Smári segir ásakanir um ósannsögli byggðar á misskilningi Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. október 2016 18:30 Smári McCarthy oddviti Pírata í Suðurkjördæmi segir ásakanir um að hann hafi sagt ósatt um menntun sína byggðar á misskilningi. Hann segist ekki vita nákvæmlega hversu miklu af stærðifræðinámi sínu hann hafi lokið. Smári er sakaður um að hafa farið rangt með upplýsingar um menntun sína á samskiptamiðlinum Linked-In en draga má þá ályktun í ferilskrá hans að hann hafi lokið BS-gráðu í stærðfræði en hann lauk aldrei náminu. Í titlinum var hann hins vegar sagður stærðfræðinemi. „Það stendur efst á síðunni, sem ég reyndi að loka fyrir nokkrum árum að ég hafi verið nemi í stærðfræði. Ég hef sennilega sett þetta inn, náttúrulega Linkded-in er mjög leiðinlega úfullkomið að mörgu leyti. Ég hef sennilega sett inn áætlaðan tíma sem ég ætlaði að vera í námi. Svo úreldist það. Í rauninni er ég ekki halda neinu fram þarna eða það var allavega ekki ætlunin.“ Hinn 1. júlí á þessu ári birtist frétt í Morgunblaðinu þar sem segir að Smári McCarthy stærðfræðingur og vefhönnuður bjóði sig fram í fyrsta sæti á lista Pírata í Suðurkjördæmi. Svona fréttir eiga yfirleitt rætur í tilkynningum frá flokkum og frambjóðendunum sjálfum. En ekki liggur fyrir hvers vegna hann var titlaður með þessum hætti í Morgunblaðinu. Smári segist ekki vita hvað hann hafi klárað mikið í þessu námi. „Ég er ekki með einingarnar alveg á hreinu. Ég veit að ég var búinn með ágætlega mikið af einingum. En það voru ákveðnir kjarnakúrsar í stærðfræðináminu sem ég var ekki búinn að klára.“Færsla úr ferilskrá Smára McCarthy af Llinked-in.En á samfélagsmiðlum fullyrti Smári að hann hefði átt lítið eftir af náminu. „ég átti ekki mikið eftir,“ sagði hann. Sigrún Helga Lund dósent og doktor í tölfræði og frambjóðandi Viðreisnar hefur furðað sig á þessu en hún segir að Smári hafi aldrei náð að klára svo mikið sem fyrstu önnina í náminu.Sigrún Helga Lund dósent og doktor í tölfræði furðaði sig á því hvers vegna Smári hefði sagt að hann ætti lítið eftir af náminu.Sigrún Helga sagði við Smára: „Smári, hvernig getur þú sagt að þú hafir átt lítið eftir til að klára stærðfræði? Ég veit ekki betur en að þú hafir aldrei náð að klára svo mikið sem fyrstu önnina. Hins vegar varstu mjög duglegur að bulla um stærðfræði á Wikipedia, þrátt fyrir að hafa kolfallið í þeim kúrsum sem viðkomandi efni fjallaði um. Afraksturinn var ranghugmyndir hjá nemendum og fyrir vikið hafa ófáir stærðfræðikennarar blótað þér í sand og ösku, eins og þú veist af.“Sigrún Helga Lund segir að þú hafir verið að bulla um stærðfræði á Wikipedia þrátt fyrir að hafa fallið í umræddum kúrsum. Varstu að tjá þig um stærðfræðikúrsa eftir að þú hafðir fallið í þeim? „Ég veit það ekki. Nei, sennilega ekki af því ég skrifaði þetta upp eftir kúrsum meðan ég var í kúrsunum.“ Smári segir að sér þyki leitt ef þetta hafi valdið vandræðum hjá nemendum í stærðfræði. „Ef ég hef skapað einhvern mikinn rugling þá biðst ég afsökunar á því. Það var alls ekki tilgangurinn.“ Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Sjá meira
Smári McCarthy oddviti Pírata í Suðurkjördæmi segir ásakanir um að hann hafi sagt ósatt um menntun sína byggðar á misskilningi. Hann segist ekki vita nákvæmlega hversu miklu af stærðifræðinámi sínu hann hafi lokið. Smári er sakaður um að hafa farið rangt með upplýsingar um menntun sína á samskiptamiðlinum Linked-In en draga má þá ályktun í ferilskrá hans að hann hafi lokið BS-gráðu í stærðfræði en hann lauk aldrei náminu. Í titlinum var hann hins vegar sagður stærðfræðinemi. „Það stendur efst á síðunni, sem ég reyndi að loka fyrir nokkrum árum að ég hafi verið nemi í stærðfræði. Ég hef sennilega sett þetta inn, náttúrulega Linkded-in er mjög leiðinlega úfullkomið að mörgu leyti. Ég hef sennilega sett inn áætlaðan tíma sem ég ætlaði að vera í námi. Svo úreldist það. Í rauninni er ég ekki halda neinu fram þarna eða það var allavega ekki ætlunin.“ Hinn 1. júlí á þessu ári birtist frétt í Morgunblaðinu þar sem segir að Smári McCarthy stærðfræðingur og vefhönnuður bjóði sig fram í fyrsta sæti á lista Pírata í Suðurkjördæmi. Svona fréttir eiga yfirleitt rætur í tilkynningum frá flokkum og frambjóðendunum sjálfum. En ekki liggur fyrir hvers vegna hann var titlaður með þessum hætti í Morgunblaðinu. Smári segist ekki vita hvað hann hafi klárað mikið í þessu námi. „Ég er ekki með einingarnar alveg á hreinu. Ég veit að ég var búinn með ágætlega mikið af einingum. En það voru ákveðnir kjarnakúrsar í stærðfræðináminu sem ég var ekki búinn að klára.“Færsla úr ferilskrá Smára McCarthy af Llinked-in.En á samfélagsmiðlum fullyrti Smári að hann hefði átt lítið eftir af náminu. „ég átti ekki mikið eftir,“ sagði hann. Sigrún Helga Lund dósent og doktor í tölfræði og frambjóðandi Viðreisnar hefur furðað sig á þessu en hún segir að Smári hafi aldrei náð að klára svo mikið sem fyrstu önnina í náminu.Sigrún Helga Lund dósent og doktor í tölfræði furðaði sig á því hvers vegna Smári hefði sagt að hann ætti lítið eftir af náminu.Sigrún Helga sagði við Smára: „Smári, hvernig getur þú sagt að þú hafir átt lítið eftir til að klára stærðfræði? Ég veit ekki betur en að þú hafir aldrei náð að klára svo mikið sem fyrstu önnina. Hins vegar varstu mjög duglegur að bulla um stærðfræði á Wikipedia, þrátt fyrir að hafa kolfallið í þeim kúrsum sem viðkomandi efni fjallaði um. Afraksturinn var ranghugmyndir hjá nemendum og fyrir vikið hafa ófáir stærðfræðikennarar blótað þér í sand og ösku, eins og þú veist af.“Sigrún Helga Lund segir að þú hafir verið að bulla um stærðfræði á Wikipedia þrátt fyrir að hafa fallið í umræddum kúrsum. Varstu að tjá þig um stærðfræðikúrsa eftir að þú hafðir fallið í þeim? „Ég veit það ekki. Nei, sennilega ekki af því ég skrifaði þetta upp eftir kúrsum meðan ég var í kúrsunum.“ Smári segir að sér þyki leitt ef þetta hafi valdið vandræðum hjá nemendum í stærðfræði. „Ef ég hef skapað einhvern mikinn rugling þá biðst ég afsökunar á því. Það var alls ekki tilgangurinn.“
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Sjá meira