Innlent

Ólafsfjarðarvegi lokað vegna umferðarslyss

Atli Ísleifsson skrifar
Slysið varð rétt sunnan við Dalvík.
Slysið varð rétt sunnan við Dalvík. Vísir/Pjetur
Ólafsfjarðarvegur hefur verið lokaður sunnan við Dalvík um óákveðinn tíma vegna umferðaróhapps.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Þar segir að slysið hafi orðið við gatnamót Ólafsfjarðarvegar og vegs númer 807, eða veginn inn í Skíðadal.

Ekki fengust frekari upplýsingar hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra að svo stöddu.

Uppfært kl. 17:20

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra var um árekstur þriggja bifreiða að ræða. Vegurinn verður opnaður um leið og hægt er.

Uppfært kl. 18:15



Lögreglan hefur byrjað að opna fyrir umferð um Ólafsfjarðarveg í áföngum. Vettvangsvinna er í gangi og búast má við að veginum verði lokað aftur. 

 

Uppfært kl. 18.40

Einn lést í árekstrinum. Fjórir voru fluttir á sjúkrahús og er líðan þeirra eftir atvikum, að sögn lögreglu.


Tengdar fréttir

Banaslys á Ólafsfjarðarvegi

Einn lést í þriggja bíla árekstri við vegamót Ólafsfjarðarvegar og Skíðadalsvegar um klukkan hálf fjögur í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×