott fyrir síðasta hringinn. Hann hljóp hinsvegar síðustu 400 metrana á 52,82 sekúndum og sló öllum öðrum við. Bernard Lagat er fæddur í Kenía 12. desember 1974. Hann keppti fyrir Kenía til ársins 2005 þegar hann gerðist bandarískur ríkisborgari en hann fór í háskóla í Bandaríkjunum. Þetta verða þriðji Ólympíuleikar hann sem Bandaríkjamanns en hann vann silfur (Aþena 2004) og brons (Sydney 2000) á Ólympíuleikunum sem Keníabúi. Bæði verðlaunin komu í 1500 metra hlaupi. Bernard Lagat gekk illa á fyrstu Ólympíuleikum sínum sem Bandaríkjamaður í Peking 2008 en hann varð hinsvegar fjórði í 5000 metra hlaupi á síðustu leikum í London 2012. Bernard Lagat hafði lofað dóttur sinni að komast til Ríó. Gianni dóttir hans er mikil fimleikaáhugakona og hafði sett mikla pressu á pabba sinn. „Dóttir mín sagði við mig: Pabbi, þú verður að komast á Ólympíuleikana svo að ég geti horft á fimleikana," sagði Bernard Lagat eftir að ÓL-sætið var í höfn. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira
Bernard Lagat sló í gegn um helgina á úrtökumóti Bandaríkjanna fyrir frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna í Ríó sem hefjast í næsta mánuði. ' Bernard Lagat er orðinn 41 árs gamall en gefur ekkert eftir. Það sást vel í 5000 metra hlaupinu um helgina þar sem frábær endasprettur tryggði honum sæti á Ólympíuleikunum. Á síðustu 400 metrum hlaupsins fór Bernard Lagat fram úr 24 ára manni, þrítugum manni, öðrum þrítugum manni, 25 ára manni og loks 26 ára gömlum manni. Með þessu tryggði hann sér sigur í hlaupinu og fær því tækifæri til að taka þátt í sínum fimmtu Ólympíuleikum. „Ég trú því ekki að ég sé gamall. Ef þú trúir því að þú sért orðinn gamall þá ferðu að hlaupa eins og gamall maður," sagði Bernard Lagat eftir hlaupið. Þetta var síðasti möguleiki Bernard Lagat því honum tókst ekki að klára tíu þúsund metra hlaupið átta dögum fyrr. Útlitið var heldur ekki alltof gott fyrir síðasta hringinn. Hann hljóp hinsvegar síðustu 400 metrana á 52,82 sekúndum og sló öllum öðrum við. Bernard Lagat er fæddur í Kenía 12. desember 1974. Hann keppti fyrir Kenía til ársins 2005 þegar hann gerðist bandarískur ríkisborgari en hann fór í háskóla í Bandaríkjunum. Þetta verða þriðji Ólympíuleikar hann sem Bandaríkjamanns en hann vann silfur (Aþena 2004) og brons (Sydney 2000) á Ólympíuleikunum sem Keníabúi. Bæði verðlaunin komu í 1500 metra hlaupi. Bernard Lagat gekk illa á fyrstu Ólympíuleikum sínum sem Bandaríkjamaður í Peking 2008 en hann varð hinsvegar fjórði í 5000 metra hlaupi á síðustu leikum í London 2012. Bernard Lagat hafði lofað dóttur sinni að komast til Ríó. Gianni dóttir hans er mikil fimleikaáhugakona og hafði sett mikla pressu á pabba sinn. „Dóttir mín sagði við mig: Pabbi, þú verður að komast á Ólympíuleikana svo að ég geti horft á fimleikana," sagði Bernard Lagat eftir að ÓL-sætið var í höfn.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira