Dagur í lífi Sigríðar Bjarkar: „Auðvitað hefði ég getað gert hluti öðruvísi“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. nóvember 2016 21:12 Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur verið lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu í rúm tvö ár. Árin hafa ekki verið átakalaus en Sigríður kom með nýjar áherslur á höfuðborgarsvæðinu í kynferðisbrotamálum og hún segir uppskeru erfiðisins nú vera að koma í ljós. Mikilvægt sé að áherslur lögreglunnar séu í meiri mæli á þolendur. Ásgeir Erlendsson, fréttamaður Stöðvar 2, fylgdi Sigríði eftir í starfi í einn dag. Á dagskrá Sigríðar þann daginn var meðal annars að hitta gamla lögreglumenn, funda með nýjum yfirmanni fíkniefnadeildarinnar, sem nú heitir miðlæg deild, og jafnréttisfundur. Sigríður Björk var einungis 27 ára þegar hún var skipuð skattstjóri á Vestfjörðum. Sex árum seinna varð hún sýslumaður á Ísafirði, árið 2007 var hún skipuð aðstoðarríkislögreglustjóri og tveimur árum síðar tók hún við sem lögreglustjóri á Suðurnesjum. Það var svo árið 2014 sem Sigríður varð lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. „Þannig að ég kem með þessa reynslu hingað. Þetta er að vísu dálítið sérstök menning hérna, þetta er mjög karllæg menning. Og helmingur þess sem við erum að þjóna eru konur. Þannig að ég held að það hafi bara þurft að koma inn með aðeins aðrar áherslur. Ekki til að taka yfir hinar, heldur bara aðeins að auka fjölbreytnina og setja kannski önnur mál á oddinn,“ segir Sigríður Björk.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri við undirritunar samstarfssamning um verklag í heimilisofbeldismálum. Vísir/GVAMeira krefjandi en hún átti von á Aðspurð um hvort Sigríður sé sátt við þau tvö ár sem hún hefur starfað sem lögreglustjóri á Höfuðborgarsvæðinu segir hún að svo sé, en að hún hafi eflaust getað gert margt öðruvísi. „Ég er sátt við það að það er margt af því sem við höfum verið að gera sem er að byrja að skila sér núna. Við erum að fara út úr breytingafasanum. Og við erum að fara að finna árangurinn af breytingunum, og ég er mjög sátt við það. Auðvitað hefði ég getað gert hluti öðruvísi og betur og það er ofsalega auðvelt að sjá það eftir á. En ég held að yfir heildina litið hafi breytingarnar tekist vel og við séum núna að fókusera á þá þætti sem eru mikilvægir fyrir almenning. Kynferðisbrotin eru til dæmis núna efst á dagskrá hjá okkur. Ef við horfum bara á druslugönguna, Beauty Tips, mótmælin hérna fyrir utan lögreglustöðina. Þetta hvílir á fólki. Fólk vill fá heilbrigðara samfélag þar sem kynferðisbrot eru ekki liðin og við sendum þau skilaboð alveg skýr.“Hvernig meturðu þessi síðustu tvö ár. Hvernig hafa þau verið?„Þau hafa kannski verið aðeins meira krefjandi en ég átti von á. En ég þekki náttúrulega menninguna í lögreglunni. Ég er búin að vera lögreglustjóri frá 2002. En þetta er búið að vera mjög skemmtilegt. Og sérstaklega skemmtilegt síðustu daga vegna þess að við finnum breytingarnar skila sér.“Hvað er það við þetta starf sem er skemmtilegast?„Það er bara þjónustan, að skipta máli, að reyna að gera betur fyrir almenning. Það er klárlega það. Það er ekki völdin, vegna þess að þú ferð úr búningnum þegar þú ferð heim á kvöldin. En svo situr eftir hvað er það sem þú gerðir til að breyta umhverfi fólksins sem þurfti á þér að halda jafnvel á sínum verstu stundum? Það er það sem heldur manni í þessu, þó að stundum blási á móti.“Frá mótmælum við lögreglustðina við Hverfisgötu fyrir um ári síðan.Vísir/VilhelmRíkari áhersla á þolendur Heimilisofbeldismál eru því miður allt of algeng á Íslandi. Fyrsta verk Sigríðar Bjarkar á höfuðborgarsvæðinu var að leggja ríkari áherslu á slík mál með því að taka þau fastari tökum, en slíkt var viðhaf í tíð hennar á Suðurnesjum. „Við erum í rauninni að færa okkur nær þolandanum. Heimilisofbeldisverkefnið hefur tekist vel. Það hefur fjölgað mjög málum sem hafa komið til okkar. Alveg frá tuttugu á mánuði áður en að verkefnið hófst og upp í yfir fimmtíu á mánuði. Það eru allt önnur vinnubrögð í þessum málum. Markmiðið er að brjóta upp þennan ofbeldishring og eiga miklu nánara samstarf við alla sem koma að þessum málaflokki.“ Eitt mikilvægasta málið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu nú er aukin áhersla á kynferðisbrotamál. Sigríður Björk segir að lögreglan megi bæta sig þegar kemur að rannsókn slíkra mála. Nýlega var til að mynda opnaður griðastaður fyrir þolendur kynferðisofbeldis, sem nefnist Bjarkarhlíð. „Það er bara alveg ljóst að við getum gert betur. Það eru of fá mál sem koma til okkar. Það eru meiri líkur á því að því fyrr sem að rannsókn hefst því líklegra er að saksókn takist. Þannig að það að setja það í fangið á þolandanum hvort hann eigi eða eigi ekki að kæra, það vantar upplýsingar, það vantar einhverja eina miðstöð um þau úrræði sem eru til staðar. Neyðarmóttakan er að standa sig frábærlega, sem og barnahús, en við þurfum líka að leita í okkar rann hvernig við getum gert betur. Við ætlum að nota þetta heimilisofbeldismódel, þar sem allir aðilarnir vinna betur saman til hagsbóta fyrir þolandann. Þá er Bjarkarhlíð hugsað sem slíkt úrræði.“Innslag Ásgeirs um dag í lífi lögreglustjórans má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur verið lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu í rúm tvö ár. Árin hafa ekki verið átakalaus en Sigríður kom með nýjar áherslur á höfuðborgarsvæðinu í kynferðisbrotamálum og hún segir uppskeru erfiðisins nú vera að koma í ljós. Mikilvægt sé að áherslur lögreglunnar séu í meiri mæli á þolendur. Ásgeir Erlendsson, fréttamaður Stöðvar 2, fylgdi Sigríði eftir í starfi í einn dag. Á dagskrá Sigríðar þann daginn var meðal annars að hitta gamla lögreglumenn, funda með nýjum yfirmanni fíkniefnadeildarinnar, sem nú heitir miðlæg deild, og jafnréttisfundur. Sigríður Björk var einungis 27 ára þegar hún var skipuð skattstjóri á Vestfjörðum. Sex árum seinna varð hún sýslumaður á Ísafirði, árið 2007 var hún skipuð aðstoðarríkislögreglustjóri og tveimur árum síðar tók hún við sem lögreglustjóri á Suðurnesjum. Það var svo árið 2014 sem Sigríður varð lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. „Þannig að ég kem með þessa reynslu hingað. Þetta er að vísu dálítið sérstök menning hérna, þetta er mjög karllæg menning. Og helmingur þess sem við erum að þjóna eru konur. Þannig að ég held að það hafi bara þurft að koma inn með aðeins aðrar áherslur. Ekki til að taka yfir hinar, heldur bara aðeins að auka fjölbreytnina og setja kannski önnur mál á oddinn,“ segir Sigríður Björk.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri við undirritunar samstarfssamning um verklag í heimilisofbeldismálum. Vísir/GVAMeira krefjandi en hún átti von á Aðspurð um hvort Sigríður sé sátt við þau tvö ár sem hún hefur starfað sem lögreglustjóri á Höfuðborgarsvæðinu segir hún að svo sé, en að hún hafi eflaust getað gert margt öðruvísi. „Ég er sátt við það að það er margt af því sem við höfum verið að gera sem er að byrja að skila sér núna. Við erum að fara út úr breytingafasanum. Og við erum að fara að finna árangurinn af breytingunum, og ég er mjög sátt við það. Auðvitað hefði ég getað gert hluti öðruvísi og betur og það er ofsalega auðvelt að sjá það eftir á. En ég held að yfir heildina litið hafi breytingarnar tekist vel og við séum núna að fókusera á þá þætti sem eru mikilvægir fyrir almenning. Kynferðisbrotin eru til dæmis núna efst á dagskrá hjá okkur. Ef við horfum bara á druslugönguna, Beauty Tips, mótmælin hérna fyrir utan lögreglustöðina. Þetta hvílir á fólki. Fólk vill fá heilbrigðara samfélag þar sem kynferðisbrot eru ekki liðin og við sendum þau skilaboð alveg skýr.“Hvernig meturðu þessi síðustu tvö ár. Hvernig hafa þau verið?„Þau hafa kannski verið aðeins meira krefjandi en ég átti von á. En ég þekki náttúrulega menninguna í lögreglunni. Ég er búin að vera lögreglustjóri frá 2002. En þetta er búið að vera mjög skemmtilegt. Og sérstaklega skemmtilegt síðustu daga vegna þess að við finnum breytingarnar skila sér.“Hvað er það við þetta starf sem er skemmtilegast?„Það er bara þjónustan, að skipta máli, að reyna að gera betur fyrir almenning. Það er klárlega það. Það er ekki völdin, vegna þess að þú ferð úr búningnum þegar þú ferð heim á kvöldin. En svo situr eftir hvað er það sem þú gerðir til að breyta umhverfi fólksins sem þurfti á þér að halda jafnvel á sínum verstu stundum? Það er það sem heldur manni í þessu, þó að stundum blási á móti.“Frá mótmælum við lögreglustðina við Hverfisgötu fyrir um ári síðan.Vísir/VilhelmRíkari áhersla á þolendur Heimilisofbeldismál eru því miður allt of algeng á Íslandi. Fyrsta verk Sigríðar Bjarkar á höfuðborgarsvæðinu var að leggja ríkari áherslu á slík mál með því að taka þau fastari tökum, en slíkt var viðhaf í tíð hennar á Suðurnesjum. „Við erum í rauninni að færa okkur nær þolandanum. Heimilisofbeldisverkefnið hefur tekist vel. Það hefur fjölgað mjög málum sem hafa komið til okkar. Alveg frá tuttugu á mánuði áður en að verkefnið hófst og upp í yfir fimmtíu á mánuði. Það eru allt önnur vinnubrögð í þessum málum. Markmiðið er að brjóta upp þennan ofbeldishring og eiga miklu nánara samstarf við alla sem koma að þessum málaflokki.“ Eitt mikilvægasta málið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu nú er aukin áhersla á kynferðisbrotamál. Sigríður Björk segir að lögreglan megi bæta sig þegar kemur að rannsókn slíkra mála. Nýlega var til að mynda opnaður griðastaður fyrir þolendur kynferðisofbeldis, sem nefnist Bjarkarhlíð. „Það er bara alveg ljóst að við getum gert betur. Það eru of fá mál sem koma til okkar. Það eru meiri líkur á því að því fyrr sem að rannsókn hefst því líklegra er að saksókn takist. Þannig að það að setja það í fangið á þolandanum hvort hann eigi eða eigi ekki að kæra, það vantar upplýsingar, það vantar einhverja eina miðstöð um þau úrræði sem eru til staðar. Neyðarmóttakan er að standa sig frábærlega, sem og barnahús, en við þurfum líka að leita í okkar rann hvernig við getum gert betur. Við ætlum að nota þetta heimilisofbeldismódel, þar sem allir aðilarnir vinna betur saman til hagsbóta fyrir þolandann. Þá er Bjarkarhlíð hugsað sem slíkt úrræði.“Innslag Ásgeirs um dag í lífi lögreglustjórans má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira