Að vera sjálfum sér bestur Friðrik Rafnsson skrifar 30. júní 2016 07:00 Það er óttalega dapurlegt að Bretar skuli ætla að segja skilið við Evrópusambandið, einkum þeirra vegna, en kemur kannski ekki mjög á óvart. Ég hef fylgst nokkuð vel með umræðunni um Evrópusambandið allt frá árunum 1981 til 1988 þegar ég stundaði nám í Frakklandi og sá merki maður, Mitterand, var forseti Frakklands. Mitterand Frakklandsforseti og Kohl, kanslari Þýskalands, voru ákafir talsmenn samvinnu og friðar í Evrópu. Þeir mundu báðir hörmungar síðari heimsstyrjaldarinnar og töldu að besta leiðin til þess væri að efla samstarf Evrópuþjóðanna sem mest, byggja á sameiginlegu gildismati lýðræðis, réttlætis, menningar og sögu, og mynda með sér öflugt, yfirþjóðlegt bandalag sem myndi bæta hag allra, Evrópusambandið. Til er fræg, afar hugljúf mynd af þeim félögum þar sem þeir haldast í hendur þessu til staðfestingar sem þýðir: aldrei aftur stríð milli þessara þjóða. Maður á víst aldrei að segja aldrei, en nú eru rúm sjötíu ár liðin sem er lengra friðar- og velmegunarskeið en verið hefur lengi. Bretar hafa hins vegar alla tíð verið sér á parti í þessu samstarfi og verið með allskyns sérkröfur sem samstarfsríkin á meginlandinu hafa reynt að mæta eftir föngum og þau hafa stundum sýnt Bretum virðingarvert langlundargeð. Samband Breta og meginlandsþjóðanna hefur verið svona haltu-mér-slepptu-mér samband. Það er á vissan hátt sjarmerandi eins og Bretar eru flestir, en líka oft þreytandi. Sýn ýmissa fjölmiðla, stjórnmálaskýrenda og stjórnmálamanna hérlendis hefur einatt litast af engilsaxneskri heimssýn og þar af leiðandi umræðunni í Bretlandi. Því væri óskandi að útganga Breta úr þessu sambandi sjálfstæðra Evrópuríkja verði til þess að við hér heima förum að ræða um Evrópusambandið eins og það er, en ekki út frá þeirri heldur þröngu heimssýn (nánast rörsýn) sem við höfum fengið á það í gegnum umræðuna í Bretlandi. Við, eins og þeir í þessu tilfelli, höfum stundum verið sjálfum okkur verst. Nú er ef til vill tímabært að við hættum að vera sjálfum okkur verst, hættum að skattyrðast hvort við annað og þær þjóðir sem vilja okkur vel. Þar með yrðum við kannski ekki sjálfum okkur best, en í það minnsta mun skárri en nú.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Það er óttalega dapurlegt að Bretar skuli ætla að segja skilið við Evrópusambandið, einkum þeirra vegna, en kemur kannski ekki mjög á óvart. Ég hef fylgst nokkuð vel með umræðunni um Evrópusambandið allt frá árunum 1981 til 1988 þegar ég stundaði nám í Frakklandi og sá merki maður, Mitterand, var forseti Frakklands. Mitterand Frakklandsforseti og Kohl, kanslari Þýskalands, voru ákafir talsmenn samvinnu og friðar í Evrópu. Þeir mundu báðir hörmungar síðari heimsstyrjaldarinnar og töldu að besta leiðin til þess væri að efla samstarf Evrópuþjóðanna sem mest, byggja á sameiginlegu gildismati lýðræðis, réttlætis, menningar og sögu, og mynda með sér öflugt, yfirþjóðlegt bandalag sem myndi bæta hag allra, Evrópusambandið. Til er fræg, afar hugljúf mynd af þeim félögum þar sem þeir haldast í hendur þessu til staðfestingar sem þýðir: aldrei aftur stríð milli þessara þjóða. Maður á víst aldrei að segja aldrei, en nú eru rúm sjötíu ár liðin sem er lengra friðar- og velmegunarskeið en verið hefur lengi. Bretar hafa hins vegar alla tíð verið sér á parti í þessu samstarfi og verið með allskyns sérkröfur sem samstarfsríkin á meginlandinu hafa reynt að mæta eftir föngum og þau hafa stundum sýnt Bretum virðingarvert langlundargeð. Samband Breta og meginlandsþjóðanna hefur verið svona haltu-mér-slepptu-mér samband. Það er á vissan hátt sjarmerandi eins og Bretar eru flestir, en líka oft þreytandi. Sýn ýmissa fjölmiðla, stjórnmálaskýrenda og stjórnmálamanna hérlendis hefur einatt litast af engilsaxneskri heimssýn og þar af leiðandi umræðunni í Bretlandi. Því væri óskandi að útganga Breta úr þessu sambandi sjálfstæðra Evrópuríkja verði til þess að við hér heima förum að ræða um Evrópusambandið eins og það er, en ekki út frá þeirri heldur þröngu heimssýn (nánast rörsýn) sem við höfum fengið á það í gegnum umræðuna í Bretlandi. Við, eins og þeir í þessu tilfelli, höfum stundum verið sjálfum okkur verst. Nú er ef til vill tímabært að við hættum að vera sjálfum okkur verst, hættum að skattyrðast hvort við annað og þær þjóðir sem vilja okkur vel. Þar með yrðum við kannski ekki sjálfum okkur best, en í það minnsta mun skárri en nú.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun