Innlent

Tveir slösuðust í árekstri við Hörgá

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Vísir/Pjetur
Tveir slösuðust þegar dráttarvél og fólksbifreið skullu saman skammt norðan við brúnna yfir Hörgá rétt fyrir klukkan sex í kvöld. Fólkið hefur verið flutt á sjúkrahús og er líðan sögð eftir atvikum, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.

Ekki kom til vegalokanna vegna slyssins. Rannsókn stendur yfir á tildrögum slyssins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×