Leita fleiri þolenda mansals Snærós Sindradóttir skrifar 2. júní 2016 08:00 Fólkið sem um ræðir hefur starfað fyrir Félag heyrnarlausra við fjáröflun félagsins. Vinna þess hefur falið í sér að selja happdrættismiða. vísir/Vilhelm Lögregla á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort fleiri þolendur séu til staðar í mansalsmáli sem tengist Félagi heyrnarlausra. Fréttablaðið greindi frá málinu í síðustu viku en þá hafði lögregla komið konu sem starfaði á vegum félagsins í öruggt skjól í Kvennaathvarfinu. „Við erum að skoða marga vinkla í þessu máli, þar á meðal hvort það séu fleiri þolendur í þessu máli sem við erum að rannsaka,“ segir Snorri Birgisson, yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar. Hann vill ekki staðfesta að um Félag heyrnarlausra sé að ræða en í viðtali við Fréttablaðið í síðustu viku staðfesti Daði Hreinsson, framkvæmdastjóri félagsins, að það væri undir rannsókn. „Rannsókn miðar ágætlega. Við erum enn að taka skýrslur af vitnum og öðrum sem tengjast þessu með einum eða öðrum hætti,“ segir Snorri. Rannsóknin snýr að starfsmanni Félags heyrnarlausra sem sér um fjáröflun félagsins. Hann hefur um nokkurt skeið fengið hingað til lands fólk frá Austur-Evrópu til að selja happdrættismiða félagsins en í þeirri sölu fer helsta fjáröflun félagsins fram. Konan sem er í skjóli hjá Kvennaathvarfinu hefur áður komið til Íslands í þeim tilgangi að selja happdrættismiðana. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins greiddi hún manninum í tvígang 1.000 dollara og var sagt að það væri fyrir atvinnuleyfi konunnar hér á landi.Snorri Birgisson, yfirmaður mansalsteymis lögreglunnarSamkvæmt heimildum blaðsins var aldrei óskað eftir atvinnuleyfi fyrir konuna og gengið úr skugga um að konan dveldi ekki lengur í landinu en þrjá mánuði í senn. Hún kom til landsins í mars en þangað til lögregla tók hana undir sinn verndarvæng hafði hún fengið um tuttugu þúsund krónur fyrir vinnu sína. Daði Hreinsson staðfesti við Fréttablaðið í síðustu viku að venjan væri að launa sölufólki með 25% af söluandvirði happdrættismiðanna. Í tilfelli konunnar hefði hún aftur á móti fengið 15% en í staðinn hefði verið samið um frítt húsnæði hjá manninum sem réði hana til landsins. Konan var bæði svöng og þreytt þegar lögregla tók hana undir sinn verndarvæng. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Grunur er um mansal hjá Félagi heyrnarlausra Lögregla rannsakar nú grun um mansal hjá starfsmönnum Félags heyrnarlausra. Útlendingar hafa verið fengið hingað til lands til að selja happdrættismiða fyrir félagið. Heimildir herma að þetta fólk fái greitt langt undir lágmarkslaunum. 26. maí 2016 00:45 Hér eru 400 taldir bundnir þrældómi Ísland kemur illa út í samanburði við Norðurlönd í nýrri skýrslu Global Slavery Index um þrælahald í heiminum. Það er í 49. sæti á heimsvísu og fær slaka einkunn fyrir viðbrögð stjórnvalda gegn mansali. Efni skýrslunnar var til u 1. júní 2016 07:00 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort fleiri þolendur séu til staðar í mansalsmáli sem tengist Félagi heyrnarlausra. Fréttablaðið greindi frá málinu í síðustu viku en þá hafði lögregla komið konu sem starfaði á vegum félagsins í öruggt skjól í Kvennaathvarfinu. „Við erum að skoða marga vinkla í þessu máli, þar á meðal hvort það séu fleiri þolendur í þessu máli sem við erum að rannsaka,“ segir Snorri Birgisson, yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar. Hann vill ekki staðfesta að um Félag heyrnarlausra sé að ræða en í viðtali við Fréttablaðið í síðustu viku staðfesti Daði Hreinsson, framkvæmdastjóri félagsins, að það væri undir rannsókn. „Rannsókn miðar ágætlega. Við erum enn að taka skýrslur af vitnum og öðrum sem tengjast þessu með einum eða öðrum hætti,“ segir Snorri. Rannsóknin snýr að starfsmanni Félags heyrnarlausra sem sér um fjáröflun félagsins. Hann hefur um nokkurt skeið fengið hingað til lands fólk frá Austur-Evrópu til að selja happdrættismiða félagsins en í þeirri sölu fer helsta fjáröflun félagsins fram. Konan sem er í skjóli hjá Kvennaathvarfinu hefur áður komið til Íslands í þeim tilgangi að selja happdrættismiðana. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins greiddi hún manninum í tvígang 1.000 dollara og var sagt að það væri fyrir atvinnuleyfi konunnar hér á landi.Snorri Birgisson, yfirmaður mansalsteymis lögreglunnarSamkvæmt heimildum blaðsins var aldrei óskað eftir atvinnuleyfi fyrir konuna og gengið úr skugga um að konan dveldi ekki lengur í landinu en þrjá mánuði í senn. Hún kom til landsins í mars en þangað til lögregla tók hana undir sinn verndarvæng hafði hún fengið um tuttugu þúsund krónur fyrir vinnu sína. Daði Hreinsson staðfesti við Fréttablaðið í síðustu viku að venjan væri að launa sölufólki með 25% af söluandvirði happdrættismiðanna. Í tilfelli konunnar hefði hún aftur á móti fengið 15% en í staðinn hefði verið samið um frítt húsnæði hjá manninum sem réði hana til landsins. Konan var bæði svöng og þreytt þegar lögregla tók hana undir sinn verndarvæng. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Grunur er um mansal hjá Félagi heyrnarlausra Lögregla rannsakar nú grun um mansal hjá starfsmönnum Félags heyrnarlausra. Útlendingar hafa verið fengið hingað til lands til að selja happdrættismiða fyrir félagið. Heimildir herma að þetta fólk fái greitt langt undir lágmarkslaunum. 26. maí 2016 00:45 Hér eru 400 taldir bundnir þrældómi Ísland kemur illa út í samanburði við Norðurlönd í nýrri skýrslu Global Slavery Index um þrælahald í heiminum. Það er í 49. sæti á heimsvísu og fær slaka einkunn fyrir viðbrögð stjórnvalda gegn mansali. Efni skýrslunnar var til u 1. júní 2016 07:00 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Grunur er um mansal hjá Félagi heyrnarlausra Lögregla rannsakar nú grun um mansal hjá starfsmönnum Félags heyrnarlausra. Útlendingar hafa verið fengið hingað til lands til að selja happdrættismiða fyrir félagið. Heimildir herma að þetta fólk fái greitt langt undir lágmarkslaunum. 26. maí 2016 00:45
Hér eru 400 taldir bundnir þrældómi Ísland kemur illa út í samanburði við Norðurlönd í nýrri skýrslu Global Slavery Index um þrælahald í heiminum. Það er í 49. sæti á heimsvísu og fær slaka einkunn fyrir viðbrögð stjórnvalda gegn mansali. Efni skýrslunnar var til u 1. júní 2016 07:00