Segja vinnustaðanám mikilvægt samfélaginu Sæunn Gísladóttir skrifar 28. janúar 2016 07:00 Katrín D. Þorsteinsdóttir, forstöðumaður menntunar og mannauðs hjá Samtökum iðnaðarins, segist búast við því að fleiri fyrirtæki samþykki sáttmálann. Yfir 160 fyrirtæki hafa skrifað undir sáttmála Samtaka iðnaðarins um vinnustaðanám. Katrín D. Þorsteinsdóttir, forstöðumaður menntunar og mannauðs hjá Samtökum iðnaðarins, segir sáttmálann mikilvægan til að styrkja samtalið milli skóla og fyrirtækja. Í dag munu Samtök iðnaðarins standa fyrir málstofu helgaðri vinnustaðanámi undir yfirskriftinni: Þú færð pottþétt starf – atvinnurekendur axla ábyrgð á vinnustaðanámi, á Menntadegi atvinnulífsins. Þá verður sáttmálanum fagnað. Fyrirtækin sem hafa staðfest sáttmálann lýsa yfir einlægum vilja til að auka aðgengi nemenda að vinnustaðanámi í fyrirtækjum til að efla og bæta iðn-, verk- og tæknimenntun ungs fólks. „Það er mikill skortur á fagfólki, iðn-, verk- og tæknimenntuðu fólki. Á sama tíma heyrum við skólana tala um það að það sé erfitt að fá vinnustaðanám (komast á samning). Hins vegar segja fyrirtækin að þetta sé ekki svona erfitt. Því er ljóst að fólk er ekki að tala nóg saman og þarna er einhver pottur brotinn,“ segir Katrín. Að sögn Katrínar er óljóst hversu margir eru að leita að vinnustaðanámsplássi, þar sem tölfræði sé ekki til staðar. Vinnustaðasáttmálinn sé mikilvægur og samtökin vilji auka jákvætt umtal um vinnustaðanámið. „Þetta er dýrmætt nám fyrir samfélagið, það eru ekki margir sem kveikja á því en við heyrum það hjá nemunum,“ segir Katrín. Samhliða verði herferð undir yfirskriftinni „Þú færð pottþétt starf“. „Þar erum við að leggja áherslu á það að vinnustaðanám er spennandi og þú færð dýrmæta reynslu. Í allflestum löggiltum iðngreinum ertu með öruggt starf að námi loknu sem er vel launað ef þú stendur þig vel,“ segir Katrín sem bendir einnig á að verið sé að skiptast á nemum í vinnustaðanámi milli landa núna. „Þetta eru alþjóðleg starfsréttindi og það skiptir máli að kynna það betur.“ Katrín segir að viðtökurnar við sáttmálanum hafi verið mjög góðar. „Við sjáum fyrir okkur að við munum halda áfram að skrá fyrirtæki á þennan lista og hafa hann aðgengilegan á vefsíðu okkar og fyrir skóla svo þeir viti hvert þeir eigi að leita á komandi tímum,“ segir Katrín D. Þorsteinsdóttir. Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Konan sem ekið var á er látin Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Sjá meira
Yfir 160 fyrirtæki hafa skrifað undir sáttmála Samtaka iðnaðarins um vinnustaðanám. Katrín D. Þorsteinsdóttir, forstöðumaður menntunar og mannauðs hjá Samtökum iðnaðarins, segir sáttmálann mikilvægan til að styrkja samtalið milli skóla og fyrirtækja. Í dag munu Samtök iðnaðarins standa fyrir málstofu helgaðri vinnustaðanámi undir yfirskriftinni: Þú færð pottþétt starf – atvinnurekendur axla ábyrgð á vinnustaðanámi, á Menntadegi atvinnulífsins. Þá verður sáttmálanum fagnað. Fyrirtækin sem hafa staðfest sáttmálann lýsa yfir einlægum vilja til að auka aðgengi nemenda að vinnustaðanámi í fyrirtækjum til að efla og bæta iðn-, verk- og tæknimenntun ungs fólks. „Það er mikill skortur á fagfólki, iðn-, verk- og tæknimenntuðu fólki. Á sama tíma heyrum við skólana tala um það að það sé erfitt að fá vinnustaðanám (komast á samning). Hins vegar segja fyrirtækin að þetta sé ekki svona erfitt. Því er ljóst að fólk er ekki að tala nóg saman og þarna er einhver pottur brotinn,“ segir Katrín. Að sögn Katrínar er óljóst hversu margir eru að leita að vinnustaðanámsplássi, þar sem tölfræði sé ekki til staðar. Vinnustaðasáttmálinn sé mikilvægur og samtökin vilji auka jákvætt umtal um vinnustaðanámið. „Þetta er dýrmætt nám fyrir samfélagið, það eru ekki margir sem kveikja á því en við heyrum það hjá nemunum,“ segir Katrín. Samhliða verði herferð undir yfirskriftinni „Þú færð pottþétt starf“. „Þar erum við að leggja áherslu á það að vinnustaðanám er spennandi og þú færð dýrmæta reynslu. Í allflestum löggiltum iðngreinum ertu með öruggt starf að námi loknu sem er vel launað ef þú stendur þig vel,“ segir Katrín sem bendir einnig á að verið sé að skiptast á nemum í vinnustaðanámi milli landa núna. „Þetta eru alþjóðleg starfsréttindi og það skiptir máli að kynna það betur.“ Katrín segir að viðtökurnar við sáttmálanum hafi verið mjög góðar. „Við sjáum fyrir okkur að við munum halda áfram að skrá fyrirtæki á þennan lista og hafa hann aðgengilegan á vefsíðu okkar og fyrir skóla svo þeir viti hvert þeir eigi að leita á komandi tímum,“ segir Katrín D. Þorsteinsdóttir.
Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Konan sem ekið var á er látin Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Sjá meira