Útlendingar fá ekki frí þegar leikskólinn lokar Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 19. október 2016 06:45 Önnu Margréti Ólafsdóttur var brugðið eftir símtal. vísir/anton brink „Það sem þessi símtöl eiga öll sameiginlegt er að þau koma frá íslenskum vinnuveitendum sem eru með foreldra af erlendum uppruna í vinnu, ég hef aldrei fengið slíkt símtal varðandi íslenska foreldra,“ segir Anna Margrét Ólafsdóttir, leikskólastjóri Nóaborgar í Reykjavík, sem fékk símtal frá reiðum vinnuveitanda á mánudag sem var allt annað en sáttur. Ástæðan var að vegna manneklu í leikskólanum þurftu foreldrar að sækja börnin fyrr og í Nóaborg á þriðjungur nemenda foreldra af erlendum uppruna. Símtalið fékk mjög á Önnu Margréti. „Samtalið var þannig að mér var brugðið. Ég er búin að vera leikskólastjóri í yfir tuttugu ár og þetta er í sjötta eða sjöunda sinn sem svona gerist. Ég settist niður eftir símtalið og rifjaði það upp að öll símtölin voru frá vinnuveitendum sem voru með foreldra af erlendu bergi brotna í vinnu,“ segir Anna Margrét. Svo fór að foreldrið fékk ekki frí frá vinnuveitanda sínum til að sækja barnið sitt en hún gat bjargað því þannig að annar kom og sótti. Anna Margrét segir að vinnuveitendur með erlent vinnuafl hringi af alls konar tilefni. „Ég hef einu sinni fengið símtal frá vinnuveitanda þar sem var sagt að starfsmaðurinn hefði hringt og væri með veikt barn heima og þá var vinnuveitandinn að leita eftir staðfestingu hjá mér að barnið væri ekki í leikskólanum sem hann fékk auðvitað ekki.“ Anna Margrét útskrifaðist sem leikskólakennari 1994 og hefur verið leikskólastjóri á Nóaborg frá 1. september 2001. Hún segist reyna að útskýra fyrir erlendu foreldrunum að svona sé ekki algengt á Íslandi og þurfi að nýta alla sína reynslu til að miðla málum. „Foreldrarnir eru algjörlega miður sín þegar svona gerist. Þetta er ekkert annað en fordómar,“ segir Anna Margrét. Í Nóaborg séu mörg börn sem eigi foreldra af erlendum uppruna. „Við sem erum hér reynum að útskýra að svona sé ekki algengt á Íslandi en ég heyri alls konar sögur útundan mér að fleiri leikskólastjórar séu að lenda í þessu og jafnvel grunnskólar. Mér var brugðið eftir símtalið og setti smá hugleiðingu á Facebook þar sem ég fékk mikil viðbrögð og þetta einskorðast ekki bara við leikskólann minn. Þetta er greinilega þekkt og mér finnst slæmt ef vinnuveitendur halda, í alvöru, að þeir geti hringt og reynt að stjórna lífi starfsmanna sinna.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
„Það sem þessi símtöl eiga öll sameiginlegt er að þau koma frá íslenskum vinnuveitendum sem eru með foreldra af erlendum uppruna í vinnu, ég hef aldrei fengið slíkt símtal varðandi íslenska foreldra,“ segir Anna Margrét Ólafsdóttir, leikskólastjóri Nóaborgar í Reykjavík, sem fékk símtal frá reiðum vinnuveitanda á mánudag sem var allt annað en sáttur. Ástæðan var að vegna manneklu í leikskólanum þurftu foreldrar að sækja börnin fyrr og í Nóaborg á þriðjungur nemenda foreldra af erlendum uppruna. Símtalið fékk mjög á Önnu Margréti. „Samtalið var þannig að mér var brugðið. Ég er búin að vera leikskólastjóri í yfir tuttugu ár og þetta er í sjötta eða sjöunda sinn sem svona gerist. Ég settist niður eftir símtalið og rifjaði það upp að öll símtölin voru frá vinnuveitendum sem voru með foreldra af erlendu bergi brotna í vinnu,“ segir Anna Margrét. Svo fór að foreldrið fékk ekki frí frá vinnuveitanda sínum til að sækja barnið sitt en hún gat bjargað því þannig að annar kom og sótti. Anna Margrét segir að vinnuveitendur með erlent vinnuafl hringi af alls konar tilefni. „Ég hef einu sinni fengið símtal frá vinnuveitanda þar sem var sagt að starfsmaðurinn hefði hringt og væri með veikt barn heima og þá var vinnuveitandinn að leita eftir staðfestingu hjá mér að barnið væri ekki í leikskólanum sem hann fékk auðvitað ekki.“ Anna Margrét útskrifaðist sem leikskólakennari 1994 og hefur verið leikskólastjóri á Nóaborg frá 1. september 2001. Hún segist reyna að útskýra fyrir erlendu foreldrunum að svona sé ekki algengt á Íslandi og þurfi að nýta alla sína reynslu til að miðla málum. „Foreldrarnir eru algjörlega miður sín þegar svona gerist. Þetta er ekkert annað en fordómar,“ segir Anna Margrét. Í Nóaborg séu mörg börn sem eigi foreldra af erlendum uppruna. „Við sem erum hér reynum að útskýra að svona sé ekki algengt á Íslandi en ég heyri alls konar sögur útundan mér að fleiri leikskólastjórar séu að lenda í þessu og jafnvel grunnskólar. Mér var brugðið eftir símtalið og setti smá hugleiðingu á Facebook þar sem ég fékk mikil viðbrögð og þetta einskorðast ekki bara við leikskólann minn. Þetta er greinilega þekkt og mér finnst slæmt ef vinnuveitendur halda, í alvöru, að þeir geti hringt og reynt að stjórna lífi starfsmanna sinna.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent