NFL: Reimarnar út eins og í Ace Ventura og Seattle vann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2016 21:20 Sparkarinn Blair Walsh brást á úrslitastundu. Vísir/Getty Seattle Seahawks liðið hafði heldur betur heppnina með sér í naumum 10-9 sigri á Minnesota Vikings í leik liðanna í úrslitakeppni Þjóðardeildar ameríska fótboltans í kvöld. Minnesota Vikings liðsins fékk kjörið tækifæri til að tryggja sér sigurinn í leiknum rétt fyrir leikslok en sparkarinn Blair Walsh brenndi af úr auðveldu færi. Þegar myndband að sparkinu var skoðað nánar kom í ljós að sá sem stillti boltanum upp fyrir Blair Walsh, snéri reimunum út, eins og frægt var í Ace Ventura myndinni um árið. Þetta var í annað skiptið í leiknum sem það gerðist en að þessu sinni misheppnaðist sparkið algjörlega. Blair Walsh hafði skorað þrjú vallarmörk fyrri í leiknum og komið liði Víkingana í 9-0. Nú er bara að vona hans vegna að hann komist heill í gegnum þetta mótlæti ólíkt sparkaranum ógleymanlega Ray Finkle í Ace Ventura myndinni um árið. Seattle-liðið, sem hefur komist í Súper Bowl leikinn undan farin tvö ár, skoraði tíu stig í fjórða leikhlutanum og komst yfir. Þeir höfðu hinsvegar misst frá sér forystu í fjórða leikhluta í mörgum leikjum á leiktíðinni og það stefndi í svipuð örlög. Minnesota Vikings fékk lokasóknina í leiknum og var þarna komið í frábæra stöðu til að tryggja sér sigur og sæti í næstu umferð. Hin frábæra Seattle-vörn náði ekki að stoppa sókn Minnesota sem gat stillt upp í dauðafæri fyrir Blair Walsh. Það mátti sjá á viðbrögðum allra á vellinum og þá sérstaklega leikmönnum Seattle Seahawks hversu það komið mikið á óvart að Blair Walsh náði ekki að hitta á milli súlanna. Stjörnuleikmenn Seattle, sem áttu margir slakan dag í frostinu í Minneapolis, þökkuðu líka guð og æðri máttarvöldum fyrir enda voru þeir búnir að afskrifa sigurinn eins og flestir sem urðu vitni að þessum ótrúlega leik. Seattle Seahawks mætir Carolina Panthers í undanúrslitum Þjóðardeildarinnar um næstu helgi en Arizona Cardinals mætir annaðhvort Washington Redskins eða Green Bay Packers sem spila seinna í kvöld í beinni á Stöð 2 Sport.Það var tutttugu stiga frost á meðan leiknum stóð.Vísir/Getty NFL Tengdar fréttir Er þetta flottasta snertimarkið sem þú hefur séð? | Myndband Martavis Bryant og félagar hans í Pittsburgh Steelers komust áfram í aðra umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt eftir 18-16 útisigur á Cincinnati Bengals. 10. janúar 2016 12:45 NFL: Höfðingjarnir frá Kansas City enduðu 22 ára bið í nótt Kansas City Chiefs varð fyrsta liðið í tíu ár til að fá ekki á sig stig í úrslitakeppni ameríska fótboltans þegar liðið vann 30-0 sigur á Houston Texans í opnunarleik úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. 10. janúar 2016 10:00 NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Sjá meira
Seattle Seahawks liðið hafði heldur betur heppnina með sér í naumum 10-9 sigri á Minnesota Vikings í leik liðanna í úrslitakeppni Þjóðardeildar ameríska fótboltans í kvöld. Minnesota Vikings liðsins fékk kjörið tækifæri til að tryggja sér sigurinn í leiknum rétt fyrir leikslok en sparkarinn Blair Walsh brenndi af úr auðveldu færi. Þegar myndband að sparkinu var skoðað nánar kom í ljós að sá sem stillti boltanum upp fyrir Blair Walsh, snéri reimunum út, eins og frægt var í Ace Ventura myndinni um árið. Þetta var í annað skiptið í leiknum sem það gerðist en að þessu sinni misheppnaðist sparkið algjörlega. Blair Walsh hafði skorað þrjú vallarmörk fyrri í leiknum og komið liði Víkingana í 9-0. Nú er bara að vona hans vegna að hann komist heill í gegnum þetta mótlæti ólíkt sparkaranum ógleymanlega Ray Finkle í Ace Ventura myndinni um árið. Seattle-liðið, sem hefur komist í Súper Bowl leikinn undan farin tvö ár, skoraði tíu stig í fjórða leikhlutanum og komst yfir. Þeir höfðu hinsvegar misst frá sér forystu í fjórða leikhluta í mörgum leikjum á leiktíðinni og það stefndi í svipuð örlög. Minnesota Vikings fékk lokasóknina í leiknum og var þarna komið í frábæra stöðu til að tryggja sér sigur og sæti í næstu umferð. Hin frábæra Seattle-vörn náði ekki að stoppa sókn Minnesota sem gat stillt upp í dauðafæri fyrir Blair Walsh. Það mátti sjá á viðbrögðum allra á vellinum og þá sérstaklega leikmönnum Seattle Seahawks hversu það komið mikið á óvart að Blair Walsh náði ekki að hitta á milli súlanna. Stjörnuleikmenn Seattle, sem áttu margir slakan dag í frostinu í Minneapolis, þökkuðu líka guð og æðri máttarvöldum fyrir enda voru þeir búnir að afskrifa sigurinn eins og flestir sem urðu vitni að þessum ótrúlega leik. Seattle Seahawks mætir Carolina Panthers í undanúrslitum Þjóðardeildarinnar um næstu helgi en Arizona Cardinals mætir annaðhvort Washington Redskins eða Green Bay Packers sem spila seinna í kvöld í beinni á Stöð 2 Sport.Það var tutttugu stiga frost á meðan leiknum stóð.Vísir/Getty
NFL Tengdar fréttir Er þetta flottasta snertimarkið sem þú hefur séð? | Myndband Martavis Bryant og félagar hans í Pittsburgh Steelers komust áfram í aðra umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt eftir 18-16 útisigur á Cincinnati Bengals. 10. janúar 2016 12:45 NFL: Höfðingjarnir frá Kansas City enduðu 22 ára bið í nótt Kansas City Chiefs varð fyrsta liðið í tíu ár til að fá ekki á sig stig í úrslitakeppni ameríska fótboltans þegar liðið vann 30-0 sigur á Houston Texans í opnunarleik úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. 10. janúar 2016 10:00 NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Sjá meira
Er þetta flottasta snertimarkið sem þú hefur séð? | Myndband Martavis Bryant og félagar hans í Pittsburgh Steelers komust áfram í aðra umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt eftir 18-16 útisigur á Cincinnati Bengals. 10. janúar 2016 12:45
NFL: Höfðingjarnir frá Kansas City enduðu 22 ára bið í nótt Kansas City Chiefs varð fyrsta liðið í tíu ár til að fá ekki á sig stig í úrslitakeppni ameríska fótboltans þegar liðið vann 30-0 sigur á Houston Texans í opnunarleik úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. 10. janúar 2016 10:00
NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18