Innlent

Lögreglan hefur náð tali af manninum vegna Fellsmúlamálsins

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá aðgerðum lögreglu við Fellsmúla.
Frá aðgerðum lögreglu við Fellsmúla. Vísir/GVA
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur náð tali af manninum sem leitað var að vegna Fellsmúlamálsins svokallaða. Lögreglan leitaði pars vegna málsins, 26 ára karlmanns og 22 ára konu, en konan gaf sig fram fyrr í dag og var látin laus að lokinni yfirheyrslu. Maðurinn verður yfirheyrðu síðar vegna málsins.

Málið varðar ásakanir um frelsissviptingu en karlmaður segir að honum hafi verið haldið gegn eigin vilja í íbúð í Fellsmúla í tvo sólarhringa. Hann lét lögreglu vita af sér á öðrum tímanum í gær eftir að hafa klifrað á milli svala á fjórðu hæð og náð að gera íbúa í Fellsmúla viðvart.

Tveir menn voru handteknir í kjölfarið við Fellsmúla en þeir voru látnir lausir í morgun eftir að rannsókn málsins hafði leitt í ljós að aðkoma þeirra að málinu var lítil eða engin.

Ekki er vitað hver aðkoma parsins er að málinu önnur en að þau eru búsett í íbúðinni.

Karlmaðurinn sem tilkynnti lögreglu málið var fluttur á sjúkrahús í gær með minniháttaráverka.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×