Innlent

Nemendur afhentu Degi undirskriftalista

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Nemendurnir undirstrikuðu mikilvægi kennarastarfsins.
Nemendurnir undirstrikuðu mikilvægi kennarastarfsins. mynd/dagur b. eggertsson
Nemendur úr Seljaskóla afhentu Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í morgun undirskriftalista þar sem hvatt er til að samið verði við kennara og laun þeirra hækkuð ásamt því sem þeir undirstrikuðu mikilvægi kennarastarfsins. Nemendurnir hittu borgarstjórann í Árskógum í Breiðholti, segir Dagur á Facebook-síðu sinni.

„Ég mun koma áskoruninni rakleitt inn á borð samninganefnda sveitarfélaganna og kennara. Það er mikilvægt að samningar náist sem allra fyrst,“ segir Dagur.

„Framganga krakkana úr Seljaskóla undirstrikar hvað við eigum efnilega og málefnalega unglinga. Þau voru hverfinu, skólanum sínum, kennurum og foreldrum til mikils sóma.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×