Starfsmanni Félags heyrnarlausra sem grunaður er um mansal sagt upp Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júní 2016 10:24 "Misbrestur hefur orðið á því hvernig fyrrum starfsmaðurinn stóð að uppgjöri á tekjum vegna sölu happdrættismiða, gagnvart sölufólki,“ segir í tilkynningu frá Félagi heyrnarlausra. vísir/vilhelm Félag heyrnarlausra hefur sagt upp starfsmanni félagsins sem grunaður er um mansal. Um er að ræða mann sem var markaðs-og fjáröflunarstjóri en uppsögnin hefur þegar tekið gildi að því er segir í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að einnig að innanhúsrannsók, sem lögmaður félagsins stýrði, hafi leitt í ljós alvarlegan trúnaðarbrest við félagið sem kallaði á tafarlausa uppsögn. „Misbrestur hefur orðið á því hvernig fyrrum starfsmaðurinn stóð að uppgjöri á tekjum vegna sölu happdrættismiða, gagnvart sölufólki. Félag heyrnarlausra mun gera ráðstafanir til að rétta hlut þeirra sem hlunnfarnir hafa verið í viðskiptum við fyrrum starfsmanninn. Þrátt fyrir að félaginu beri ekki lagaleg skylda til þess, telur það siðferðilega skyldu sína að tryggja hlut þeirra sem hafa komið að sölu happdrættismiða þess,“ segir í tilkynningunni. Fréttablaðið greindi fyrst frá því fyrir þremur vikum að lögreglan hefði til rannsóknar vinnumansalsmál innan Félags heyrnarlausra. Samkvæmt heimildum blaðsins þurfti rússnesk kona sem kom hingað til lands til að selja happdrættismiða að borga 1000 dollara við komuna til landsins án þess að hafa hér atvinnuleyfi. Það hefur hún gert í tvígang. Hún hafi fengið um 20 þúsund krónur í laun á síðustu tveimur mánuðum. Þá hafi hún verið rukkuð fyrir skutl á vegum vinnuveitanda síns á þau svæði þar sem henni var gert að vinna, allt að 3000 krónur í hvert skipti. Samkomulag Félags heyrnarlausra við fólkið er að þau fái 25% af sölu happdrættismiðanna í laun. Konan sem um ræðir í þessu máli fékk hinsvegar aðeins 15% af andvirði sölunnar. Daði segir að um samkomulag hafi verið á milli hennar og starfsmannsins gegn því að hún fengi fría gistingu á heimili hans. Í tilkynningunni frá Félagi heyrnarlausa segir að ljóst er að innra eftirlit með sölumálum félagsins hafi brugðist. „Þetta mál gefur því tilefni til að setja skriflegar verklagsreglur um samskipti félagsins við sölufólk og tryggja að uppgjör gagnvart því fari fram á réttan hátt. Félag heyrnarlausra reiðir sig á stuðning almennings við að vinna að málefnum heyrnarlausra og er happdrættissala helsta tekjulind þess. Félag heyrnarlausra harmar gjörðir starfsmannsins og vonar að þær hafi ekki kastað rýrð á starfsemi félagsins sem er svo mikilvæg öllum heyrnarlausum,“ segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Grunur er um mansal hjá Félagi heyrnarlausra Lögregla rannsakar nú grun um mansal hjá starfsmönnum Félags heyrnarlausra. Útlendingar hafa verið fengið hingað til lands til að selja happdrættismiða fyrir félagið. Heimildir herma að þetta fólk fái greitt langt undir lágmarkslaunum. 26. maí 2016 00:45 Leita fleiri þolenda mansals Meint mansal innan Félags heyrnarlausra er enn til rannsóknar hjá lögreglu. Skýrslutöku er ekki lokið. Kona, sem lögregla kom í skjól í síðustu viku, dvelur enn í Kvennaathvarfi. Rannsókn sagt miða ágætlega. 2. júní 2016 08:00 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Félag heyrnarlausra hefur sagt upp starfsmanni félagsins sem grunaður er um mansal. Um er að ræða mann sem var markaðs-og fjáröflunarstjóri en uppsögnin hefur þegar tekið gildi að því er segir í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að einnig að innanhúsrannsók, sem lögmaður félagsins stýrði, hafi leitt í ljós alvarlegan trúnaðarbrest við félagið sem kallaði á tafarlausa uppsögn. „Misbrestur hefur orðið á því hvernig fyrrum starfsmaðurinn stóð að uppgjöri á tekjum vegna sölu happdrættismiða, gagnvart sölufólki. Félag heyrnarlausra mun gera ráðstafanir til að rétta hlut þeirra sem hlunnfarnir hafa verið í viðskiptum við fyrrum starfsmanninn. Þrátt fyrir að félaginu beri ekki lagaleg skylda til þess, telur það siðferðilega skyldu sína að tryggja hlut þeirra sem hafa komið að sölu happdrættismiða þess,“ segir í tilkynningunni. Fréttablaðið greindi fyrst frá því fyrir þremur vikum að lögreglan hefði til rannsóknar vinnumansalsmál innan Félags heyrnarlausra. Samkvæmt heimildum blaðsins þurfti rússnesk kona sem kom hingað til lands til að selja happdrættismiða að borga 1000 dollara við komuna til landsins án þess að hafa hér atvinnuleyfi. Það hefur hún gert í tvígang. Hún hafi fengið um 20 þúsund krónur í laun á síðustu tveimur mánuðum. Þá hafi hún verið rukkuð fyrir skutl á vegum vinnuveitanda síns á þau svæði þar sem henni var gert að vinna, allt að 3000 krónur í hvert skipti. Samkomulag Félags heyrnarlausra við fólkið er að þau fái 25% af sölu happdrættismiðanna í laun. Konan sem um ræðir í þessu máli fékk hinsvegar aðeins 15% af andvirði sölunnar. Daði segir að um samkomulag hafi verið á milli hennar og starfsmannsins gegn því að hún fengi fría gistingu á heimili hans. Í tilkynningunni frá Félagi heyrnarlausa segir að ljóst er að innra eftirlit með sölumálum félagsins hafi brugðist. „Þetta mál gefur því tilefni til að setja skriflegar verklagsreglur um samskipti félagsins við sölufólk og tryggja að uppgjör gagnvart því fari fram á réttan hátt. Félag heyrnarlausra reiðir sig á stuðning almennings við að vinna að málefnum heyrnarlausra og er happdrættissala helsta tekjulind þess. Félag heyrnarlausra harmar gjörðir starfsmannsins og vonar að þær hafi ekki kastað rýrð á starfsemi félagsins sem er svo mikilvæg öllum heyrnarlausum,“ segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Grunur er um mansal hjá Félagi heyrnarlausra Lögregla rannsakar nú grun um mansal hjá starfsmönnum Félags heyrnarlausra. Útlendingar hafa verið fengið hingað til lands til að selja happdrættismiða fyrir félagið. Heimildir herma að þetta fólk fái greitt langt undir lágmarkslaunum. 26. maí 2016 00:45 Leita fleiri þolenda mansals Meint mansal innan Félags heyrnarlausra er enn til rannsóknar hjá lögreglu. Skýrslutöku er ekki lokið. Kona, sem lögregla kom í skjól í síðustu viku, dvelur enn í Kvennaathvarfi. Rannsókn sagt miða ágætlega. 2. júní 2016 08:00 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Grunur er um mansal hjá Félagi heyrnarlausra Lögregla rannsakar nú grun um mansal hjá starfsmönnum Félags heyrnarlausra. Útlendingar hafa verið fengið hingað til lands til að selja happdrættismiða fyrir félagið. Heimildir herma að þetta fólk fái greitt langt undir lágmarkslaunum. 26. maí 2016 00:45
Leita fleiri þolenda mansals Meint mansal innan Félags heyrnarlausra er enn til rannsóknar hjá lögreglu. Skýrslutöku er ekki lokið. Kona, sem lögregla kom í skjól í síðustu viku, dvelur enn í Kvennaathvarfi. Rannsókn sagt miða ágætlega. 2. júní 2016 08:00