Til skoðunar að kæra verðsamráðsmál til Mannréttindadómstóls Evrópu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 3. desember 2016 19:00 Verjandi fyrrverandi starfsmanns Byko sem dæmdur var í fangelsi í Hæstarétti fyrir helgi segir til skoðunar að kæra málið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann segir dóminn koma mjög á óvart og setja í uppnám hvernig fyrirtæki framkvæma verðkannanir hér á landi. Sex dæmdir í fangelsi Hæstiréttur dæmdi í fyrradag átta starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar fyrir refsivert verðsamráð á árunum 2010 til 2011, en héraðsdómur hafði sýknað alla nema einn í apríl í fyrra. Þyngsta dóminn hlaut fyrrverandi framkvæmdastjóri fagsölusviðs Byko, 18 mánaða fangelsi. Aðrir starfsmenn fyrirtækjanna voru dæmdir í þriggja til níu mánaða fangelsi en refsingu tveggja var frestað og þá voru tveir starfsmenn sýknaðir. Brotið gegn almenningi Í dómi Hæstaréttar er farið ítarlega yfir samskipti milli starfsmanna Byko og Húsasmiðjunnar. Dómurinn telur hin tíðu og reglubundnu samskipti milli fyrirtækjanna hafa falið í sér samstilltar aðgerðir sem höfðu það að markmiði að raska samkeppni milli fyrirtækjanna og þannig brotið gegn 10. gr. samkeppnislaga. Hæstiréttur telur stærð fyrirtækjanna og fjölda vörutegunda sem verðsamráðið náði til leiða til þess að ekki var einungis brotið gegn mikilvægum hagsmunum viðskiptavina, heldur alls almennings. Því hefði ekki annað komið til álita en að dæma ákærðu til fangelsisrefsingar. Opinberar upplýsingar Geir Gestsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi eins þeirra sem var sakfelldur, segir dóminn koma mjög á óvart, ekki síst í ljósi fyrri úrlausna samkeppnisyfirvalda. Það sé grundvallaratriði í málinu að fyrirtækin voru að skiptast á upplýsingum sem þegar voru opinberar. „Voru aðgengilegar í búðum, vefsíðum og svo framvegis. Og það hlýtur náttúrulega að teljast óvenjulega hart gagnvart þessum einstaklingum sem voru ákærðir í þessu máli að dæma þá til fangelsisvistar fyrir að skiptast á upplýsingum sem þegar voru opinberar,“ segir Geir. Endurskoða þurfi verðkannanir Hann segir það mikilvægan þátt í allri samkeppni að kanna verð hjá samkeppnisaðilum á markaði. Dómur Hæstaréttar setji í uppnám hvernig slíkar verðkannanir eru framkvæmdar hér á landi, t.a.m. þegar samkeppnisaðilar við sölu raftækja eða matvöru skoða verð hjá hvor öðrum. „Ég held að það kannist allir við það að þegar að maður fer í Bónus að þá sér maður starfsmann frá Krónunni, merktan í jakka frá Krónunni, sem er þá að taka stikkprufur af verðum með skanna. Ég held að það hljóti að vera endurskoðað núna,“ segir Geir. Skoða að kæra til MDE Hann segir Hæstarétt túlka 10. gr. samkeppnislega rúmt. Það hafi hingað til verið meginregla í íslenskum sakamálum að það sé beinlínis óheimilt að skýra refsiheimildir með rúmri túlkun. „Það er að segja þannig að annað geti ekki falist í lagagrein heldur en berum orðum kemur fram í orðalagi hennar. Og hérna er um að ræða mjög rúma túlkun á samkeppnislögum. Og þetta gefur mönnum auðvitað tilefni til þess að hugsa það hvort það sé rétt að kæra til Mannréttindadómstóls Evrópu.“ Er það til skoðunar? „Það er til skoðunar,“ segir Geir. Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Sjá meira
Verjandi fyrrverandi starfsmanns Byko sem dæmdur var í fangelsi í Hæstarétti fyrir helgi segir til skoðunar að kæra málið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann segir dóminn koma mjög á óvart og setja í uppnám hvernig fyrirtæki framkvæma verðkannanir hér á landi. Sex dæmdir í fangelsi Hæstiréttur dæmdi í fyrradag átta starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar fyrir refsivert verðsamráð á árunum 2010 til 2011, en héraðsdómur hafði sýknað alla nema einn í apríl í fyrra. Þyngsta dóminn hlaut fyrrverandi framkvæmdastjóri fagsölusviðs Byko, 18 mánaða fangelsi. Aðrir starfsmenn fyrirtækjanna voru dæmdir í þriggja til níu mánaða fangelsi en refsingu tveggja var frestað og þá voru tveir starfsmenn sýknaðir. Brotið gegn almenningi Í dómi Hæstaréttar er farið ítarlega yfir samskipti milli starfsmanna Byko og Húsasmiðjunnar. Dómurinn telur hin tíðu og reglubundnu samskipti milli fyrirtækjanna hafa falið í sér samstilltar aðgerðir sem höfðu það að markmiði að raska samkeppni milli fyrirtækjanna og þannig brotið gegn 10. gr. samkeppnislaga. Hæstiréttur telur stærð fyrirtækjanna og fjölda vörutegunda sem verðsamráðið náði til leiða til þess að ekki var einungis brotið gegn mikilvægum hagsmunum viðskiptavina, heldur alls almennings. Því hefði ekki annað komið til álita en að dæma ákærðu til fangelsisrefsingar. Opinberar upplýsingar Geir Gestsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi eins þeirra sem var sakfelldur, segir dóminn koma mjög á óvart, ekki síst í ljósi fyrri úrlausna samkeppnisyfirvalda. Það sé grundvallaratriði í málinu að fyrirtækin voru að skiptast á upplýsingum sem þegar voru opinberar. „Voru aðgengilegar í búðum, vefsíðum og svo framvegis. Og það hlýtur náttúrulega að teljast óvenjulega hart gagnvart þessum einstaklingum sem voru ákærðir í þessu máli að dæma þá til fangelsisvistar fyrir að skiptast á upplýsingum sem þegar voru opinberar,“ segir Geir. Endurskoða þurfi verðkannanir Hann segir það mikilvægan þátt í allri samkeppni að kanna verð hjá samkeppnisaðilum á markaði. Dómur Hæstaréttar setji í uppnám hvernig slíkar verðkannanir eru framkvæmdar hér á landi, t.a.m. þegar samkeppnisaðilar við sölu raftækja eða matvöru skoða verð hjá hvor öðrum. „Ég held að það kannist allir við það að þegar að maður fer í Bónus að þá sér maður starfsmann frá Krónunni, merktan í jakka frá Krónunni, sem er þá að taka stikkprufur af verðum með skanna. Ég held að það hljóti að vera endurskoðað núna,“ segir Geir. Skoða að kæra til MDE Hann segir Hæstarétt túlka 10. gr. samkeppnislega rúmt. Það hafi hingað til verið meginregla í íslenskum sakamálum að það sé beinlínis óheimilt að skýra refsiheimildir með rúmri túlkun. „Það er að segja þannig að annað geti ekki falist í lagagrein heldur en berum orðum kemur fram í orðalagi hennar. Og hérna er um að ræða mjög rúma túlkun á samkeppnislögum. Og þetta gefur mönnum auðvitað tilefni til þess að hugsa það hvort það sé rétt að kæra til Mannréttindadómstóls Evrópu.“ Er það til skoðunar? „Það er til skoðunar,“ segir Geir.
Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent