Carolina Panthers liðið á bæði besta leikmanninn og besta þjálfarann i NFL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2016 12:00 Cam Newton. Vísir/Getty Carolina Panthers fékk í gær þrjú stór verðlaun á uppskeruhátíð NFL-deildarinnar en leikmenn Carolina Panthers mæta Denver Broncos í Super Bowl í kvöld. Cam Newton, leikstjórnandi Carolina Panthers, var bæði valinn mikilvægasti leikmaðurinn og besti sóknarmaðurinn. Ron Rivera, þjálfari Carolina Panthers, var valinn besti þjálfari tímabilsins. Þetta er í annað skiptið á þremur árum sem hann fær þessi verðlaun. J. J. Watt hjá Houston Texans var kosinn besti varnarmaðurinn en það er annað árið í röð og í þriðja sinn á fjórum árum sem hann er valinn varnartröll deildarinnar. Cam Newton fékk yfirburðarkosningu sem mikilvægasti leikmaðurinn en hann fékk 48 af 50 atkvæðum en það eru íþróttafréttamenn sem fjalla um NFL-deildina sem kjósa. Þessi tvö atkvæði sem komu ekki í hlut Newton fóru til Tom Brady og Carson Palmer. Það var aðeins meiri spenna í kosningu á besta sóknarmanninum en þar fékk Cam Newton 18 atkvæði en Antonio Brown hjá Pittsburg Steelers kom næstur með 10 atkvæði. Cam Newton var ekki á staðnum enda að undirbúa sig fyrir Super Bowl í kvöld og það voru faðir hans, móðir hans og tveir bræður hans sem tóku við verðlaunum fyrir hans hönd. Cam Newton átti frábært tímabil með Carolina Panthers liðinu sem vann 15 af 16 leikjum í deildarkeppninni og er nú komið alla leið í úrslitin um titilinn. Newton sendi 35 snertimarksendingar í þessum 16 leikjum og skoraði líka sjálfur tíu snertimörk að auki. Newton hefur verið rosalegur í síðustu tíu leikjum í deild og úrslitakeppni þar sem hann hefur kastað 26 snertimarkssendingar og aðeins kastað boltanum þrisvar sinnum frá sér á sama tíma.Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsendingin klukkan 23.00. Tryggðu þér áskrift á 365.is.Ron RiveraVísir/Getty NFL Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Carolina Panthers fékk í gær þrjú stór verðlaun á uppskeruhátíð NFL-deildarinnar en leikmenn Carolina Panthers mæta Denver Broncos í Super Bowl í kvöld. Cam Newton, leikstjórnandi Carolina Panthers, var bæði valinn mikilvægasti leikmaðurinn og besti sóknarmaðurinn. Ron Rivera, þjálfari Carolina Panthers, var valinn besti þjálfari tímabilsins. Þetta er í annað skiptið á þremur árum sem hann fær þessi verðlaun. J. J. Watt hjá Houston Texans var kosinn besti varnarmaðurinn en það er annað árið í röð og í þriðja sinn á fjórum árum sem hann er valinn varnartröll deildarinnar. Cam Newton fékk yfirburðarkosningu sem mikilvægasti leikmaðurinn en hann fékk 48 af 50 atkvæðum en það eru íþróttafréttamenn sem fjalla um NFL-deildina sem kjósa. Þessi tvö atkvæði sem komu ekki í hlut Newton fóru til Tom Brady og Carson Palmer. Það var aðeins meiri spenna í kosningu á besta sóknarmanninum en þar fékk Cam Newton 18 atkvæði en Antonio Brown hjá Pittsburg Steelers kom næstur með 10 atkvæði. Cam Newton var ekki á staðnum enda að undirbúa sig fyrir Super Bowl í kvöld og það voru faðir hans, móðir hans og tveir bræður hans sem tóku við verðlaunum fyrir hans hönd. Cam Newton átti frábært tímabil með Carolina Panthers liðinu sem vann 15 af 16 leikjum í deildarkeppninni og er nú komið alla leið í úrslitin um titilinn. Newton sendi 35 snertimarksendingar í þessum 16 leikjum og skoraði líka sjálfur tíu snertimörk að auki. Newton hefur verið rosalegur í síðustu tíu leikjum í deild og úrslitakeppni þar sem hann hefur kastað 26 snertimarkssendingar og aðeins kastað boltanum þrisvar sinnum frá sér á sama tíma.Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsendingin klukkan 23.00. Tryggðu þér áskrift á 365.is.Ron RiveraVísir/Getty
NFL Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira