Leita fleiri þolenda mansals Snærós Sindradóttir skrifar 2. júní 2016 08:00 Fólkið sem um ræðir hefur starfað fyrir Félag heyrnarlausra við fjáröflun félagsins. Vinna þess hefur falið í sér að selja happdrættismiða. vísir/Vilhelm Lögregla á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort fleiri þolendur séu til staðar í mansalsmáli sem tengist Félagi heyrnarlausra. Fréttablaðið greindi frá málinu í síðustu viku en þá hafði lögregla komið konu sem starfaði á vegum félagsins í öruggt skjól í Kvennaathvarfinu. „Við erum að skoða marga vinkla í þessu máli, þar á meðal hvort það séu fleiri þolendur í þessu máli sem við erum að rannsaka,“ segir Snorri Birgisson, yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar. Hann vill ekki staðfesta að um Félag heyrnarlausra sé að ræða en í viðtali við Fréttablaðið í síðustu viku staðfesti Daði Hreinsson, framkvæmdastjóri félagsins, að það væri undir rannsókn. „Rannsókn miðar ágætlega. Við erum enn að taka skýrslur af vitnum og öðrum sem tengjast þessu með einum eða öðrum hætti,“ segir Snorri. Rannsóknin snýr að starfsmanni Félags heyrnarlausra sem sér um fjáröflun félagsins. Hann hefur um nokkurt skeið fengið hingað til lands fólk frá Austur-Evrópu til að selja happdrættismiða félagsins en í þeirri sölu fer helsta fjáröflun félagsins fram. Konan sem er í skjóli hjá Kvennaathvarfinu hefur áður komið til Íslands í þeim tilgangi að selja happdrættismiðana. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins greiddi hún manninum í tvígang 1.000 dollara og var sagt að það væri fyrir atvinnuleyfi konunnar hér á landi.Snorri Birgisson, yfirmaður mansalsteymis lögreglunnarSamkvæmt heimildum blaðsins var aldrei óskað eftir atvinnuleyfi fyrir konuna og gengið úr skugga um að konan dveldi ekki lengur í landinu en þrjá mánuði í senn. Hún kom til landsins í mars en þangað til lögregla tók hana undir sinn verndarvæng hafði hún fengið um tuttugu þúsund krónur fyrir vinnu sína. Daði Hreinsson staðfesti við Fréttablaðið í síðustu viku að venjan væri að launa sölufólki með 25% af söluandvirði happdrættismiðanna. Í tilfelli konunnar hefði hún aftur á móti fengið 15% en í staðinn hefði verið samið um frítt húsnæði hjá manninum sem réði hana til landsins. Konan var bæði svöng og þreytt þegar lögregla tók hana undir sinn verndarvæng. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Grunur er um mansal hjá Félagi heyrnarlausra Lögregla rannsakar nú grun um mansal hjá starfsmönnum Félags heyrnarlausra. Útlendingar hafa verið fengið hingað til lands til að selja happdrættismiða fyrir félagið. Heimildir herma að þetta fólk fái greitt langt undir lágmarkslaunum. 26. maí 2016 00:45 Hér eru 400 taldir bundnir þrældómi Ísland kemur illa út í samanburði við Norðurlönd í nýrri skýrslu Global Slavery Index um þrælahald í heiminum. Það er í 49. sæti á heimsvísu og fær slaka einkunn fyrir viðbrögð stjórnvalda gegn mansali. Efni skýrslunnar var til u 1. júní 2016 07:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort fleiri þolendur séu til staðar í mansalsmáli sem tengist Félagi heyrnarlausra. Fréttablaðið greindi frá málinu í síðustu viku en þá hafði lögregla komið konu sem starfaði á vegum félagsins í öruggt skjól í Kvennaathvarfinu. „Við erum að skoða marga vinkla í þessu máli, þar á meðal hvort það séu fleiri þolendur í þessu máli sem við erum að rannsaka,“ segir Snorri Birgisson, yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar. Hann vill ekki staðfesta að um Félag heyrnarlausra sé að ræða en í viðtali við Fréttablaðið í síðustu viku staðfesti Daði Hreinsson, framkvæmdastjóri félagsins, að það væri undir rannsókn. „Rannsókn miðar ágætlega. Við erum enn að taka skýrslur af vitnum og öðrum sem tengjast þessu með einum eða öðrum hætti,“ segir Snorri. Rannsóknin snýr að starfsmanni Félags heyrnarlausra sem sér um fjáröflun félagsins. Hann hefur um nokkurt skeið fengið hingað til lands fólk frá Austur-Evrópu til að selja happdrættismiða félagsins en í þeirri sölu fer helsta fjáröflun félagsins fram. Konan sem er í skjóli hjá Kvennaathvarfinu hefur áður komið til Íslands í þeim tilgangi að selja happdrættismiðana. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins greiddi hún manninum í tvígang 1.000 dollara og var sagt að það væri fyrir atvinnuleyfi konunnar hér á landi.Snorri Birgisson, yfirmaður mansalsteymis lögreglunnarSamkvæmt heimildum blaðsins var aldrei óskað eftir atvinnuleyfi fyrir konuna og gengið úr skugga um að konan dveldi ekki lengur í landinu en þrjá mánuði í senn. Hún kom til landsins í mars en þangað til lögregla tók hana undir sinn verndarvæng hafði hún fengið um tuttugu þúsund krónur fyrir vinnu sína. Daði Hreinsson staðfesti við Fréttablaðið í síðustu viku að venjan væri að launa sölufólki með 25% af söluandvirði happdrættismiðanna. Í tilfelli konunnar hefði hún aftur á móti fengið 15% en í staðinn hefði verið samið um frítt húsnæði hjá manninum sem réði hana til landsins. Konan var bæði svöng og þreytt þegar lögregla tók hana undir sinn verndarvæng. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Grunur er um mansal hjá Félagi heyrnarlausra Lögregla rannsakar nú grun um mansal hjá starfsmönnum Félags heyrnarlausra. Útlendingar hafa verið fengið hingað til lands til að selja happdrættismiða fyrir félagið. Heimildir herma að þetta fólk fái greitt langt undir lágmarkslaunum. 26. maí 2016 00:45 Hér eru 400 taldir bundnir þrældómi Ísland kemur illa út í samanburði við Norðurlönd í nýrri skýrslu Global Slavery Index um þrælahald í heiminum. Það er í 49. sæti á heimsvísu og fær slaka einkunn fyrir viðbrögð stjórnvalda gegn mansali. Efni skýrslunnar var til u 1. júní 2016 07:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Grunur er um mansal hjá Félagi heyrnarlausra Lögregla rannsakar nú grun um mansal hjá starfsmönnum Félags heyrnarlausra. Útlendingar hafa verið fengið hingað til lands til að selja happdrættismiða fyrir félagið. Heimildir herma að þetta fólk fái greitt langt undir lágmarkslaunum. 26. maí 2016 00:45
Hér eru 400 taldir bundnir þrældómi Ísland kemur illa út í samanburði við Norðurlönd í nýrri skýrslu Global Slavery Index um þrælahald í heiminum. Það er í 49. sæti á heimsvísu og fær slaka einkunn fyrir viðbrögð stjórnvalda gegn mansali. Efni skýrslunnar var til u 1. júní 2016 07:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent