Stillt og fallegt veður hefur höfuðborgarsvæðinu í dag og skartaði sólin sínu fegursta þegar hún settist á bak við Reykjanesfjallgarðinn síðdegis.
Baldur Hrafnkell Jónsson myndatökumaður okkar tók þessar myndir þar sem hann var staddur í Bakkafjöru á Seltjarnarnesi. Óhætt er að segja sólsetrið hafi verið einstaklega fallegt og heillandi.
Þó dagarnir séu enn stuttir, en í dag voru tæpir fimm tímar frá sólarupprás til sólseturs, lengir þá hratt. Eftir mánuð mun sólarinnar njóta við nokkuð lengur eða í sjö tíma á dag.
Magnað sólarlag á höfuðborgarsvæðinu
Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar