Erlent

Sniðganga á ísraelskum vörum í Bretlandi gerð ólögleg

Atli Ísleifsson skrifar
Opinberir aðilar sem halda áfram að sniðganga slíkar vörur eða þjónustu verður refsað.
Opinberir aðilar sem halda áfram að sniðganga slíkar vörur eða þjónustu verður refsað. Vísir/EPA
Bannað verður fyrir sveitarfélög, opinbera aðila og sum félög stúdenta að sniðganga vörur fyrirtækja sem talin eru „ósiðferðisleg“. Þetta er liður í nýrri löggjöf breskra stjórnvalda.

Lögin munu banna öllum stofnunum sem reknar eru fyrir almannafé að sniðganga vörur eða þjónustu fyrirtækja sem tengjast viðskiptum með vopn, hráefnaeldsneyti eða tóbak og vörur ísraelskra fyrirtækja á hernumdu svæðunum.

Í frétt Independent segir að opinberir aðilar sem haldi áfram að sniðganga slíkar vörur eða þjónustu verði refsað.

Haft er eftir háttsettum manni innan stjórnkerfisins að stjórnvöld bregðist við með þessum hætti þar sem sniðganga sem þessi eitri allra umræðu, valdi klofningi í samfélaginu og ýti undir gyðingahatur.

Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, og aðrir andstæðingar aðgerða bresku stjórnarinnar segja þær árás á lýðræðisleg réttindi og frelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×