Skapar hvert hlutverk frá grunni Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 13. maí 2016 16:45 Þorsteinn Bachmann fer með hlutverk í kvikmyndinni Tom of Finland í leikstjórn Dome Karukoski. Vísir/Vilhelm Það er alltaf skemmtilegast að undirbúa sig fyrir hlutverk sem er frekar afgerandi, þá fær maður meira svigrúm til karaktersköpunar. Ég reyni að skapa hvert einasta hlutverk frá grunni. Maður er alls ekkert að sækja í einhverja smiðju, heldur leyfir karakternum að koma til sín dvelja í sér um stund, en auðvitað með léttum leik, því auðvitað verður maður að komast út úr hlutverkinu líka,“ segir Þorsteinn Bachmann leikari spurður út í hlutverk sitt í kvikmyndinni Tom of Finland. Myndin er sannsöguleg og byggir á ævi Touko Laaksonen, sem varð holdgervingur baráttu samkynhneigðra undir listamannsheitinu Tom of Finland. Sagan hefst þegar Touko snýr aftur til Helsinki eftir að hafa gegnt herþjónustu í seinni heimsstyrjöldinni. Í kjölfarið var hann neyddur til að giftast konu en uppgötvaði síðar frelsi í gegnum listsköpun. Verk hans urðu hluti af mannréttindabaráttu samkynhneigðra í Bandaríkjunum og víðar um heiminn. „Myndin er byggð lauslega á raunverulegum atburðum, en að einhverju leiti færð í stílinn. Minn karakter er Amerískur ritstjóri sem tekur myndir af vöðvastæltum karlmönnum, Tom sendir honum teikningar af karlmönnum í djörfum stellingum sem ég svo birti fyrstur allra í Ameríku. Það er óhætt að segja að þetta sé mjög áhugaverður karakter,“ segir Þorsteinn. Tökum á myndinni er lokið og fóru þær meðal annars fram í Gautaborg, Berlín, Madrid og Los Angeles. Samkvæmt heimildum nemur kostnaður við myndina um fjórum milljónum evra. Meðal leikara í myndinni er Werner Daehn en hann er þekktur fyrir kvikmyndir á borð við xXx, The Lives of Others, Valkyrie, Enemy at the Gates. Hvernig kom það til að þú fékkst hlutverk í myndinni? „Ég var staddur í Berlín í fríi þegar Ingvar Þórðarson, meðframleiðandi kvikmyndarinnar Tom of Finland, benti leikstjóranum á að ég væri í bænum. Þeir höfðu séð kvikmyndina Vonarstræti þar sem ég lék ritskáldið Móra, það er óhætt að segja að út frá því hafi ég verið ráðinn,“ segir Þorsteinn léttur í bragði. Fram undan er nóg um að vera hjá Þorsteini en hann er að æfa nýtt verk í Borgarleikhúsinu ásamt því að leika í Föngum og fleiri kvikmyndum. „Sem stendur er ég að æfa leikritið Sendingu eftir Bjarna Jónsson, þar leik ég sjómann að vestan. Æfingaferlið er nýhafið, þetta er virkilega skemmtilegt verk, bæði alvarlegt og drepfyndið á sama tíma, þetta kemur til með að vera spennandi leikhús. Svo er ég líka að leika í Föngum og hlakka mikið til,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fleiri fréttir Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Sjá meira
Það er alltaf skemmtilegast að undirbúa sig fyrir hlutverk sem er frekar afgerandi, þá fær maður meira svigrúm til karaktersköpunar. Ég reyni að skapa hvert einasta hlutverk frá grunni. Maður er alls ekkert að sækja í einhverja smiðju, heldur leyfir karakternum að koma til sín dvelja í sér um stund, en auðvitað með léttum leik, því auðvitað verður maður að komast út úr hlutverkinu líka,“ segir Þorsteinn Bachmann leikari spurður út í hlutverk sitt í kvikmyndinni Tom of Finland. Myndin er sannsöguleg og byggir á ævi Touko Laaksonen, sem varð holdgervingur baráttu samkynhneigðra undir listamannsheitinu Tom of Finland. Sagan hefst þegar Touko snýr aftur til Helsinki eftir að hafa gegnt herþjónustu í seinni heimsstyrjöldinni. Í kjölfarið var hann neyddur til að giftast konu en uppgötvaði síðar frelsi í gegnum listsköpun. Verk hans urðu hluti af mannréttindabaráttu samkynhneigðra í Bandaríkjunum og víðar um heiminn. „Myndin er byggð lauslega á raunverulegum atburðum, en að einhverju leiti færð í stílinn. Minn karakter er Amerískur ritstjóri sem tekur myndir af vöðvastæltum karlmönnum, Tom sendir honum teikningar af karlmönnum í djörfum stellingum sem ég svo birti fyrstur allra í Ameríku. Það er óhætt að segja að þetta sé mjög áhugaverður karakter,“ segir Þorsteinn. Tökum á myndinni er lokið og fóru þær meðal annars fram í Gautaborg, Berlín, Madrid og Los Angeles. Samkvæmt heimildum nemur kostnaður við myndina um fjórum milljónum evra. Meðal leikara í myndinni er Werner Daehn en hann er þekktur fyrir kvikmyndir á borð við xXx, The Lives of Others, Valkyrie, Enemy at the Gates. Hvernig kom það til að þú fékkst hlutverk í myndinni? „Ég var staddur í Berlín í fríi þegar Ingvar Þórðarson, meðframleiðandi kvikmyndarinnar Tom of Finland, benti leikstjóranum á að ég væri í bænum. Þeir höfðu séð kvikmyndina Vonarstræti þar sem ég lék ritskáldið Móra, það er óhætt að segja að út frá því hafi ég verið ráðinn,“ segir Þorsteinn léttur í bragði. Fram undan er nóg um að vera hjá Þorsteini en hann er að æfa nýtt verk í Borgarleikhúsinu ásamt því að leika í Föngum og fleiri kvikmyndum. „Sem stendur er ég að æfa leikritið Sendingu eftir Bjarna Jónsson, þar leik ég sjómann að vestan. Æfingaferlið er nýhafið, þetta er virkilega skemmtilegt verk, bæði alvarlegt og drepfyndið á sama tíma, þetta kemur til með að vera spennandi leikhús. Svo er ég líka að leika í Föngum og hlakka mikið til,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fleiri fréttir Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Sjá meira