Missti putta á Secret Solstice: „Heilinn er ekki búinn að meðtaka að puttinn er farinn“ Birgir Olgeirsson skrifar 20. júní 2016 20:15 Puttinn varð eftir þegar Viljar Már reyndi að stytta sér leið yfir grindverk til að komast á tjaldsvæðið. Vísir/Viljar Már „Heilsan er bara fín, bara mínus þessi putti, ég get bara talið upp að níu, en annars allt í lagi,“ segir Viljar Már Hafþórsson sem missti baugfingur á hægri hendi þegar hann stytti sér leið inn á tjaldsvæði tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice í Laugardal í Reykjavík aðfaranótt föstudags.Viljar Már á sjúkrahúsinu.Vísir„Síðan flæktist fingurinn í grindverkinu þegar ég hoppa af og puttinn varð eftir á grindverkinu,“ segir Viljar Már í samtali við Vísi um óhappið en Viljar er rétthentur. Hann segist hafa fundið strax og hann lenti að ekki var allt með felldu. Hann leit á höndin og sá þar hálft bein sem stóð út og puttann hangandi á grindverkinu. Hann segir verkinn hafa horfið fljótt þegar adrenalínið tók yfir. Sjúkraflutningamenn voru snöggir á vettvang og hlúðu að Viljari Má en hann segir sjálfur svo frá að óvenju lítil blæðing hafi hlotist af þessu óhappi. Sjúkraflutningamennirnir sóttu puttann sem fékk hins vegar „dauðadóm“ frá læknum við komuna á sjúkrahúsið og var í kjölfarið brenndur og nú orðinn að ösku. „Hann rifnaði allt of mikið, skinnið í tætlur og beinið brotnaði. Það var ekki hægt að festa hann aftur á,“ segir Viljar Már. Hann segir læknana hafa verið ánægða með hve vel Viljar Már tók þessu óhappi. Hann var sólarhring á sjúkrahúsi þar sem hann var sendur í aðgerð til að gera að hendinni en eftir það lá leið hans beint aftur á Solstice-hátíðina.Viljar Már fór á puttanum heim til Akureyrar eftir hátíðina.Vísir/Viljar MárHann segist finna fyrir vofuverkjum nú þegar puttinn er farinn. Með orðinu vofuverkur er átt við það þegar fólk missir útlim en finnur samt endrum og sinnum til í honum, en Vísindavefur Háskóla Íslands tekur sem dæmi kláða eða annan verk. „Heilinn er ekki búinn að meðtaka að puttinn er farinn, hann heldur að hann sé þarna enn þá,“ segir Viljar Már sem gengst við að sakna hans en hann starfar sem þjónn en í því starfi kemur fingrafimi sér vel og verður Viljar Már því frá vinnu í einhvern tíma núna. Hann býr og starfar á Akureyri en eftir að hátíðinni lauk fór hann „á puttanum“ heim. „Þetta er skemmtilegt óhapp, góð saga til að segja frá. Það er ekkert sem ég get gert í því. Hann er farinn og orðinn að ösku.“ Tengdar fréttir „Vorum að reyna að gera það besta úr ótrúlega leiðinlegum aðstæðum“ Tónleikahaldarar Secret Solstice neyddust til að taka erfiða ákvörðun í gær en minnstu munaði að ekki yrði að tónleikum Die Antwoord. 20. júní 2016 11:26 Geimverurnar lentu og tóku yfir Ísland Tónleikar Die Antwoord voru án efa hápunktur Secret Solstice hátíðarinnar. 20. júní 2016 13:23 Kannabisský yfir Laugardalnum um helgina Frjálslegar grasreykingar voru stundaðar á Secret Solstice-hátíðinni en átta fíkniefnamál komu á borð lögreglu. 20. júní 2016 13:07 Myndasyrpa frá Solstice: Gleðin ríkjandi á tónlistarhátíðinni Tónlistarhátíðinni lauk í gærkvöldi. 20. júní 2016 07:33 Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
„Heilsan er bara fín, bara mínus þessi putti, ég get bara talið upp að níu, en annars allt í lagi,“ segir Viljar Már Hafþórsson sem missti baugfingur á hægri hendi þegar hann stytti sér leið inn á tjaldsvæði tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice í Laugardal í Reykjavík aðfaranótt föstudags.Viljar Már á sjúkrahúsinu.Vísir„Síðan flæktist fingurinn í grindverkinu þegar ég hoppa af og puttinn varð eftir á grindverkinu,“ segir Viljar Már í samtali við Vísi um óhappið en Viljar er rétthentur. Hann segist hafa fundið strax og hann lenti að ekki var allt með felldu. Hann leit á höndin og sá þar hálft bein sem stóð út og puttann hangandi á grindverkinu. Hann segir verkinn hafa horfið fljótt þegar adrenalínið tók yfir. Sjúkraflutningamenn voru snöggir á vettvang og hlúðu að Viljari Má en hann segir sjálfur svo frá að óvenju lítil blæðing hafi hlotist af þessu óhappi. Sjúkraflutningamennirnir sóttu puttann sem fékk hins vegar „dauðadóm“ frá læknum við komuna á sjúkrahúsið og var í kjölfarið brenndur og nú orðinn að ösku. „Hann rifnaði allt of mikið, skinnið í tætlur og beinið brotnaði. Það var ekki hægt að festa hann aftur á,“ segir Viljar Már. Hann segir læknana hafa verið ánægða með hve vel Viljar Már tók þessu óhappi. Hann var sólarhring á sjúkrahúsi þar sem hann var sendur í aðgerð til að gera að hendinni en eftir það lá leið hans beint aftur á Solstice-hátíðina.Viljar Már fór á puttanum heim til Akureyrar eftir hátíðina.Vísir/Viljar MárHann segist finna fyrir vofuverkjum nú þegar puttinn er farinn. Með orðinu vofuverkur er átt við það þegar fólk missir útlim en finnur samt endrum og sinnum til í honum, en Vísindavefur Háskóla Íslands tekur sem dæmi kláða eða annan verk. „Heilinn er ekki búinn að meðtaka að puttinn er farinn, hann heldur að hann sé þarna enn þá,“ segir Viljar Már sem gengst við að sakna hans en hann starfar sem þjónn en í því starfi kemur fingrafimi sér vel og verður Viljar Már því frá vinnu í einhvern tíma núna. Hann býr og starfar á Akureyri en eftir að hátíðinni lauk fór hann „á puttanum“ heim. „Þetta er skemmtilegt óhapp, góð saga til að segja frá. Það er ekkert sem ég get gert í því. Hann er farinn og orðinn að ösku.“
Tengdar fréttir „Vorum að reyna að gera það besta úr ótrúlega leiðinlegum aðstæðum“ Tónleikahaldarar Secret Solstice neyddust til að taka erfiða ákvörðun í gær en minnstu munaði að ekki yrði að tónleikum Die Antwoord. 20. júní 2016 11:26 Geimverurnar lentu og tóku yfir Ísland Tónleikar Die Antwoord voru án efa hápunktur Secret Solstice hátíðarinnar. 20. júní 2016 13:23 Kannabisský yfir Laugardalnum um helgina Frjálslegar grasreykingar voru stundaðar á Secret Solstice-hátíðinni en átta fíkniefnamál komu á borð lögreglu. 20. júní 2016 13:07 Myndasyrpa frá Solstice: Gleðin ríkjandi á tónlistarhátíðinni Tónlistarhátíðinni lauk í gærkvöldi. 20. júní 2016 07:33 Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
„Vorum að reyna að gera það besta úr ótrúlega leiðinlegum aðstæðum“ Tónleikahaldarar Secret Solstice neyddust til að taka erfiða ákvörðun í gær en minnstu munaði að ekki yrði að tónleikum Die Antwoord. 20. júní 2016 11:26
Geimverurnar lentu og tóku yfir Ísland Tónleikar Die Antwoord voru án efa hápunktur Secret Solstice hátíðarinnar. 20. júní 2016 13:23
Kannabisský yfir Laugardalnum um helgina Frjálslegar grasreykingar voru stundaðar á Secret Solstice-hátíðinni en átta fíkniefnamál komu á borð lögreglu. 20. júní 2016 13:07
Myndasyrpa frá Solstice: Gleðin ríkjandi á tónlistarhátíðinni Tónlistarhátíðinni lauk í gærkvöldi. 20. júní 2016 07:33