Til skoðunar að kæra verðsamráðsmál til Mannréttindadómstóls Evrópu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 3. desember 2016 19:00 Verjandi fyrrverandi starfsmanns Byko sem dæmdur var í fangelsi í Hæstarétti fyrir helgi segir til skoðunar að kæra málið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann segir dóminn koma mjög á óvart og setja í uppnám hvernig fyrirtæki framkvæma verðkannanir hér á landi. Sex dæmdir í fangelsi Hæstiréttur dæmdi í fyrradag átta starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar fyrir refsivert verðsamráð á árunum 2010 til 2011, en héraðsdómur hafði sýknað alla nema einn í apríl í fyrra. Þyngsta dóminn hlaut fyrrverandi framkvæmdastjóri fagsölusviðs Byko, 18 mánaða fangelsi. Aðrir starfsmenn fyrirtækjanna voru dæmdir í þriggja til níu mánaða fangelsi en refsingu tveggja var frestað og þá voru tveir starfsmenn sýknaðir. Brotið gegn almenningi Í dómi Hæstaréttar er farið ítarlega yfir samskipti milli starfsmanna Byko og Húsasmiðjunnar. Dómurinn telur hin tíðu og reglubundnu samskipti milli fyrirtækjanna hafa falið í sér samstilltar aðgerðir sem höfðu það að markmiði að raska samkeppni milli fyrirtækjanna og þannig brotið gegn 10. gr. samkeppnislaga. Hæstiréttur telur stærð fyrirtækjanna og fjölda vörutegunda sem verðsamráðið náði til leiða til þess að ekki var einungis brotið gegn mikilvægum hagsmunum viðskiptavina, heldur alls almennings. Því hefði ekki annað komið til álita en að dæma ákærðu til fangelsisrefsingar. Opinberar upplýsingar Geir Gestsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi eins þeirra sem var sakfelldur, segir dóminn koma mjög á óvart, ekki síst í ljósi fyrri úrlausna samkeppnisyfirvalda. Það sé grundvallaratriði í málinu að fyrirtækin voru að skiptast á upplýsingum sem þegar voru opinberar. „Voru aðgengilegar í búðum, vefsíðum og svo framvegis. Og það hlýtur náttúrulega að teljast óvenjulega hart gagnvart þessum einstaklingum sem voru ákærðir í þessu máli að dæma þá til fangelsisvistar fyrir að skiptast á upplýsingum sem þegar voru opinberar,“ segir Geir. Endurskoða þurfi verðkannanir Hann segir það mikilvægan þátt í allri samkeppni að kanna verð hjá samkeppnisaðilum á markaði. Dómur Hæstaréttar setji í uppnám hvernig slíkar verðkannanir eru framkvæmdar hér á landi, t.a.m. þegar samkeppnisaðilar við sölu raftækja eða matvöru skoða verð hjá hvor öðrum. „Ég held að það kannist allir við það að þegar að maður fer í Bónus að þá sér maður starfsmann frá Krónunni, merktan í jakka frá Krónunni, sem er þá að taka stikkprufur af verðum með skanna. Ég held að það hljóti að vera endurskoðað núna,“ segir Geir. Skoða að kæra til MDE Hann segir Hæstarétt túlka 10. gr. samkeppnislega rúmt. Það hafi hingað til verið meginregla í íslenskum sakamálum að það sé beinlínis óheimilt að skýra refsiheimildir með rúmri túlkun. „Það er að segja þannig að annað geti ekki falist í lagagrein heldur en berum orðum kemur fram í orðalagi hennar. Og hérna er um að ræða mjög rúma túlkun á samkeppnislögum. Og þetta gefur mönnum auðvitað tilefni til þess að hugsa það hvort það sé rétt að kæra til Mannréttindadómstóls Evrópu.“ Er það til skoðunar? „Það er til skoðunar,“ segir Geir. Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Kviknaði í ruslatunnu í fjölbýlishúsi á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
Verjandi fyrrverandi starfsmanns Byko sem dæmdur var í fangelsi í Hæstarétti fyrir helgi segir til skoðunar að kæra málið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann segir dóminn koma mjög á óvart og setja í uppnám hvernig fyrirtæki framkvæma verðkannanir hér á landi. Sex dæmdir í fangelsi Hæstiréttur dæmdi í fyrradag átta starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar fyrir refsivert verðsamráð á árunum 2010 til 2011, en héraðsdómur hafði sýknað alla nema einn í apríl í fyrra. Þyngsta dóminn hlaut fyrrverandi framkvæmdastjóri fagsölusviðs Byko, 18 mánaða fangelsi. Aðrir starfsmenn fyrirtækjanna voru dæmdir í þriggja til níu mánaða fangelsi en refsingu tveggja var frestað og þá voru tveir starfsmenn sýknaðir. Brotið gegn almenningi Í dómi Hæstaréttar er farið ítarlega yfir samskipti milli starfsmanna Byko og Húsasmiðjunnar. Dómurinn telur hin tíðu og reglubundnu samskipti milli fyrirtækjanna hafa falið í sér samstilltar aðgerðir sem höfðu það að markmiði að raska samkeppni milli fyrirtækjanna og þannig brotið gegn 10. gr. samkeppnislaga. Hæstiréttur telur stærð fyrirtækjanna og fjölda vörutegunda sem verðsamráðið náði til leiða til þess að ekki var einungis brotið gegn mikilvægum hagsmunum viðskiptavina, heldur alls almennings. Því hefði ekki annað komið til álita en að dæma ákærðu til fangelsisrefsingar. Opinberar upplýsingar Geir Gestsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi eins þeirra sem var sakfelldur, segir dóminn koma mjög á óvart, ekki síst í ljósi fyrri úrlausna samkeppnisyfirvalda. Það sé grundvallaratriði í málinu að fyrirtækin voru að skiptast á upplýsingum sem þegar voru opinberar. „Voru aðgengilegar í búðum, vefsíðum og svo framvegis. Og það hlýtur náttúrulega að teljast óvenjulega hart gagnvart þessum einstaklingum sem voru ákærðir í þessu máli að dæma þá til fangelsisvistar fyrir að skiptast á upplýsingum sem þegar voru opinberar,“ segir Geir. Endurskoða þurfi verðkannanir Hann segir það mikilvægan þátt í allri samkeppni að kanna verð hjá samkeppnisaðilum á markaði. Dómur Hæstaréttar setji í uppnám hvernig slíkar verðkannanir eru framkvæmdar hér á landi, t.a.m. þegar samkeppnisaðilar við sölu raftækja eða matvöru skoða verð hjá hvor öðrum. „Ég held að það kannist allir við það að þegar að maður fer í Bónus að þá sér maður starfsmann frá Krónunni, merktan í jakka frá Krónunni, sem er þá að taka stikkprufur af verðum með skanna. Ég held að það hljóti að vera endurskoðað núna,“ segir Geir. Skoða að kæra til MDE Hann segir Hæstarétt túlka 10. gr. samkeppnislega rúmt. Það hafi hingað til verið meginregla í íslenskum sakamálum að það sé beinlínis óheimilt að skýra refsiheimildir með rúmri túlkun. „Það er að segja þannig að annað geti ekki falist í lagagrein heldur en berum orðum kemur fram í orðalagi hennar. Og hérna er um að ræða mjög rúma túlkun á samkeppnislögum. Og þetta gefur mönnum auðvitað tilefni til þess að hugsa það hvort það sé rétt að kæra til Mannréttindadómstóls Evrópu.“ Er það til skoðunar? „Það er til skoðunar,“ segir Geir.
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Kviknaði í ruslatunnu í fjölbýlishúsi á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira