Smári segir ásakanir um ósannsögli byggðar á misskilningi Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. október 2016 18:30 Smári McCarthy oddviti Pírata í Suðurkjördæmi segir ásakanir um að hann hafi sagt ósatt um menntun sína byggðar á misskilningi. Hann segist ekki vita nákvæmlega hversu miklu af stærðifræðinámi sínu hann hafi lokið. Smári er sakaður um að hafa farið rangt með upplýsingar um menntun sína á samskiptamiðlinum Linked-In en draga má þá ályktun í ferilskrá hans að hann hafi lokið BS-gráðu í stærðfræði en hann lauk aldrei náminu. Í titlinum var hann hins vegar sagður stærðfræðinemi. „Það stendur efst á síðunni, sem ég reyndi að loka fyrir nokkrum árum að ég hafi verið nemi í stærðfræði. Ég hef sennilega sett þetta inn, náttúrulega Linkded-in er mjög leiðinlega úfullkomið að mörgu leyti. Ég hef sennilega sett inn áætlaðan tíma sem ég ætlaði að vera í námi. Svo úreldist það. Í rauninni er ég ekki halda neinu fram þarna eða það var allavega ekki ætlunin.“ Hinn 1. júlí á þessu ári birtist frétt í Morgunblaðinu þar sem segir að Smári McCarthy stærðfræðingur og vefhönnuður bjóði sig fram í fyrsta sæti á lista Pírata í Suðurkjördæmi. Svona fréttir eiga yfirleitt rætur í tilkynningum frá flokkum og frambjóðendunum sjálfum. En ekki liggur fyrir hvers vegna hann var titlaður með þessum hætti í Morgunblaðinu. Smári segist ekki vita hvað hann hafi klárað mikið í þessu námi. „Ég er ekki með einingarnar alveg á hreinu. Ég veit að ég var búinn með ágætlega mikið af einingum. En það voru ákveðnir kjarnakúrsar í stærðfræðináminu sem ég var ekki búinn að klára.“Færsla úr ferilskrá Smára McCarthy af Llinked-in.En á samfélagsmiðlum fullyrti Smári að hann hefði átt lítið eftir af náminu. „ég átti ekki mikið eftir,“ sagði hann. Sigrún Helga Lund dósent og doktor í tölfræði og frambjóðandi Viðreisnar hefur furðað sig á þessu en hún segir að Smári hafi aldrei náð að klára svo mikið sem fyrstu önnina í náminu.Sigrún Helga Lund dósent og doktor í tölfræði furðaði sig á því hvers vegna Smári hefði sagt að hann ætti lítið eftir af náminu.Sigrún Helga sagði við Smára: „Smári, hvernig getur þú sagt að þú hafir átt lítið eftir til að klára stærðfræði? Ég veit ekki betur en að þú hafir aldrei náð að klára svo mikið sem fyrstu önnina. Hins vegar varstu mjög duglegur að bulla um stærðfræði á Wikipedia, þrátt fyrir að hafa kolfallið í þeim kúrsum sem viðkomandi efni fjallaði um. Afraksturinn var ranghugmyndir hjá nemendum og fyrir vikið hafa ófáir stærðfræðikennarar blótað þér í sand og ösku, eins og þú veist af.“Sigrún Helga Lund segir að þú hafir verið að bulla um stærðfræði á Wikipedia þrátt fyrir að hafa fallið í umræddum kúrsum. Varstu að tjá þig um stærðfræðikúrsa eftir að þú hafðir fallið í þeim? „Ég veit það ekki. Nei, sennilega ekki af því ég skrifaði þetta upp eftir kúrsum meðan ég var í kúrsunum.“ Smári segir að sér þyki leitt ef þetta hafi valdið vandræðum hjá nemendum í stærðfræði. „Ef ég hef skapað einhvern mikinn rugling þá biðst ég afsökunar á því. Það var alls ekki tilgangurinn.“ Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Smári McCarthy oddviti Pírata í Suðurkjördæmi segir ásakanir um að hann hafi sagt ósatt um menntun sína byggðar á misskilningi. Hann segist ekki vita nákvæmlega hversu miklu af stærðifræðinámi sínu hann hafi lokið. Smári er sakaður um að hafa farið rangt með upplýsingar um menntun sína á samskiptamiðlinum Linked-In en draga má þá ályktun í ferilskrá hans að hann hafi lokið BS-gráðu í stærðfræði en hann lauk aldrei náminu. Í titlinum var hann hins vegar sagður stærðfræðinemi. „Það stendur efst á síðunni, sem ég reyndi að loka fyrir nokkrum árum að ég hafi verið nemi í stærðfræði. Ég hef sennilega sett þetta inn, náttúrulega Linkded-in er mjög leiðinlega úfullkomið að mörgu leyti. Ég hef sennilega sett inn áætlaðan tíma sem ég ætlaði að vera í námi. Svo úreldist það. Í rauninni er ég ekki halda neinu fram þarna eða það var allavega ekki ætlunin.“ Hinn 1. júlí á þessu ári birtist frétt í Morgunblaðinu þar sem segir að Smári McCarthy stærðfræðingur og vefhönnuður bjóði sig fram í fyrsta sæti á lista Pírata í Suðurkjördæmi. Svona fréttir eiga yfirleitt rætur í tilkynningum frá flokkum og frambjóðendunum sjálfum. En ekki liggur fyrir hvers vegna hann var titlaður með þessum hætti í Morgunblaðinu. Smári segist ekki vita hvað hann hafi klárað mikið í þessu námi. „Ég er ekki með einingarnar alveg á hreinu. Ég veit að ég var búinn með ágætlega mikið af einingum. En það voru ákveðnir kjarnakúrsar í stærðfræðináminu sem ég var ekki búinn að klára.“Færsla úr ferilskrá Smára McCarthy af Llinked-in.En á samfélagsmiðlum fullyrti Smári að hann hefði átt lítið eftir af náminu. „ég átti ekki mikið eftir,“ sagði hann. Sigrún Helga Lund dósent og doktor í tölfræði og frambjóðandi Viðreisnar hefur furðað sig á þessu en hún segir að Smári hafi aldrei náð að klára svo mikið sem fyrstu önnina í náminu.Sigrún Helga Lund dósent og doktor í tölfræði furðaði sig á því hvers vegna Smári hefði sagt að hann ætti lítið eftir af náminu.Sigrún Helga sagði við Smára: „Smári, hvernig getur þú sagt að þú hafir átt lítið eftir til að klára stærðfræði? Ég veit ekki betur en að þú hafir aldrei náð að klára svo mikið sem fyrstu önnina. Hins vegar varstu mjög duglegur að bulla um stærðfræði á Wikipedia, þrátt fyrir að hafa kolfallið í þeim kúrsum sem viðkomandi efni fjallaði um. Afraksturinn var ranghugmyndir hjá nemendum og fyrir vikið hafa ófáir stærðfræðikennarar blótað þér í sand og ösku, eins og þú veist af.“Sigrún Helga Lund segir að þú hafir verið að bulla um stærðfræði á Wikipedia þrátt fyrir að hafa fallið í umræddum kúrsum. Varstu að tjá þig um stærðfræðikúrsa eftir að þú hafðir fallið í þeim? „Ég veit það ekki. Nei, sennilega ekki af því ég skrifaði þetta upp eftir kúrsum meðan ég var í kúrsunum.“ Smári segir að sér þyki leitt ef þetta hafi valdið vandræðum hjá nemendum í stærðfræði. „Ef ég hef skapað einhvern mikinn rugling þá biðst ég afsökunar á því. Það var alls ekki tilgangurinn.“
Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira