Vaxtabætur fyrirfram til íbúðakaupa Heiðar Lind Hansson skrifar 5. október 2016 07:00 Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, kynnir tillögurnar í Norræna húsinu í gær. mynd/samfylkingin Samfylkingin hyggst greiða vaxtabætur fyrirfram til næstu fimm ára í þeim tilgangi að styrkja fólk til íbúðakaupa. Tillagan gerir ráð fyrir að sambúðarfólk geti fengið 3 milljónir, einstætt foreldri 2,5 milljónir og einstaklingar 2 milljónir. Einungis þeir sem eiga ekki íbúð eiga rétt á vaxtabótum, en vaxtabótakerfið tekur bæði mið af tekjum og eignum. Þetta var kynnt á blaðamannafundi sem Samfylkingin hélt í Norræna húsinu í gær, en úrræðið er nefnt „Forskotið“ af flokknum. Fram kom á fundinum að um 15 þúsund einstaklingar á aldrinum 20-39 ára eiga ekki fasteign og er úrræðinu því ætlað að styrkja þennan hóp til að kaupa íbúð. Að sögn Oddnýjar Harðardóttur, formanns Samfylkingarinnar, verður ekki um mikinn kostnaðarauka að ræða fyrir ríkissjóð, en 6,2 milljörðum króna var varið í vaxtabætur á þessu ári samkvæmt fjárlögum. Vaxtabætur geta nú orðið að hámarki 600 þúsund krónur fyrir sambúðarfólk, 500 þúsund fyrir einstætt foreldri og 400 þúsund fyrir einstaklinga. „Ef við miðum við núverandi launa- og eignamörk og segjum að við séum með 250 pör og 250 einstaklinga sem búa í heimahúsum, þá myndi þessi leið kosta 1,2 milljarða auka miðað við það sem nú er,“ segir Oddný. Samhliða þessu hyggst Samfylkingin efla leigumarkaðinn. „Við viljum greiða stofnstyrki með 1.000 leiguíbúðum á ári næstu fjögur árin og með 1.000 námsmannaíbúðum á öllu landinu,“ segir Oddný. „Það er bráðavandi á húsnæðismarkaði núna og þess vegna setjum við fram þessa leið að veita ungu fólki forskot. Á sama tíma munum við byggja upp heilbrigðan leigumarkað þannig að hann verði valkostur.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Sjá meira
Samfylkingin hyggst greiða vaxtabætur fyrirfram til næstu fimm ára í þeim tilgangi að styrkja fólk til íbúðakaupa. Tillagan gerir ráð fyrir að sambúðarfólk geti fengið 3 milljónir, einstætt foreldri 2,5 milljónir og einstaklingar 2 milljónir. Einungis þeir sem eiga ekki íbúð eiga rétt á vaxtabótum, en vaxtabótakerfið tekur bæði mið af tekjum og eignum. Þetta var kynnt á blaðamannafundi sem Samfylkingin hélt í Norræna húsinu í gær, en úrræðið er nefnt „Forskotið“ af flokknum. Fram kom á fundinum að um 15 þúsund einstaklingar á aldrinum 20-39 ára eiga ekki fasteign og er úrræðinu því ætlað að styrkja þennan hóp til að kaupa íbúð. Að sögn Oddnýjar Harðardóttur, formanns Samfylkingarinnar, verður ekki um mikinn kostnaðarauka að ræða fyrir ríkissjóð, en 6,2 milljörðum króna var varið í vaxtabætur á þessu ári samkvæmt fjárlögum. Vaxtabætur geta nú orðið að hámarki 600 þúsund krónur fyrir sambúðarfólk, 500 þúsund fyrir einstætt foreldri og 400 þúsund fyrir einstaklinga. „Ef við miðum við núverandi launa- og eignamörk og segjum að við séum með 250 pör og 250 einstaklinga sem búa í heimahúsum, þá myndi þessi leið kosta 1,2 milljarða auka miðað við það sem nú er,“ segir Oddný. Samhliða þessu hyggst Samfylkingin efla leigumarkaðinn. „Við viljum greiða stofnstyrki með 1.000 leiguíbúðum á ári næstu fjögur árin og með 1.000 námsmannaíbúðum á öllu landinu,“ segir Oddný. „Það er bráðavandi á húsnæðismarkaði núna og þess vegna setjum við fram þessa leið að veita ungu fólki forskot. Á sama tíma munum við byggja upp heilbrigðan leigumarkað þannig að hann verði valkostur.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Sjá meira