Skipulagsmál og Sigmundur: „Í hvaða veruleika ertu?“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 24. janúar 2016 11:43 Heiða Kristín Helgadóttir, Sigríður Á. Andersen og Svanborg Sigmarsdóttir ræddu um skipulagsmál í miðbænum og afskipti forsætisráðherra af þeim hjá Sigurjóni M. Egilssyni í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þær tókust á um hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra væri að beita valdi sínu í umræðunni um Hafnartorgsreitinn.Sama útlitið aftur og aftur „Ég er nokkuð sátt við það að forsætisráðherra skuli vekja máls á þessum málaflokki sem er skipulagsmál,“ sagði Sigríður, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um forsætisráðherrann. „Hann er að vekja máls á þessu skipulagi og ég tek undir með honum að mér finnst bæði vinnubrögðin í kringum þessi skipulagsmál, í miðborginni sérstaklega, og hvernig menn geta komist trekk í trekk í trekk að sömu niðurstöðu um útlit bygginga, alveg sama hvar í miðborginni nýjar byggingar eiga að rísa,“ sagði hún.Sigmundur Davíð hefur sterkar skoðanir á skipulagsmálum.Vísir/GVASvanborg sagði að það væri einfaldlega ekki hlutverk forsætisráðherra að hlutast til um útlit miðbæjarins. „Það að hann ætli einhvern veginn að stýra útlitinu á miðbænum [...], það er bara ekki hlutverk forsætisráðherra. Hann getur vissulega sem borgari haft skoðun á þessu,“ sagði hún. „En hann á ekki að beita valdi sínu umfram það sem aðrir geta gert.“Nýjasta útspilið er samstarf Sigríður greip þar inn í og sagðist efast um að hann væri að beita einhverju valdi í nýjasta útspili sínu og benti á að hann væri nú í samráði við lóðareigendur. „Þau spurningarmerki sem ég set við þetta er að í fyrsta lagi vissi ég nú ekki einu sinni að stjórnarráðið þyrfti húsnæði, en það kann auðvitað að vera, það hlýtur að vera fyrst að hann segir það. Ég hef sjálf efasemdir um það að þetta sé besti staðurinn fyrir stjórnarráðið á þessum stað,“ sagði hún og vísaði í umræðuna. Svanborg sagði þá að hún væri ekki að tala um að Sigmundur væri að beita valdi sínu með lagasetningu. „En vissulega er hann að beita þarna ákveðnu valdi sem hann hefur sem forsætisráðherra sem aðrir hafa ekki. Með því að fara út í þessa umræðu hefur hann ákveðið vægi og eftir umræðuna um til dæmis hafnarbakkann er maður ekkert hissa á því að verktakar sem ætla að fara að byggja í miðbænum horfi til þess hvað ætlar forsætisráðherra að segja við þessu,“ sagði hún.Tók sjálfur þátt í skipulaginu Heiða Kristín, sem er fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra, sagði að Sigmundur hefði sjálfur átt þátt í því skipulagi sem gildir um marga reiti í miðborginni og það byggingarmagn sem þar er heimilað. Teikning af húsinu sem tekist er á um.„Sigmundur Davíð tók nú þátt í því sjálfur sem fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur að leyfa mikið af þessu byggingarmagni –ekki endilega kannski á þessum reit, ég kann ekki alveg þá sögu – en á mörgum reitum í miðbænum þar sem var gríðarlegt byggingarmagn heimilað á mörgum reitum,“ sagði hún. Hún sagði að það hefði farið stór hluti af síðasta kjörtímabili í borgarstjórn að vinda ofan af mjög erfiðum deilum í skipulagsmálum sem höfðu staðið kannski í tíu ár án þess að neitt hafi gerst. „Og núna eru hlutirnir að fara af stað og mikið af þessu er kannski meira byggingarmagn en við myndum vilja í einhverjum fyrirmyndarheimi en skipulagsmál eru þannig að þú getur aldrei náð algjörum „konsensus“ um eitthvað og þess vegna finnst mér svo skrýtið svona yfirlýsingar eins og frá forsætisráðherra þar sem hann kemur í sjónvarpsfréttir RÚV og lýsir því einhvern veginn yfir að nú verði allir glaðir. Þetta er bara eitthvað svona í hvaða veruleika ertu?“Klumpur með ráðuneytisbyggingum Heiða Kristín sagði að henni þætti ekki heillandi að fá gríðarstóra stjórnarráðsbyggingu á reitinn sem deilt sé um. „Það sem þarf er starfsemi þar sem fólk flæðir inn og út, það gerir hvaða miðbæ sem er, sama hvaða veðurskilyrði eru, það gerir hann mannvænan og spennandi stað til að vera á. Einhver klumpur með ráðuneytisbyggingum heillar mig ekki,“ sagði hún. Sigríður sagði að byggingarmagnið væri ekki aðal málið heldur þyrfti útlitið að geta borið byggingarmagnið. „Og það er það sem ég held, og ég upplifi að minnsta kosti, að til dæmis forsætisráðherra er að hnýta í að útlitið á þessum húsum ber ekki þetta byggingarmagn. Ég held að menn geti fallist á mikið byggingarmagn á mörgum af þessum reitum ef útlitið væri boðlegra.“ Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Sjá meira
Heiða Kristín Helgadóttir, Sigríður Á. Andersen og Svanborg Sigmarsdóttir ræddu um skipulagsmál í miðbænum og afskipti forsætisráðherra af þeim hjá Sigurjóni M. Egilssyni í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þær tókust á um hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra væri að beita valdi sínu í umræðunni um Hafnartorgsreitinn.Sama útlitið aftur og aftur „Ég er nokkuð sátt við það að forsætisráðherra skuli vekja máls á þessum málaflokki sem er skipulagsmál,“ sagði Sigríður, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um forsætisráðherrann. „Hann er að vekja máls á þessu skipulagi og ég tek undir með honum að mér finnst bæði vinnubrögðin í kringum þessi skipulagsmál, í miðborginni sérstaklega, og hvernig menn geta komist trekk í trekk í trekk að sömu niðurstöðu um útlit bygginga, alveg sama hvar í miðborginni nýjar byggingar eiga að rísa,“ sagði hún.Sigmundur Davíð hefur sterkar skoðanir á skipulagsmálum.Vísir/GVASvanborg sagði að það væri einfaldlega ekki hlutverk forsætisráðherra að hlutast til um útlit miðbæjarins. „Það að hann ætli einhvern veginn að stýra útlitinu á miðbænum [...], það er bara ekki hlutverk forsætisráðherra. Hann getur vissulega sem borgari haft skoðun á þessu,“ sagði hún. „En hann á ekki að beita valdi sínu umfram það sem aðrir geta gert.“Nýjasta útspilið er samstarf Sigríður greip þar inn í og sagðist efast um að hann væri að beita einhverju valdi í nýjasta útspili sínu og benti á að hann væri nú í samráði við lóðareigendur. „Þau spurningarmerki sem ég set við þetta er að í fyrsta lagi vissi ég nú ekki einu sinni að stjórnarráðið þyrfti húsnæði, en það kann auðvitað að vera, það hlýtur að vera fyrst að hann segir það. Ég hef sjálf efasemdir um það að þetta sé besti staðurinn fyrir stjórnarráðið á þessum stað,“ sagði hún og vísaði í umræðuna. Svanborg sagði þá að hún væri ekki að tala um að Sigmundur væri að beita valdi sínu með lagasetningu. „En vissulega er hann að beita þarna ákveðnu valdi sem hann hefur sem forsætisráðherra sem aðrir hafa ekki. Með því að fara út í þessa umræðu hefur hann ákveðið vægi og eftir umræðuna um til dæmis hafnarbakkann er maður ekkert hissa á því að verktakar sem ætla að fara að byggja í miðbænum horfi til þess hvað ætlar forsætisráðherra að segja við þessu,“ sagði hún.Tók sjálfur þátt í skipulaginu Heiða Kristín, sem er fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra, sagði að Sigmundur hefði sjálfur átt þátt í því skipulagi sem gildir um marga reiti í miðborginni og það byggingarmagn sem þar er heimilað. Teikning af húsinu sem tekist er á um.„Sigmundur Davíð tók nú þátt í því sjálfur sem fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur að leyfa mikið af þessu byggingarmagni –ekki endilega kannski á þessum reit, ég kann ekki alveg þá sögu – en á mörgum reitum í miðbænum þar sem var gríðarlegt byggingarmagn heimilað á mörgum reitum,“ sagði hún. Hún sagði að það hefði farið stór hluti af síðasta kjörtímabili í borgarstjórn að vinda ofan af mjög erfiðum deilum í skipulagsmálum sem höfðu staðið kannski í tíu ár án þess að neitt hafi gerst. „Og núna eru hlutirnir að fara af stað og mikið af þessu er kannski meira byggingarmagn en við myndum vilja í einhverjum fyrirmyndarheimi en skipulagsmál eru þannig að þú getur aldrei náð algjörum „konsensus“ um eitthvað og þess vegna finnst mér svo skrýtið svona yfirlýsingar eins og frá forsætisráðherra þar sem hann kemur í sjónvarpsfréttir RÚV og lýsir því einhvern veginn yfir að nú verði allir glaðir. Þetta er bara eitthvað svona í hvaða veruleika ertu?“Klumpur með ráðuneytisbyggingum Heiða Kristín sagði að henni þætti ekki heillandi að fá gríðarstóra stjórnarráðsbyggingu á reitinn sem deilt sé um. „Það sem þarf er starfsemi þar sem fólk flæðir inn og út, það gerir hvaða miðbæ sem er, sama hvaða veðurskilyrði eru, það gerir hann mannvænan og spennandi stað til að vera á. Einhver klumpur með ráðuneytisbyggingum heillar mig ekki,“ sagði hún. Sigríður sagði að byggingarmagnið væri ekki aðal málið heldur þyrfti útlitið að geta borið byggingarmagnið. „Og það er það sem ég held, og ég upplifi að minnsta kosti, að til dæmis forsætisráðherra er að hnýta í að útlitið á þessum húsum ber ekki þetta byggingarmagn. Ég held að menn geti fallist á mikið byggingarmagn á mörgum af þessum reitum ef útlitið væri boðlegra.“
Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Sjá meira