Sigmundur aftur á hliðarlínuna Sveinn Arnarsson skrifar 8. apríl 2016 07:00 Ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannsonar er skipuð jafnmörgum konum og körlum. Á myndina vantar Ólöfu Nordal innanríkisráðherra. Fréttablaðið/Anton Brink Ríkisstjórn undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar tók við völdum á Bessastöðum í gær. Konum fjölgar í ríkisstjórninni. Eru jafnmargir ráðherrar af hvoru kyni í ríkisstjórn Sigurðar Inga. Fyrr um daginn kom til snarpra átaka milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, mætti til Bessastaða um klukkan tvö í gær og baðst lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Fundurinn stóð yfir í um klukkustund. Þegar Sigmundur Davíð gekk út af Bessastöðum óskaði hann nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í störfum sínum og sagðist stoltur af árangri sinnar ríkisstjórnar. Nú tæki við að verja ríkisstjórnina falli í dag og svo ætlaði hann í frí með konu sinni og barni. „Auðvitað hefði maður viljað fylgja þessum verkefnum eftir til enda en aðalatriðið er að verkefnið klárist,“ sagði Sigmundur á tröppunum utan við forsetabústaðinn. „Það var áhugavert að sitja minn fyrsta ríkisráðsfund og ég fann til mikillar ábyrgðar og auðmýktar fyrir þeirri mikilvægu vinnu sem fram undan er,“ segir nýr utanríkisráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir. Hún tekur við af Gunnari Braga Sveinssyni sem verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra „Nú þurfum við að vanda til verka. Ríkisstjórnin hefur ekki langan tíma og hefur skuldbundið sig til að klára brýn mál.“Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra Lilja útilokaði ekki að taka þátt í prófkjöri Framsóknarflokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Hins vegar væri of snemmt að ræða slíka hluti. „Tíminn verður að leiða það í ljós. Það er of snemmt að tala um það á þessari stundu. Ég útiloka ekki neitt í þeim efnum,“ svaraði Lilja. Fyrsta ráðuneyti Sigurðar Inga er nokkuð merkilegt fyrir þær sakir að í fyrsta skipti eru fleiri ráðherrar Framsóknarflokksins konur. Af fimm ráðherrum flokksins eru þrjár konur en tveir karlar. Aldrei hefur það gerst áður. Einnig er þetta í fyrsta skipti á lýðveldistímanum sem Framsóknarflokkur í tveggja flokka ríkisstjórn skipar ekki ráðherra af Norðausturlandi, sem hefur verið eitt höfuðvígi flokksins. Á lýðveldistímanum hefur það reyndar aðeins einu sinni gerst. Það var í samsteypustjórn Ólafs Jóhannessonar frá 1971 til 1974. Fyrir ríkisráðsfundinn fór fram þingfundur þar sem stjórnarandstaðan gagnrýndi meirihlutann fyrir að hlusta ekki á vilja þjóðarinnar. Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði að þjóðin væri ekki tilbúin í „leikrit“ og boðaði málþóf í öllum málum. „Það tekur ekki þátt í þessu. Það er enginn valkostur eftir fyrir stjórnarandstöðuna annar en að segja við þessa stjórnarflokka: Það fara engin mál hér í gegnum þetta þing. Engin mál,“ sagði Róbert á Alþingi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 8. Apríl Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Ríkisstjórn undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar tók við völdum á Bessastöðum í gær. Konum fjölgar í ríkisstjórninni. Eru jafnmargir ráðherrar af hvoru kyni í ríkisstjórn Sigurðar Inga. Fyrr um daginn kom til snarpra átaka milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, mætti til Bessastaða um klukkan tvö í gær og baðst lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Fundurinn stóð yfir í um klukkustund. Þegar Sigmundur Davíð gekk út af Bessastöðum óskaði hann nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í störfum sínum og sagðist stoltur af árangri sinnar ríkisstjórnar. Nú tæki við að verja ríkisstjórnina falli í dag og svo ætlaði hann í frí með konu sinni og barni. „Auðvitað hefði maður viljað fylgja þessum verkefnum eftir til enda en aðalatriðið er að verkefnið klárist,“ sagði Sigmundur á tröppunum utan við forsetabústaðinn. „Það var áhugavert að sitja minn fyrsta ríkisráðsfund og ég fann til mikillar ábyrgðar og auðmýktar fyrir þeirri mikilvægu vinnu sem fram undan er,“ segir nýr utanríkisráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir. Hún tekur við af Gunnari Braga Sveinssyni sem verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra „Nú þurfum við að vanda til verka. Ríkisstjórnin hefur ekki langan tíma og hefur skuldbundið sig til að klára brýn mál.“Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra Lilja útilokaði ekki að taka þátt í prófkjöri Framsóknarflokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Hins vegar væri of snemmt að ræða slíka hluti. „Tíminn verður að leiða það í ljós. Það er of snemmt að tala um það á þessari stundu. Ég útiloka ekki neitt í þeim efnum,“ svaraði Lilja. Fyrsta ráðuneyti Sigurðar Inga er nokkuð merkilegt fyrir þær sakir að í fyrsta skipti eru fleiri ráðherrar Framsóknarflokksins konur. Af fimm ráðherrum flokksins eru þrjár konur en tveir karlar. Aldrei hefur það gerst áður. Einnig er þetta í fyrsta skipti á lýðveldistímanum sem Framsóknarflokkur í tveggja flokka ríkisstjórn skipar ekki ráðherra af Norðausturlandi, sem hefur verið eitt höfuðvígi flokksins. Á lýðveldistímanum hefur það reyndar aðeins einu sinni gerst. Það var í samsteypustjórn Ólafs Jóhannessonar frá 1971 til 1974. Fyrir ríkisráðsfundinn fór fram þingfundur þar sem stjórnarandstaðan gagnrýndi meirihlutann fyrir að hlusta ekki á vilja þjóðarinnar. Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði að þjóðin væri ekki tilbúin í „leikrit“ og boðaði málþóf í öllum málum. „Það tekur ekki þátt í þessu. Það er enginn valkostur eftir fyrir stjórnarandstöðuna annar en að segja við þessa stjórnarflokka: Það fara engin mál hér í gegnum þetta þing. Engin mál,“ sagði Róbert á Alþingi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 8. Apríl
Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira