Salbjörg tapaði í Hæstarétti um að fá að búa heima Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. desember 2016 21:00 Salbjörg Ósk Atladóttir og fjölskylda hennar hafa barist fyrir því síðustu tvö ár að hún fái að búa í sérútbúinni íbúð í einbýlishúsi foreldra hennar. Salbjörg þarf mikla aðstoð í daglegu lífi allan sólarhringinn. Þá aðstoð fær hún heim aðra hverja viku en hina vikuna hefur hún þurft að flytja á stofnun. Salbjörg fær ekki aðstoð heim alla daga því hún klárar mánaðarlegan kvóta borgarinnar á launagreiðslum fyrir starfsfólk á hálfum mánuði. Þess skal getið að Salbjörg þarf alveg jafn mikla aðstoð inni á stofnun og heima fyrir. Læknar og fjölskylda Salbjargar eru á einu máli um að flutningar fimmtíu og tvisvar sinnum á ári og að tveir mismunandi starfshópar sinni Salbjörgu valdi henni mikilli streitu og erfiðleikum. Salbjörg og fjölskylda hennar fóru í mál við borgina en töpuðu því fyrir hæstarétti í gær. Fjölskyldan sagði borgina meðal annars skerða stjórnarskrávarinn rétt Salbjargar til friðhelgi einkalifs, heimilis og fjölskyldu. Brjóta lög um málefni fatlaðs fólks um að tryggja eigi jafnrétti, sambærileg lífskjör og skapa skilyrði til að lifa eðililegu lífi. Einnig að fatlað fólk skuli geta búið á eigin heimili í samræmi við þarfir og óskir.Formaður Þroskahjálpar segir niðurstöðu dómsins vera gríðarleg vonbrigðivísir/skjáskotDómurinn féllst ekki á þetta með þeim rökum að borgin veiti Salbjörgu alla þá þjónustu sem regluverk hennar leyfi. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálp, segir dóminn gríðarleg vonbrigði og það hafi komið í ljós að mannréttindi séu bara fögur orð á blaði. „Þannig að fyrir Salbjörgu á ég mér þá ósk að Reykjavíkurborg girði sig í brók og mæti henni þar sem hún er. En fyrir okkur sem hagsmunasamtök þá er þetta full ástæða til að brýna stjórnvöld, brýna Alþingi, til að fara í endurskoðun á lögum. Vegna þess að það sem við héldum að væri lög og reglur og viðurkenndir mannréttindasáttmálar – það heldur ekki fyrir Hæstarétti," segir Bryndís. Tengdar fréttir „Salbjörg vill búa við mannlega reisn og sitt sjálfstæði“ Ung fötluð kona neyðist til að flytja á sambýli þrátt fyrir einlægan vilja hennar til að búa í eigin íbúð. 4. nóvember 2016 18:32 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Salbjörg Ósk Atladóttir og fjölskylda hennar hafa barist fyrir því síðustu tvö ár að hún fái að búa í sérútbúinni íbúð í einbýlishúsi foreldra hennar. Salbjörg þarf mikla aðstoð í daglegu lífi allan sólarhringinn. Þá aðstoð fær hún heim aðra hverja viku en hina vikuna hefur hún þurft að flytja á stofnun. Salbjörg fær ekki aðstoð heim alla daga því hún klárar mánaðarlegan kvóta borgarinnar á launagreiðslum fyrir starfsfólk á hálfum mánuði. Þess skal getið að Salbjörg þarf alveg jafn mikla aðstoð inni á stofnun og heima fyrir. Læknar og fjölskylda Salbjargar eru á einu máli um að flutningar fimmtíu og tvisvar sinnum á ári og að tveir mismunandi starfshópar sinni Salbjörgu valdi henni mikilli streitu og erfiðleikum. Salbjörg og fjölskylda hennar fóru í mál við borgina en töpuðu því fyrir hæstarétti í gær. Fjölskyldan sagði borgina meðal annars skerða stjórnarskrávarinn rétt Salbjargar til friðhelgi einkalifs, heimilis og fjölskyldu. Brjóta lög um málefni fatlaðs fólks um að tryggja eigi jafnrétti, sambærileg lífskjör og skapa skilyrði til að lifa eðililegu lífi. Einnig að fatlað fólk skuli geta búið á eigin heimili í samræmi við þarfir og óskir.Formaður Þroskahjálpar segir niðurstöðu dómsins vera gríðarleg vonbrigðivísir/skjáskotDómurinn féllst ekki á þetta með þeim rökum að borgin veiti Salbjörgu alla þá þjónustu sem regluverk hennar leyfi. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálp, segir dóminn gríðarleg vonbrigði og það hafi komið í ljós að mannréttindi séu bara fögur orð á blaði. „Þannig að fyrir Salbjörgu á ég mér þá ósk að Reykjavíkurborg girði sig í brók og mæti henni þar sem hún er. En fyrir okkur sem hagsmunasamtök þá er þetta full ástæða til að brýna stjórnvöld, brýna Alþingi, til að fara í endurskoðun á lögum. Vegna þess að það sem við héldum að væri lög og reglur og viðurkenndir mannréttindasáttmálar – það heldur ekki fyrir Hæstarétti," segir Bryndís.
Tengdar fréttir „Salbjörg vill búa við mannlega reisn og sitt sjálfstæði“ Ung fötluð kona neyðist til að flytja á sambýli þrátt fyrir einlægan vilja hennar til að búa í eigin íbúð. 4. nóvember 2016 18:32 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
„Salbjörg vill búa við mannlega reisn og sitt sjálfstæði“ Ung fötluð kona neyðist til að flytja á sambýli þrátt fyrir einlægan vilja hennar til að búa í eigin íbúð. 4. nóvember 2016 18:32