Sport

Meisam fékk silfur í Króatíu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Meisam Rafiei hefur unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna.
Meisam Rafiei hefur unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna. vísir/aðsend
Meisam Rafiei, landsliðsþjálfari Íslands í taekwondo, heldur áfram að gera það gott í keppnum á erlendum vettvangi.

Meisam vann til silfurverðlauna í -58 kg flokki á evrópsku háskólaleikunum í Rijeka í Króatíu þar sem 5.000 nemendur frá 300 háskólum kepptu í hinum ýmsum íþróttagreinum.

Hann byrjaði á því að finna Bette Liam frá Frakklandi, 9-5, og tók svo Kokshyntsau Illia frá Hvíta-Rússlandi, 6-4. Í þriðja bardaganum mætti hann Dimitrov Stephan frá Moldavíu og tapaði á gullstigi eftir að jafnt var, 5-5.

Meisam keppti tvisvar sinnum við Stephan og vann hann einu sinni, 3-2, en tapaði svo á gullstigi og stóð uppi með silfurverðlaunin.

Meisam Rafiei er upphaflega frá Íran en hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið 2011. Hann varð heimsmeistari unglinga árið 2002 og heimsmeistari hermanna 2006 og 2008.

Í byrjun þessa árs varð Meisam Norðurlandameistari í taekwondo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×