Missti putta á Secret Solstice: „Heilinn er ekki búinn að meðtaka að puttinn er farinn“ Birgir Olgeirsson skrifar 20. júní 2016 20:15 Puttinn varð eftir þegar Viljar Már reyndi að stytta sér leið yfir grindverk til að komast á tjaldsvæðið. Vísir/Viljar Már „Heilsan er bara fín, bara mínus þessi putti, ég get bara talið upp að níu, en annars allt í lagi,“ segir Viljar Már Hafþórsson sem missti baugfingur á hægri hendi þegar hann stytti sér leið inn á tjaldsvæði tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice í Laugardal í Reykjavík aðfaranótt föstudags.Viljar Már á sjúkrahúsinu.Vísir„Síðan flæktist fingurinn í grindverkinu þegar ég hoppa af og puttinn varð eftir á grindverkinu,“ segir Viljar Már í samtali við Vísi um óhappið en Viljar er rétthentur. Hann segist hafa fundið strax og hann lenti að ekki var allt með felldu. Hann leit á höndin og sá þar hálft bein sem stóð út og puttann hangandi á grindverkinu. Hann segir verkinn hafa horfið fljótt þegar adrenalínið tók yfir. Sjúkraflutningamenn voru snöggir á vettvang og hlúðu að Viljari Má en hann segir sjálfur svo frá að óvenju lítil blæðing hafi hlotist af þessu óhappi. Sjúkraflutningamennirnir sóttu puttann sem fékk hins vegar „dauðadóm“ frá læknum við komuna á sjúkrahúsið og var í kjölfarið brenndur og nú orðinn að ösku. „Hann rifnaði allt of mikið, skinnið í tætlur og beinið brotnaði. Það var ekki hægt að festa hann aftur á,“ segir Viljar Már. Hann segir læknana hafa verið ánægða með hve vel Viljar Már tók þessu óhappi. Hann var sólarhring á sjúkrahúsi þar sem hann var sendur í aðgerð til að gera að hendinni en eftir það lá leið hans beint aftur á Solstice-hátíðina.Viljar Már fór á puttanum heim til Akureyrar eftir hátíðina.Vísir/Viljar MárHann segist finna fyrir vofuverkjum nú þegar puttinn er farinn. Með orðinu vofuverkur er átt við það þegar fólk missir útlim en finnur samt endrum og sinnum til í honum, en Vísindavefur Háskóla Íslands tekur sem dæmi kláða eða annan verk. „Heilinn er ekki búinn að meðtaka að puttinn er farinn, hann heldur að hann sé þarna enn þá,“ segir Viljar Már sem gengst við að sakna hans en hann starfar sem þjónn en í því starfi kemur fingrafimi sér vel og verður Viljar Már því frá vinnu í einhvern tíma núna. Hann býr og starfar á Akureyri en eftir að hátíðinni lauk fór hann „á puttanum“ heim. „Þetta er skemmtilegt óhapp, góð saga til að segja frá. Það er ekkert sem ég get gert í því. Hann er farinn og orðinn að ösku.“ Tengdar fréttir „Vorum að reyna að gera það besta úr ótrúlega leiðinlegum aðstæðum“ Tónleikahaldarar Secret Solstice neyddust til að taka erfiða ákvörðun í gær en minnstu munaði að ekki yrði að tónleikum Die Antwoord. 20. júní 2016 11:26 Geimverurnar lentu og tóku yfir Ísland Tónleikar Die Antwoord voru án efa hápunktur Secret Solstice hátíðarinnar. 20. júní 2016 13:23 Kannabisský yfir Laugardalnum um helgina Frjálslegar grasreykingar voru stundaðar á Secret Solstice-hátíðinni en átta fíkniefnamál komu á borð lögreglu. 20. júní 2016 13:07 Myndasyrpa frá Solstice: Gleðin ríkjandi á tónlistarhátíðinni Tónlistarhátíðinni lauk í gærkvöldi. 20. júní 2016 07:33 Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Náðu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Cecilie tekur við af Auði Menning Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Fleiri fréttir Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvorn annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Sjá meira
„Heilsan er bara fín, bara mínus þessi putti, ég get bara talið upp að níu, en annars allt í lagi,“ segir Viljar Már Hafþórsson sem missti baugfingur á hægri hendi þegar hann stytti sér leið inn á tjaldsvæði tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice í Laugardal í Reykjavík aðfaranótt föstudags.Viljar Már á sjúkrahúsinu.Vísir„Síðan flæktist fingurinn í grindverkinu þegar ég hoppa af og puttinn varð eftir á grindverkinu,“ segir Viljar Már í samtali við Vísi um óhappið en Viljar er rétthentur. Hann segist hafa fundið strax og hann lenti að ekki var allt með felldu. Hann leit á höndin og sá þar hálft bein sem stóð út og puttann hangandi á grindverkinu. Hann segir verkinn hafa horfið fljótt þegar adrenalínið tók yfir. Sjúkraflutningamenn voru snöggir á vettvang og hlúðu að Viljari Má en hann segir sjálfur svo frá að óvenju lítil blæðing hafi hlotist af þessu óhappi. Sjúkraflutningamennirnir sóttu puttann sem fékk hins vegar „dauðadóm“ frá læknum við komuna á sjúkrahúsið og var í kjölfarið brenndur og nú orðinn að ösku. „Hann rifnaði allt of mikið, skinnið í tætlur og beinið brotnaði. Það var ekki hægt að festa hann aftur á,“ segir Viljar Már. Hann segir læknana hafa verið ánægða með hve vel Viljar Már tók þessu óhappi. Hann var sólarhring á sjúkrahúsi þar sem hann var sendur í aðgerð til að gera að hendinni en eftir það lá leið hans beint aftur á Solstice-hátíðina.Viljar Már fór á puttanum heim til Akureyrar eftir hátíðina.Vísir/Viljar MárHann segist finna fyrir vofuverkjum nú þegar puttinn er farinn. Með orðinu vofuverkur er átt við það þegar fólk missir útlim en finnur samt endrum og sinnum til í honum, en Vísindavefur Háskóla Íslands tekur sem dæmi kláða eða annan verk. „Heilinn er ekki búinn að meðtaka að puttinn er farinn, hann heldur að hann sé þarna enn þá,“ segir Viljar Már sem gengst við að sakna hans en hann starfar sem þjónn en í því starfi kemur fingrafimi sér vel og verður Viljar Már því frá vinnu í einhvern tíma núna. Hann býr og starfar á Akureyri en eftir að hátíðinni lauk fór hann „á puttanum“ heim. „Þetta er skemmtilegt óhapp, góð saga til að segja frá. Það er ekkert sem ég get gert í því. Hann er farinn og orðinn að ösku.“
Tengdar fréttir „Vorum að reyna að gera það besta úr ótrúlega leiðinlegum aðstæðum“ Tónleikahaldarar Secret Solstice neyddust til að taka erfiða ákvörðun í gær en minnstu munaði að ekki yrði að tónleikum Die Antwoord. 20. júní 2016 11:26 Geimverurnar lentu og tóku yfir Ísland Tónleikar Die Antwoord voru án efa hápunktur Secret Solstice hátíðarinnar. 20. júní 2016 13:23 Kannabisský yfir Laugardalnum um helgina Frjálslegar grasreykingar voru stundaðar á Secret Solstice-hátíðinni en átta fíkniefnamál komu á borð lögreglu. 20. júní 2016 13:07 Myndasyrpa frá Solstice: Gleðin ríkjandi á tónlistarhátíðinni Tónlistarhátíðinni lauk í gærkvöldi. 20. júní 2016 07:33 Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Náðu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Cecilie tekur við af Auði Menning Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Fleiri fréttir Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvorn annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Sjá meira
„Vorum að reyna að gera það besta úr ótrúlega leiðinlegum aðstæðum“ Tónleikahaldarar Secret Solstice neyddust til að taka erfiða ákvörðun í gær en minnstu munaði að ekki yrði að tónleikum Die Antwoord. 20. júní 2016 11:26
Geimverurnar lentu og tóku yfir Ísland Tónleikar Die Antwoord voru án efa hápunktur Secret Solstice hátíðarinnar. 20. júní 2016 13:23
Kannabisský yfir Laugardalnum um helgina Frjálslegar grasreykingar voru stundaðar á Secret Solstice-hátíðinni en átta fíkniefnamál komu á borð lögreglu. 20. júní 2016 13:07
Myndasyrpa frá Solstice: Gleðin ríkjandi á tónlistarhátíðinni Tónlistarhátíðinni lauk í gærkvöldi. 20. júní 2016 07:33