Sjálfboðaliði sótillur vegna skipulagsskorts á Secret Solstice Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. júní 2016 15:30 Frá Secret Solstice í fyrra. vísir/andri marinó Sjálfboðaliði, sem kom að uppsetningu Secret Solstice tónlistarhátíðarinnar, segir að ýmislegt hefði mátt fara betur í aðdraganda hennar. Skipulagningu hafi verið ábótavant og framkoma gagnvart sjálfboðaliðum hafi ekki verið góð. „Við kærastan mín vorum hér á landi svo okkur datt í hug að hjálpa og kíkja á hátíðina,“ segir Bram van der Stocken í samtali við Vísi. Bram er belgískur burðarþolsfræðingur sem býr ásamt íslenskri kærustu sinni í Svíþjóð. Hann hefur verið sjálfboðaliði á stærri og minni hátíðum víða um Evrópu, meðal annars Rock Werchter í Belgíu, og segir sjálfboðaliðastarfið á Solstice hafa verið allt aðra upplifun.Sá sjálfboðaliði sem skreytti þessi borð fékk nóg eftir að hann var beðinn um að mála yfir dagsverkið.„Hey við fengum Radiohead. Restin sér um sig sjálf“„Á þeim hátíðum sem ég hef unnið við hingað til hefur maður fengið vatn, hádegismat, kaffi og pásur samkvæmt lögum. Maturinn var stundum bara kaffibolli og brauð en það var eitthvað. Skipuleggjendur voru með á hreinu hvað þeir vildu og manni fannst maður vera hluti af hátíðinni. Því var í raun þveröfugt farið á Solstice. Þetta leit smá út eins og skipuleggjendur hafi bara hugsað „Hey, við fengum Radiohead. Restin græjar sig sjálf.““ Bram var í hópi þeirra sjálfboðaliða sem kom að uppsetningu og skreytingu á tónleikasvæðinu sjálfu. Hans hópur starfaði í átta tíma á dag dagana þrjá fyrir hátíðina og fékk að launum helgarpassa á hátíðina. Aðrir unnu þremur dögum lengur og fengu að launum VIP-passa. „Þegar við mættum á mánudeginum voru okkur rétt verkfæri, sem voru af skornum skammti, og okkur sagt að byrja. Það vissi enginn hvað ætti að gera eða hvers var óskað af okkur. Síðan breyttist það og við fengum nákvæmari fyrirmæli en þau gátu breyst jafnharðan.“Ábendingar um ýmis atvik Bram tekur dæmi um einn sjálfboðaliða sem var beðinn um að mála ákveðin form á borð í heilan dag. Í dagslok hafi sá sem var yfir hópnum mætt á staðinn og skipað honum að mála borðin í allt öðrum lit. „Sami skipuleggjandi hafði fyrr um daginn kallað manninn hálfvita fyrir framan allan hópinn. Sjálfboðaliðinn lét sig bara hverfa og sást ekki meir.“ Bram nefnir annað dæmi til sögunnar þar sem fólki var sagt að hengja upp drapperingar án tilskilins öryggisbúnaðar. Í lok dags hafi þær verið teknar niður á ný þar sem liturinn á þeim passaði ekki við bakgrunninn. „Það vantaði mikið upp á öryggismál bæði í undirbúningi hennar og á hátíðinni sjálfri. Sérstaklega á tónleikunum sem voru innandyra. Þar voru alltof margir inni í alltof litlu rými og hvergi hægt að komast í frítt vatn. Það var í raun lukka að þar varð ekki stórslys.“ Frá forvarnarsviði Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fengust þau svör að eftirlitsaðilar frá þeim hefðu verið á svæðinu yfir helgina. Aðilar frá þeim hefðu séð hluti sem þarf að kanna nánar og þá hafi þeim borist ábendingar um aðra. Farið verði yfir málið á næstunni og metið hvort framkvæmdin hafi verið í takt við lög og reglur. Friðrik Jónsson er framkvæmdastjóri Secret Solstice.Hátíðin gengi ekki upp án sjálfboðaliðaLeiðrétting: Í upphaflegri útgáfu greinarinnar var Friðrik rangfeðraður sagður Jónsson. Það er rangt en hann er Ólafsson. Það leiðréttist hér með og einnig er beðist afsökunar á þessu klúðri. „Í umsóknarferlinu um að gerast sjálfboðaliði á hátíðinni stendur skýrt hvað er innifalið og greiðslan er miði. Síðan var vatn og gos á svæðinu fyrir þau þannig það sem hann segir er ekki rétt,“ segir Friðrik Ólafsson, framkvæmdastjóri Secret Solstice, í samtali við Vísi. „Staðreyndin er sú að hátíðin hefði einfaldlega ekki efni á að skaffa mat fyrir alla sjálfboðaliða.“ Friðrik er að auki einn eigenda hátíðarinnar. Meðal annara eigenda má nefna Stuðmanninn Jakob Frímann Magnússon og félag Jóns Ólafssonar, Joco ehf. Fyrirtækið, sem stendur að baki rekstri hátíðarinnar hét áður Byggingarfélagið Arnarnes og átti meðal annars lóðir á Arnarnesinu í Garðabæ um aldamótin. Téður Jón er einnig eigandi Icelandic Water Holdins sem selur Iceland Glacial Water. Vatn frá fyrirtækinu var selt á hátíðinni en frítt vatn var síðan að finna á salernum Laugardalshallarinnar. „Allt í allt voru um sexhundruð sjálfboðaliðar sem komu að hátíðinni og það segir sig sjálft að í svo stórum hópi verður alltaf einhver smá fúll. En það sést að það er aðeins brotabrot þessa hóps. Við segjum við alla stjórnendur hjá okkur að tryggja að sjálfboðaliðarnir séu ánægðir því ef þeir eru ekki þá gengur hátíðin ekki upp,“ segir Friðrik. Á meðan viðtalinu stóð vann hann ásamt sjötíu sjálfboðaliðum við að taka til eftir hátíðina og þeir sjálfboðaliðar voru að hans sögn „allir hæstánægðir“. „Ég verð síðan að þakka öllum sjálfboðaliðum fyrir sitt framlag til hátíðarinnar.“ Bætt verður úr hnökrunum að ári Þetta er þriðja sumarið sem Secret Solstice hátíðin er haldin í Laugardalnum en hátíðin hefur stækkað gífurlega á ári hverju. Um 40 prósent fleiri gestir heimsóttu hátíðina í ár en í fyrra en tónleikagestir í ár voru um 15.000. „Þeir hnökrar sem við sáum á hátíðinni má flesta rekja til öryggismála. Á næsta ári stendur til að fá betri girðingar og auka öryggisgæslu til muna,“ segir Friðrik. Hann segir að ekkert annað komi til greina en að taka á því sem miður fór og bæta það fyrir næsta ár. „Það munu alltaf koma upp smá erfiðleikar og þá er bara að bæta þá. Við erum ung hátíð, lærðum mikið á fyrri tveimur hátíðunum og enn meira á þessari. Mér sýnist á öllu að við séum að sleikja núllið þegar búið er að gera allt upp og það er frábært. Yfirleitt er það skref sem hátíðir ná ekki fyrr en kannski eftir fimm skipti. Við ætlum bara að halda áfram að gera Solstice betri fyrir alla,“ segir Friðrik tvíefldur að lokum. Tengdar fréttir „Vorum að reyna að gera það besta úr ótrúlega leiðinlegum aðstæðum“ Tónleikahaldarar Secret Solstice neyddust til að taka erfiða ákvörðun í gær en minnstu munaði að ekki yrði að tónleikum Die Antwoord. 20. júní 2016 11:26 Flugumferðarstjórar ósáttir við að vera kennt um tafir á Secret Solstice Hljómsveitin Die Antwoord tafðist vegna seinkunar á flugi frá Amsterdam og það riðlaði dagskrá á tónlistarhátíðinni. 19. júní 2016 23:51 Missti putta á Secret Solstice: „Heilinn er ekki búinn að meðtaka að puttinn er farinn“ Puttinn varð eftir þegar Viljar Már reyndi að stytta sér leið yfir grindverk til að komast á tjaldsvæðið. 20. júní 2016 20:15 Secret Solstice: Mikil óánægja vegna aðgangstakmarkana á Die Antwoord Fólk hafði stillt sér upp í röð um áttaleytið. 19. júní 2016 22:57 Myndasyrpa frá Solstice: Gleðin ríkjandi á tónlistarhátíðinni Tónlistarhátíðinni lauk í gærkvöldi. 20. júní 2016 07:33 Secret-Solstice: Die Antwoord þurfti að endurskipuleggja tónleika kvöldsins vegna seinkunarinnar Hljómsveitin kemur fram í Hel í kvöld klukkan ellefu. 19. júní 2016 20:25 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Sjá meira
Sjálfboðaliði, sem kom að uppsetningu Secret Solstice tónlistarhátíðarinnar, segir að ýmislegt hefði mátt fara betur í aðdraganda hennar. Skipulagningu hafi verið ábótavant og framkoma gagnvart sjálfboðaliðum hafi ekki verið góð. „Við kærastan mín vorum hér á landi svo okkur datt í hug að hjálpa og kíkja á hátíðina,“ segir Bram van der Stocken í samtali við Vísi. Bram er belgískur burðarþolsfræðingur sem býr ásamt íslenskri kærustu sinni í Svíþjóð. Hann hefur verið sjálfboðaliði á stærri og minni hátíðum víða um Evrópu, meðal annars Rock Werchter í Belgíu, og segir sjálfboðaliðastarfið á Solstice hafa verið allt aðra upplifun.Sá sjálfboðaliði sem skreytti þessi borð fékk nóg eftir að hann var beðinn um að mála yfir dagsverkið.„Hey við fengum Radiohead. Restin sér um sig sjálf“„Á þeim hátíðum sem ég hef unnið við hingað til hefur maður fengið vatn, hádegismat, kaffi og pásur samkvæmt lögum. Maturinn var stundum bara kaffibolli og brauð en það var eitthvað. Skipuleggjendur voru með á hreinu hvað þeir vildu og manni fannst maður vera hluti af hátíðinni. Því var í raun þveröfugt farið á Solstice. Þetta leit smá út eins og skipuleggjendur hafi bara hugsað „Hey, við fengum Radiohead. Restin græjar sig sjálf.““ Bram var í hópi þeirra sjálfboðaliða sem kom að uppsetningu og skreytingu á tónleikasvæðinu sjálfu. Hans hópur starfaði í átta tíma á dag dagana þrjá fyrir hátíðina og fékk að launum helgarpassa á hátíðina. Aðrir unnu þremur dögum lengur og fengu að launum VIP-passa. „Þegar við mættum á mánudeginum voru okkur rétt verkfæri, sem voru af skornum skammti, og okkur sagt að byrja. Það vissi enginn hvað ætti að gera eða hvers var óskað af okkur. Síðan breyttist það og við fengum nákvæmari fyrirmæli en þau gátu breyst jafnharðan.“Ábendingar um ýmis atvik Bram tekur dæmi um einn sjálfboðaliða sem var beðinn um að mála ákveðin form á borð í heilan dag. Í dagslok hafi sá sem var yfir hópnum mætt á staðinn og skipað honum að mála borðin í allt öðrum lit. „Sami skipuleggjandi hafði fyrr um daginn kallað manninn hálfvita fyrir framan allan hópinn. Sjálfboðaliðinn lét sig bara hverfa og sást ekki meir.“ Bram nefnir annað dæmi til sögunnar þar sem fólki var sagt að hengja upp drapperingar án tilskilins öryggisbúnaðar. Í lok dags hafi þær verið teknar niður á ný þar sem liturinn á þeim passaði ekki við bakgrunninn. „Það vantaði mikið upp á öryggismál bæði í undirbúningi hennar og á hátíðinni sjálfri. Sérstaklega á tónleikunum sem voru innandyra. Þar voru alltof margir inni í alltof litlu rými og hvergi hægt að komast í frítt vatn. Það var í raun lukka að þar varð ekki stórslys.“ Frá forvarnarsviði Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fengust þau svör að eftirlitsaðilar frá þeim hefðu verið á svæðinu yfir helgina. Aðilar frá þeim hefðu séð hluti sem þarf að kanna nánar og þá hafi þeim borist ábendingar um aðra. Farið verði yfir málið á næstunni og metið hvort framkvæmdin hafi verið í takt við lög og reglur. Friðrik Jónsson er framkvæmdastjóri Secret Solstice.Hátíðin gengi ekki upp án sjálfboðaliðaLeiðrétting: Í upphaflegri útgáfu greinarinnar var Friðrik rangfeðraður sagður Jónsson. Það er rangt en hann er Ólafsson. Það leiðréttist hér með og einnig er beðist afsökunar á þessu klúðri. „Í umsóknarferlinu um að gerast sjálfboðaliði á hátíðinni stendur skýrt hvað er innifalið og greiðslan er miði. Síðan var vatn og gos á svæðinu fyrir þau þannig það sem hann segir er ekki rétt,“ segir Friðrik Ólafsson, framkvæmdastjóri Secret Solstice, í samtali við Vísi. „Staðreyndin er sú að hátíðin hefði einfaldlega ekki efni á að skaffa mat fyrir alla sjálfboðaliða.“ Friðrik er að auki einn eigenda hátíðarinnar. Meðal annara eigenda má nefna Stuðmanninn Jakob Frímann Magnússon og félag Jóns Ólafssonar, Joco ehf. Fyrirtækið, sem stendur að baki rekstri hátíðarinnar hét áður Byggingarfélagið Arnarnes og átti meðal annars lóðir á Arnarnesinu í Garðabæ um aldamótin. Téður Jón er einnig eigandi Icelandic Water Holdins sem selur Iceland Glacial Water. Vatn frá fyrirtækinu var selt á hátíðinni en frítt vatn var síðan að finna á salernum Laugardalshallarinnar. „Allt í allt voru um sexhundruð sjálfboðaliðar sem komu að hátíðinni og það segir sig sjálft að í svo stórum hópi verður alltaf einhver smá fúll. En það sést að það er aðeins brotabrot þessa hóps. Við segjum við alla stjórnendur hjá okkur að tryggja að sjálfboðaliðarnir séu ánægðir því ef þeir eru ekki þá gengur hátíðin ekki upp,“ segir Friðrik. Á meðan viðtalinu stóð vann hann ásamt sjötíu sjálfboðaliðum við að taka til eftir hátíðina og þeir sjálfboðaliðar voru að hans sögn „allir hæstánægðir“. „Ég verð síðan að þakka öllum sjálfboðaliðum fyrir sitt framlag til hátíðarinnar.“ Bætt verður úr hnökrunum að ári Þetta er þriðja sumarið sem Secret Solstice hátíðin er haldin í Laugardalnum en hátíðin hefur stækkað gífurlega á ári hverju. Um 40 prósent fleiri gestir heimsóttu hátíðina í ár en í fyrra en tónleikagestir í ár voru um 15.000. „Þeir hnökrar sem við sáum á hátíðinni má flesta rekja til öryggismála. Á næsta ári stendur til að fá betri girðingar og auka öryggisgæslu til muna,“ segir Friðrik. Hann segir að ekkert annað komi til greina en að taka á því sem miður fór og bæta það fyrir næsta ár. „Það munu alltaf koma upp smá erfiðleikar og þá er bara að bæta þá. Við erum ung hátíð, lærðum mikið á fyrri tveimur hátíðunum og enn meira á þessari. Mér sýnist á öllu að við séum að sleikja núllið þegar búið er að gera allt upp og það er frábært. Yfirleitt er það skref sem hátíðir ná ekki fyrr en kannski eftir fimm skipti. Við ætlum bara að halda áfram að gera Solstice betri fyrir alla,“ segir Friðrik tvíefldur að lokum.
Tengdar fréttir „Vorum að reyna að gera það besta úr ótrúlega leiðinlegum aðstæðum“ Tónleikahaldarar Secret Solstice neyddust til að taka erfiða ákvörðun í gær en minnstu munaði að ekki yrði að tónleikum Die Antwoord. 20. júní 2016 11:26 Flugumferðarstjórar ósáttir við að vera kennt um tafir á Secret Solstice Hljómsveitin Die Antwoord tafðist vegna seinkunar á flugi frá Amsterdam og það riðlaði dagskrá á tónlistarhátíðinni. 19. júní 2016 23:51 Missti putta á Secret Solstice: „Heilinn er ekki búinn að meðtaka að puttinn er farinn“ Puttinn varð eftir þegar Viljar Már reyndi að stytta sér leið yfir grindverk til að komast á tjaldsvæðið. 20. júní 2016 20:15 Secret Solstice: Mikil óánægja vegna aðgangstakmarkana á Die Antwoord Fólk hafði stillt sér upp í röð um áttaleytið. 19. júní 2016 22:57 Myndasyrpa frá Solstice: Gleðin ríkjandi á tónlistarhátíðinni Tónlistarhátíðinni lauk í gærkvöldi. 20. júní 2016 07:33 Secret-Solstice: Die Antwoord þurfti að endurskipuleggja tónleika kvöldsins vegna seinkunarinnar Hljómsveitin kemur fram í Hel í kvöld klukkan ellefu. 19. júní 2016 20:25 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Sjá meira
„Vorum að reyna að gera það besta úr ótrúlega leiðinlegum aðstæðum“ Tónleikahaldarar Secret Solstice neyddust til að taka erfiða ákvörðun í gær en minnstu munaði að ekki yrði að tónleikum Die Antwoord. 20. júní 2016 11:26
Flugumferðarstjórar ósáttir við að vera kennt um tafir á Secret Solstice Hljómsveitin Die Antwoord tafðist vegna seinkunar á flugi frá Amsterdam og það riðlaði dagskrá á tónlistarhátíðinni. 19. júní 2016 23:51
Missti putta á Secret Solstice: „Heilinn er ekki búinn að meðtaka að puttinn er farinn“ Puttinn varð eftir þegar Viljar Már reyndi að stytta sér leið yfir grindverk til að komast á tjaldsvæðið. 20. júní 2016 20:15
Secret Solstice: Mikil óánægja vegna aðgangstakmarkana á Die Antwoord Fólk hafði stillt sér upp í röð um áttaleytið. 19. júní 2016 22:57
Myndasyrpa frá Solstice: Gleðin ríkjandi á tónlistarhátíðinni Tónlistarhátíðinni lauk í gærkvöldi. 20. júní 2016 07:33
Secret-Solstice: Die Antwoord þurfti að endurskipuleggja tónleika kvöldsins vegna seinkunarinnar Hljómsveitin kemur fram í Hel í kvöld klukkan ellefu. 19. júní 2016 20:25