Smári segir ásakanir um ósannsögli byggðar á misskilningi Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. október 2016 18:30 Smári McCarthy oddviti Pírata í Suðurkjördæmi segir ásakanir um að hann hafi sagt ósatt um menntun sína byggðar á misskilningi. Hann segist ekki vita nákvæmlega hversu miklu af stærðifræðinámi sínu hann hafi lokið. Smári er sakaður um að hafa farið rangt með upplýsingar um menntun sína á samskiptamiðlinum Linked-In en draga má þá ályktun í ferilskrá hans að hann hafi lokið BS-gráðu í stærðfræði en hann lauk aldrei náminu. Í titlinum var hann hins vegar sagður stærðfræðinemi. „Það stendur efst á síðunni, sem ég reyndi að loka fyrir nokkrum árum að ég hafi verið nemi í stærðfræði. Ég hef sennilega sett þetta inn, náttúrulega Linkded-in er mjög leiðinlega úfullkomið að mörgu leyti. Ég hef sennilega sett inn áætlaðan tíma sem ég ætlaði að vera í námi. Svo úreldist það. Í rauninni er ég ekki halda neinu fram þarna eða það var allavega ekki ætlunin.“ Hinn 1. júlí á þessu ári birtist frétt í Morgunblaðinu þar sem segir að Smári McCarthy stærðfræðingur og vefhönnuður bjóði sig fram í fyrsta sæti á lista Pírata í Suðurkjördæmi. Svona fréttir eiga yfirleitt rætur í tilkynningum frá flokkum og frambjóðendunum sjálfum. En ekki liggur fyrir hvers vegna hann var titlaður með þessum hætti í Morgunblaðinu. Smári segist ekki vita hvað hann hafi klárað mikið í þessu námi. „Ég er ekki með einingarnar alveg á hreinu. Ég veit að ég var búinn með ágætlega mikið af einingum. En það voru ákveðnir kjarnakúrsar í stærðfræðináminu sem ég var ekki búinn að klára.“Færsla úr ferilskrá Smára McCarthy af Llinked-in.En á samfélagsmiðlum fullyrti Smári að hann hefði átt lítið eftir af náminu. „ég átti ekki mikið eftir,“ sagði hann. Sigrún Helga Lund dósent og doktor í tölfræði og frambjóðandi Viðreisnar hefur furðað sig á þessu en hún segir að Smári hafi aldrei náð að klára svo mikið sem fyrstu önnina í náminu.Sigrún Helga Lund dósent og doktor í tölfræði furðaði sig á því hvers vegna Smári hefði sagt að hann ætti lítið eftir af náminu.Sigrún Helga sagði við Smára: „Smári, hvernig getur þú sagt að þú hafir átt lítið eftir til að klára stærðfræði? Ég veit ekki betur en að þú hafir aldrei náð að klára svo mikið sem fyrstu önnina. Hins vegar varstu mjög duglegur að bulla um stærðfræði á Wikipedia, þrátt fyrir að hafa kolfallið í þeim kúrsum sem viðkomandi efni fjallaði um. Afraksturinn var ranghugmyndir hjá nemendum og fyrir vikið hafa ófáir stærðfræðikennarar blótað þér í sand og ösku, eins og þú veist af.“Sigrún Helga Lund segir að þú hafir verið að bulla um stærðfræði á Wikipedia þrátt fyrir að hafa fallið í umræddum kúrsum. Varstu að tjá þig um stærðfræðikúrsa eftir að þú hafðir fallið í þeim? „Ég veit það ekki. Nei, sennilega ekki af því ég skrifaði þetta upp eftir kúrsum meðan ég var í kúrsunum.“ Smári segir að sér þyki leitt ef þetta hafi valdið vandræðum hjá nemendum í stærðfræði. „Ef ég hef skapað einhvern mikinn rugling þá biðst ég afsökunar á því. Það var alls ekki tilgangurinn.“ Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Smári McCarthy oddviti Pírata í Suðurkjördæmi segir ásakanir um að hann hafi sagt ósatt um menntun sína byggðar á misskilningi. Hann segist ekki vita nákvæmlega hversu miklu af stærðifræðinámi sínu hann hafi lokið. Smári er sakaður um að hafa farið rangt með upplýsingar um menntun sína á samskiptamiðlinum Linked-In en draga má þá ályktun í ferilskrá hans að hann hafi lokið BS-gráðu í stærðfræði en hann lauk aldrei náminu. Í titlinum var hann hins vegar sagður stærðfræðinemi. „Það stendur efst á síðunni, sem ég reyndi að loka fyrir nokkrum árum að ég hafi verið nemi í stærðfræði. Ég hef sennilega sett þetta inn, náttúrulega Linkded-in er mjög leiðinlega úfullkomið að mörgu leyti. Ég hef sennilega sett inn áætlaðan tíma sem ég ætlaði að vera í námi. Svo úreldist það. Í rauninni er ég ekki halda neinu fram þarna eða það var allavega ekki ætlunin.“ Hinn 1. júlí á þessu ári birtist frétt í Morgunblaðinu þar sem segir að Smári McCarthy stærðfræðingur og vefhönnuður bjóði sig fram í fyrsta sæti á lista Pírata í Suðurkjördæmi. Svona fréttir eiga yfirleitt rætur í tilkynningum frá flokkum og frambjóðendunum sjálfum. En ekki liggur fyrir hvers vegna hann var titlaður með þessum hætti í Morgunblaðinu. Smári segist ekki vita hvað hann hafi klárað mikið í þessu námi. „Ég er ekki með einingarnar alveg á hreinu. Ég veit að ég var búinn með ágætlega mikið af einingum. En það voru ákveðnir kjarnakúrsar í stærðfræðináminu sem ég var ekki búinn að klára.“Færsla úr ferilskrá Smára McCarthy af Llinked-in.En á samfélagsmiðlum fullyrti Smári að hann hefði átt lítið eftir af náminu. „ég átti ekki mikið eftir,“ sagði hann. Sigrún Helga Lund dósent og doktor í tölfræði og frambjóðandi Viðreisnar hefur furðað sig á þessu en hún segir að Smári hafi aldrei náð að klára svo mikið sem fyrstu önnina í náminu.Sigrún Helga Lund dósent og doktor í tölfræði furðaði sig á því hvers vegna Smári hefði sagt að hann ætti lítið eftir af náminu.Sigrún Helga sagði við Smára: „Smári, hvernig getur þú sagt að þú hafir átt lítið eftir til að klára stærðfræði? Ég veit ekki betur en að þú hafir aldrei náð að klára svo mikið sem fyrstu önnina. Hins vegar varstu mjög duglegur að bulla um stærðfræði á Wikipedia, þrátt fyrir að hafa kolfallið í þeim kúrsum sem viðkomandi efni fjallaði um. Afraksturinn var ranghugmyndir hjá nemendum og fyrir vikið hafa ófáir stærðfræðikennarar blótað þér í sand og ösku, eins og þú veist af.“Sigrún Helga Lund segir að þú hafir verið að bulla um stærðfræði á Wikipedia þrátt fyrir að hafa fallið í umræddum kúrsum. Varstu að tjá þig um stærðfræðikúrsa eftir að þú hafðir fallið í þeim? „Ég veit það ekki. Nei, sennilega ekki af því ég skrifaði þetta upp eftir kúrsum meðan ég var í kúrsunum.“ Smári segir að sér þyki leitt ef þetta hafi valdið vandræðum hjá nemendum í stærðfræði. „Ef ég hef skapað einhvern mikinn rugling þá biðst ég afsökunar á því. Það var alls ekki tilgangurinn.“
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira